Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 5. desember 2024 16:09 Karolina Kochaniak-Sala reynir að verjast Jenny Carlson í leik Póllands og Svíþjóðar í dag. EPA-EFE/Zsolt Czegledi Þýskaland og Svíþjóð áttu ekki í neinum vandræðum með að sækja sinn fyrsta sigur í milliriðlum EM í handbolta í dag. Eftir að riðlakeppninni lauk á þriðjudaginn spila liðin á EM núna í tveimur sex liða milliriðlum, og taka þangað með sér einn leik úr riðlakeppninni. Í tilvikum Þýskalands og Svíþjóðar voru það tapleikir, gegn Hollandi og Ungverjalandi. Í dag unnu þau bæði hins vegar stórsigra. Þýskaland rúllaði yfir Sviss í milliriðli 1, sem leikinn er í Debrecen í Ungverjalandi, og vann níu marka sigur, 36-27, eftir að hafa verið 18-14 yfir í hálfleik. Þjóðverjar endurtóku þar með leikinn frá því á þriðjudaginn þegar liðið vann einnig stórsigur gegn Íslandi með því að stinga af í seinni hálfleik. Munurinn varð mestur ellefu mörk. Annika Lott sækir að marki Sviss í sigri Þýskalands í dag.Getty/Andrea Kareth Sviss, sem vann Ísland naumlega í tvígang í vináttulandsleikjum á heimavelli helgina fyrir EM, er því enn án stiga en Þýskaland nú með tvö stig. Alexia Hauf var markahæst Þýskalands með sex mörk og þær Alina Grijseels og Xenia Smits skoruðu fimm mörk hvor. Hjá Sviss var Tabea Schmid markahæst með átta mörk. Svíar keyrðu yfir Pólverja í seinni hálfleik Svíar unnu svo aðra fyrrverandi mótherja Íslands, úr vináttulandsleikjum á Íslandi í lok október sem Ísland vann, eða lið Póllands, 33-25. Svíar höfðu yfirhöndina allan tímann en munurinn var aðeins tvö mörk í hálfleik, 17-15. Svíþjóð komst svo í 21-16 og Pólverjum tókst aldrei að hleypa spennu í leikinn eftir það. A solid 𝐒𝐰𝐞𝐝𝐞𝐧 perfect in defending, stealing and running 👏#ehfeuro2024 #catchthespirit pic.twitter.com/vHL17wtDlf— EHF EURO (@EHFEURO) December 5, 2024 Jamina Roberts var valin maður leiksins en hún skoraði sex mörk fyrir Svía og Nathalie Hagman níu mörk. Hjá Póllandi var Aleksandra Olek markahæst með sex mörk. Stórleikur í kvöld Stórleikur er á dagskrá í milliriðli tvö í kvöld þegar Þórir Hergeirsson stýrir Noregi gegn Danmörku, en áður mætast Holland og Slóvenía. Í milliriðli eitt mætast Frakkland og Rúmenía, og Ungverjaland og Svartfjallaland. Þar heldur keppni svo áfram strax á morgun þegar Svíar mæta Rúmeníu, Frakkar mæta Svartfellingum og Ungverjar mæta Pólverjum. EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Sjá meira
Eftir að riðlakeppninni lauk á þriðjudaginn spila liðin á EM núna í tveimur sex liða milliriðlum, og taka þangað með sér einn leik úr riðlakeppninni. Í tilvikum Þýskalands og Svíþjóðar voru það tapleikir, gegn Hollandi og Ungverjalandi. Í dag unnu þau bæði hins vegar stórsigra. Þýskaland rúllaði yfir Sviss í milliriðli 1, sem leikinn er í Debrecen í Ungverjalandi, og vann níu marka sigur, 36-27, eftir að hafa verið 18-14 yfir í hálfleik. Þjóðverjar endurtóku þar með leikinn frá því á þriðjudaginn þegar liðið vann einnig stórsigur gegn Íslandi með því að stinga af í seinni hálfleik. Munurinn varð mestur ellefu mörk. Annika Lott sækir að marki Sviss í sigri Þýskalands í dag.Getty/Andrea Kareth Sviss, sem vann Ísland naumlega í tvígang í vináttulandsleikjum á heimavelli helgina fyrir EM, er því enn án stiga en Þýskaland nú með tvö stig. Alexia Hauf var markahæst Þýskalands með sex mörk og þær Alina Grijseels og Xenia Smits skoruðu fimm mörk hvor. Hjá Sviss var Tabea Schmid markahæst með átta mörk. Svíar keyrðu yfir Pólverja í seinni hálfleik Svíar unnu svo aðra fyrrverandi mótherja Íslands, úr vináttulandsleikjum á Íslandi í lok október sem Ísland vann, eða lið Póllands, 33-25. Svíar höfðu yfirhöndina allan tímann en munurinn var aðeins tvö mörk í hálfleik, 17-15. Svíþjóð komst svo í 21-16 og Pólverjum tókst aldrei að hleypa spennu í leikinn eftir það. A solid 𝐒𝐰𝐞𝐝𝐞𝐧 perfect in defending, stealing and running 👏#ehfeuro2024 #catchthespirit pic.twitter.com/vHL17wtDlf— EHF EURO (@EHFEURO) December 5, 2024 Jamina Roberts var valin maður leiksins en hún skoraði sex mörk fyrir Svía og Nathalie Hagman níu mörk. Hjá Póllandi var Aleksandra Olek markahæst með sex mörk. Stórleikur í kvöld Stórleikur er á dagskrá í milliriðli tvö í kvöld þegar Þórir Hergeirsson stýrir Noregi gegn Danmörku, en áður mætast Holland og Slóvenía. Í milliriðli eitt mætast Frakkland og Rúmenía, og Ungverjaland og Svartfjallaland. Þar heldur keppni svo áfram strax á morgun þegar Svíar mæta Rúmeníu, Frakkar mæta Svartfellingum og Ungverjar mæta Pólverjum.
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Sjá meira