Hæstu raunvextir síðan í hruninu Stefán Ólafsson skrifar 5. desember 2024 17:01 Verkalýðshreyfingin gerði kjarasamninga sl. vor sem höfðu það markmið að ná fram þjóðarátaki til lækkunar verðbólgu og vaxta, með hóflegum launahækkunum til fjögurra ára. Það var framlag launafólks til stöðugleikans. Verðbólgan hefur lækkað þokkalega en raunvextir flestra íbúðarlána eru enn að hækka þrátt fyrir smá lækkun stýrivaxta Seðlabankans. Raunvextir eru nafnvextir að frádreginni verðbólgu. Myndin sýnir þróun meðaltals raunvaxta frá janúar 2009 til ágústs 2024, samkvæmt gögnum Seðlabankans. Á sama tíma og verðbólgan hefur lækkað úr um 10% niður í 4,8% þá hafa raunvextir stórlega hækkað og eru sem sagt í methæðum, þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi nú tekið tvö hænuskref til lækkunar stýrivaxta (nafnvaxta). Raunvextir voru heldur hærri í rústum hrunsins í byrjun ársins 2009 (6-7%), en voru svo komnir niður í 4% strax í ágúst sama ár og lækkuðu hratt áfram til 2011. Greiningardeildir bankanna spá nú háum raunvöxtur áfram, langt frameftir næsta ári. Það hljómar vel í bönkunum, enda skila vaxtatekjur bankanna stærstum hluta tekna þeirra. Stjórnendur bankanna fá síðan kaupauka vegna mikils hagnaðar bankanna. Frá því í ágúst á þessu ári hafa raunvextir reyndar hækkað enn meira en myndin sýnir. Þetta vita þau sem eru með íbúðalán. Íslandsbanki og Arion banki bjóða nú t.d. verðtryggð íbúðalán á um 5% raunvöxtum. Almennilegt húsnæðislánakerfi ætti ekki að vera með meira en 1,5 – 2,5% raunvexti á langtímalánum með tryggum veðum. Við erum að skríða í um 5%. Það fólk sem hefur verið á föstum vöxtum síðan 2020-2021er flest að færast á mun hærri vexti. Hátt í 60% skuldugra heimila eru nú með verðtryggð lán og þau eru öll að fá á sig hækkun raunvaxta, með hærri greiðslubyrði. Lækkun verðbólgunnar bætir þó eignamyndunina hjá þeim. Þetta er framlag fjármálakerfisins til þjóðarátaksins um lækkun verðbólgu og vaxta! Mér datt í hug að þið vilduð vita af þessu... Stefán Ólafsson er prófessor emeritus við HÍ og starfar hjá Eflingu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Stefán Ólafsson Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Verkalýðshreyfingin gerði kjarasamninga sl. vor sem höfðu það markmið að ná fram þjóðarátaki til lækkunar verðbólgu og vaxta, með hóflegum launahækkunum til fjögurra ára. Það var framlag launafólks til stöðugleikans. Verðbólgan hefur lækkað þokkalega en raunvextir flestra íbúðarlána eru enn að hækka þrátt fyrir smá lækkun stýrivaxta Seðlabankans. Raunvextir eru nafnvextir að frádreginni verðbólgu. Myndin sýnir þróun meðaltals raunvaxta frá janúar 2009 til ágústs 2024, samkvæmt gögnum Seðlabankans. Á sama tíma og verðbólgan hefur lækkað úr um 10% niður í 4,8% þá hafa raunvextir stórlega hækkað og eru sem sagt í methæðum, þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi nú tekið tvö hænuskref til lækkunar stýrivaxta (nafnvaxta). Raunvextir voru heldur hærri í rústum hrunsins í byrjun ársins 2009 (6-7%), en voru svo komnir niður í 4% strax í ágúst sama ár og lækkuðu hratt áfram til 2011. Greiningardeildir bankanna spá nú háum raunvöxtur áfram, langt frameftir næsta ári. Það hljómar vel í bönkunum, enda skila vaxtatekjur bankanna stærstum hluta tekna þeirra. Stjórnendur bankanna fá síðan kaupauka vegna mikils hagnaðar bankanna. Frá því í ágúst á þessu ári hafa raunvextir reyndar hækkað enn meira en myndin sýnir. Þetta vita þau sem eru með íbúðalán. Íslandsbanki og Arion banki bjóða nú t.d. verðtryggð íbúðalán á um 5% raunvöxtum. Almennilegt húsnæðislánakerfi ætti ekki að vera með meira en 1,5 – 2,5% raunvexti á langtímalánum með tryggum veðum. Við erum að skríða í um 5%. Það fólk sem hefur verið á föstum vöxtum síðan 2020-2021er flest að færast á mun hærri vexti. Hátt í 60% skuldugra heimila eru nú með verðtryggð lán og þau eru öll að fá á sig hækkun raunvaxta, með hærri greiðslubyrði. Lækkun verðbólgunnar bætir þó eignamyndunina hjá þeim. Þetta er framlag fjármálakerfisins til þjóðarátaksins um lækkun verðbólgu og vaxta! Mér datt í hug að þið vilduð vita af þessu... Stefán Ólafsson er prófessor emeritus við HÍ og starfar hjá Eflingu
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun