Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 4. desember 2024 12:00 Vissuð þið að fræðin segja okkur að það þarf að leiðrétta kjör kvennastétta áður en ráðist er í það að lengja fæðingarorlof enn frekar. Af hverju ? Jú af því að ef við gerum það ekki þá vinnur lengingin gegn því að konur nái jöfnum rétti á við karla. Hvernig þá ? Á meðan við erum með fjölmennar kvennastéttir sem haldið er niðri launalega séð þá veljast þeir aðilar sem í þeim starfa oft frekar til að sinna börnum heima en sá aðili sem hefur hærri laun því hann er látinn afla tekna utan heimilis. Þetta hefur í för með sér að láglaunafólk er oft styttra á vinnumarkaði en þeir sem eru með hærri laun og þar af leiðandi með minni réttindi í lok starfsævi sinnar. Snjóboltaáhrifin gilda í þessu eins og öðru. Núna er boltinn í höndum nýrrar ríkisstjórnar. Það er núna eða aldrei. Verkfalli kennara hefur verið frestað til 31. janúar 2025 og tímann fram að því þarf að nýta vel. Kennarastéttin er stór kvennastétt sem hefur verið haldið niðri allt of lengi. Eiginlega það lengi að komið er að þolmörkum á mörgum sviðum skólakerfisins og ungt fólk sér sig ekki starfa við kennslu í framtíðinni. Hvernig skóla viljum við hér á landi ? Til að halda í gott fólk og fá nýtt inn í stéttina þá þarf að jafna laun á milli markaða og skapa viðunandi starfsskilyrði. Þessir þættir þurfa að vera í lagi til að viðhalda öflugu skólakerfi. Við vitum að það eru sveitafélög sem hafa lítið bolmagn til að reka skólana og þau eiga ekki að fá að halda láglaunastefnu kennara gangandi. Því er mikilvægt að ríkið stígi inn í jöfnuna. Vinnumarkaðslíkanið sem byggir á samræmdri láglaunastefnu er að vinna gegn kvennastéttum og jafnrétti í landinu. Við þurfum að breyta þessu og núna er rétti tíminn til að leiðrétta laun kennara. Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp til að fá laun í takt við menntun. Því ef þú hefur áhuga á að vinna með börnum þá er voðinn vís og þú gætir lent í fátækragildru eða misst heilsuna vegna álags. Það er dýrt að mennta sig. Ung fólk veit það og það veit líka hver afleiðan af lágum launum er. Upplýsingaflæðið er meira í dag en fyrir tíma veraldarvefsins þegar ég var að velja mér háskólanám. Mitt val stóð á milli þess að velja lögfræði eða kennaranám. Ég held ég væri allavega ekki í sömu sporum og ég er í dag ef ég hefði valið lögfræðina. Hafið þið heyrt um kjarabaráttu lögfræðinga ? Ekki ég heldur. En núna er komið að kennurum. Verkföll eru ekki þjóðaríþrótt kennara heldur áskapað vandamál stjórnvalda. Kennarar hafa lengi reynt að ná til eyrna þeirra sem stjórna landinu og er verkfallsvopnið eina vopnið sem virðist bíta. Ástandið þarf ekki að vera svona. Þessu er hægt að breyta og skora ég því á stjórnvöld að gera það. Við erum þjóð sem vill jafnrétti, sýnum það í verki. Höfundur er kennari í stjórn KFR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Vissuð þið að fræðin segja okkur að það þarf að leiðrétta kjör kvennastétta áður en ráðist er í það að lengja fæðingarorlof enn frekar. Af hverju ? Jú af því að ef við gerum það ekki þá vinnur lengingin gegn því að konur nái jöfnum rétti á við karla. Hvernig þá ? Á meðan við erum með fjölmennar kvennastéttir sem haldið er niðri launalega séð þá veljast þeir aðilar sem í þeim starfa oft frekar til að sinna börnum heima en sá aðili sem hefur hærri laun því hann er látinn afla tekna utan heimilis. Þetta hefur í för með sér að láglaunafólk er oft styttra á vinnumarkaði en þeir sem eru með hærri laun og þar af leiðandi með minni réttindi í lok starfsævi sinnar. Snjóboltaáhrifin gilda í þessu eins og öðru. Núna er boltinn í höndum nýrrar ríkisstjórnar. Það er núna eða aldrei. Verkfalli kennara hefur verið frestað til 31. janúar 2025 og tímann fram að því þarf að nýta vel. Kennarastéttin er stór kvennastétt sem hefur verið haldið niðri allt of lengi. Eiginlega það lengi að komið er að þolmörkum á mörgum sviðum skólakerfisins og ungt fólk sér sig ekki starfa við kennslu í framtíðinni. Hvernig skóla viljum við hér á landi ? Til að halda í gott fólk og fá nýtt inn í stéttina þá þarf að jafna laun á milli markaða og skapa viðunandi starfsskilyrði. Þessir þættir þurfa að vera í lagi til að viðhalda öflugu skólakerfi. Við vitum að það eru sveitafélög sem hafa lítið bolmagn til að reka skólana og þau eiga ekki að fá að halda láglaunastefnu kennara gangandi. Því er mikilvægt að ríkið stígi inn í jöfnuna. Vinnumarkaðslíkanið sem byggir á samræmdri láglaunastefnu er að vinna gegn kvennastéttum og jafnrétti í landinu. Við þurfum að breyta þessu og núna er rétti tíminn til að leiðrétta laun kennara. Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp til að fá laun í takt við menntun. Því ef þú hefur áhuga á að vinna með börnum þá er voðinn vís og þú gætir lent í fátækragildru eða misst heilsuna vegna álags. Það er dýrt að mennta sig. Ung fólk veit það og það veit líka hver afleiðan af lágum launum er. Upplýsingaflæðið er meira í dag en fyrir tíma veraldarvefsins þegar ég var að velja mér háskólanám. Mitt val stóð á milli þess að velja lögfræði eða kennaranám. Ég held ég væri allavega ekki í sömu sporum og ég er í dag ef ég hefði valið lögfræðina. Hafið þið heyrt um kjarabaráttu lögfræðinga ? Ekki ég heldur. En núna er komið að kennurum. Verkföll eru ekki þjóðaríþrótt kennara heldur áskapað vandamál stjórnvalda. Kennarar hafa lengi reynt að ná til eyrna þeirra sem stjórna landinu og er verkfallsvopnið eina vopnið sem virðist bíta. Ástandið þarf ekki að vera svona. Þessu er hægt að breyta og skora ég því á stjórnvöld að gera það. Við erum þjóð sem vill jafnrétti, sýnum það í verki. Höfundur er kennari í stjórn KFR.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun