Námslán og ný ríkisstjórn Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 6. desember 2024 11:33 Í aðdraganda nýafstaðinna Alþingiskosninga sendi BHM fjórar spurningar til stjórnmálaflokka um málefni námslánakerfisins. Svör bárust frá átta flokkum, meðal þeirra voru þeir þrír flokkar sem hyggjast nú láta reyna á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Nú er spurningin; mun ný ríkisstjórn taka á vanda námslánakerfisins? Ný ríkisstjórn endurskoði kerfið með BHM og LÍS BHM og LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta, hafa undanfarið bent stjórnvöldum á ýmsa alvarlega ágalla á námslánakerfinu, eftir að Lánasjóður íslenskra námsmanna var lagður niður og ný lög um Menntasjóð námsmanna voru sett. Alvarlegustu gallarnir varða mun hærri vaxtabyrði en í gamla kerfinu og önnur óaðgengileg lánaskilyrði. Afleiðingarnar hafa þegar komið í ljós; mun færri stúdentar nýta sér námslánakerfið eftir breytinguna og íslenskir námsmenn halda áfram að setja heimsmet í atvinnuþátttöku. Niðurfellingin á hluta höfuðstóls lána, sem átti að vega á móti hærri vöxtum í nýju kerfi, hefur ekki hraðað námsframvindu eins og til stóð. Eitt af þeim mikilvægu verkefnum sem bíður nýrrar ríkisstjórnar er að ljúka endurskoðun á lögum um Menntasjóð námsmanna. BHM og LÍS þurfa að vera virkir þátttakendur í þeirri vinnu. Ein mánaðarlaun í afborganir og sum greiða til dauðadags Háskólamenntað fólk á vinnumarkaði, sem tók sín námslán í gamla kerfinu, er langþreytt á skeytingarleysi stjórnvalda hvað varðar greiðslubyrði námslána. Algengt er að árlega greiði lántaki sem nemur einum mánaðarlaunum í afborganir og vexti. Dæmi eru um enn hærra greiðsluhlutfall lána af árslaunum og þá sérstaklega hjá langskólagengnum í heilbrigðiskerfi og háskólum. Mörg greiða af námslánum langt fram á eftirlaunaaldur og allt til dauðadags. Orsök þessarar þungu greiðslubyrði er ekki hvað síst sú að námslán frá LÍN fengu ekki þá „leiðréttingu“ sem önnur verðtryggð lán fengu í kjölfar bankahrunsins 2007.Í aðdraganda kjaraviðræðna sl. vor viðurkenndu stjórnvöld mikilvægi þess að takast á við að leiðrétta þessa þungu greiðslubyrði og undirrituðu yfirlýsingu um að stofna starfshóp með BHM. Honum er ætlað að finna lausn á því ójafnræði sem ríkir í kerfinu. Enn hefur þessum starfshópi ekki verið komið á, þrátt fyrir þrýsting frá BHM. Nú er að efna loforðin Í samtölum BHM við frambjóðendur til Alþingis var spurt um sýn flokkanna varðandi vanda námslánakerfisins, um seinaganginn við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna og hvernig flokkarnir hyggðust koma til móts við kröfur um léttari greiðslubyrði. Það er gagnlegt að skoða svör þeirra þriggja flokka sem nú ræða möguleikann á myndun nýrrar ríkisstjórnar, Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Inntak þeirra er eftirfarandi: Flokkur fólksins telur að vextir námslána þurfi að lækka og styður endurskoðun greiðslufyrirkomulags LÍN-lánanna, auk þess sem flokkurinn vill afnema verðtryggingu námslána. Samfylkingin telur háa breytilega vexti og þunga greiðslubyrði námslána vera ágalla á kerfinu og viðurkennir að endurgreiðslubyrði LÍN-lánanna sé íþyngjandi. Þá vill flokkurinn að námslánakerfið gegni félagslegu framfærsluhlutverki sínu með fullnægjandi hætti. Viðreisn vill efla styrkja- og lágvaxtalánakerfi námslána. Flokkurinn vill draga úr vægi lána og auka hlut styrkja, ásamt því að endurskoða grunnframfæslu námsmanna og greiðslukjör lánanna, með áherslu á jöfn tækifæri til háskólanáms, óháð efnahag og búsetu. Það er ánægjulegt að sjá þennan einhug hjá flokkunum um mikilvægi þess að breyta þurfi núverandi námslánakerfi. Og þó svörin varðandi ósanngjarna endurgreiðslubyrði LÍN-lánanna séu ekki jafn afdráttarlaus, sýndu frambjóðendurnir sem mættu til samtalsins skilning á mikilvægi þess að þau mál þyrfti að taka til gaumgæfilegrar skoðunar. Skýr skilaboð til stjórnvalda Grunnstoðir velferðarsamfélaga byggja á menntun, háskólamenntun og iðn- og tæknimenntun. Það er verkefni stjórnvalda að tryggja gæði menntunar og jafnt aðgengi óháð efnahag. BHM treystir því að fulltrúar þeirra þriggja flokka sem nú sitja við stjórnarmyndunarborðið standi við gefin fyrirheit, og takist ætlunarverk þeirra, að mynda ríkisstjórn, þá verði í stjórnarsáttmála kveðið skýrt á um breytingar á núverandi námslánakerfi, greiðslubyrði verði sanngjarnari, horft verði til blöndu af vaxtaniðurgreiðslu og styrkjafyrirkomulags og að ungu fólki verði sannarlega tryggt jafnt aðgengi að æðri menntun óháð efnahag. Höfundur er formaður BHM Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Námslán Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Í aðdraganda nýafstaðinna Alþingiskosninga sendi BHM fjórar spurningar til stjórnmálaflokka um málefni námslánakerfisins. Svör bárust frá átta flokkum, meðal þeirra voru þeir þrír flokkar sem hyggjast nú láta reyna á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Nú er spurningin; mun ný ríkisstjórn taka á vanda námslánakerfisins? Ný ríkisstjórn endurskoði kerfið með BHM og LÍS BHM og LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta, hafa undanfarið bent stjórnvöldum á ýmsa alvarlega ágalla á námslánakerfinu, eftir að Lánasjóður íslenskra námsmanna var lagður niður og ný lög um Menntasjóð námsmanna voru sett. Alvarlegustu gallarnir varða mun hærri vaxtabyrði en í gamla kerfinu og önnur óaðgengileg lánaskilyrði. Afleiðingarnar hafa þegar komið í ljós; mun færri stúdentar nýta sér námslánakerfið eftir breytinguna og íslenskir námsmenn halda áfram að setja heimsmet í atvinnuþátttöku. Niðurfellingin á hluta höfuðstóls lána, sem átti að vega á móti hærri vöxtum í nýju kerfi, hefur ekki hraðað námsframvindu eins og til stóð. Eitt af þeim mikilvægu verkefnum sem bíður nýrrar ríkisstjórnar er að ljúka endurskoðun á lögum um Menntasjóð námsmanna. BHM og LÍS þurfa að vera virkir þátttakendur í þeirri vinnu. Ein mánaðarlaun í afborganir og sum greiða til dauðadags Háskólamenntað fólk á vinnumarkaði, sem tók sín námslán í gamla kerfinu, er langþreytt á skeytingarleysi stjórnvalda hvað varðar greiðslubyrði námslána. Algengt er að árlega greiði lántaki sem nemur einum mánaðarlaunum í afborganir og vexti. Dæmi eru um enn hærra greiðsluhlutfall lána af árslaunum og þá sérstaklega hjá langskólagengnum í heilbrigðiskerfi og háskólum. Mörg greiða af námslánum langt fram á eftirlaunaaldur og allt til dauðadags. Orsök þessarar þungu greiðslubyrði er ekki hvað síst sú að námslán frá LÍN fengu ekki þá „leiðréttingu“ sem önnur verðtryggð lán fengu í kjölfar bankahrunsins 2007.Í aðdraganda kjaraviðræðna sl. vor viðurkenndu stjórnvöld mikilvægi þess að takast á við að leiðrétta þessa þungu greiðslubyrði og undirrituðu yfirlýsingu um að stofna starfshóp með BHM. Honum er ætlað að finna lausn á því ójafnræði sem ríkir í kerfinu. Enn hefur þessum starfshópi ekki verið komið á, þrátt fyrir þrýsting frá BHM. Nú er að efna loforðin Í samtölum BHM við frambjóðendur til Alþingis var spurt um sýn flokkanna varðandi vanda námslánakerfisins, um seinaganginn við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna og hvernig flokkarnir hyggðust koma til móts við kröfur um léttari greiðslubyrði. Það er gagnlegt að skoða svör þeirra þriggja flokka sem nú ræða möguleikann á myndun nýrrar ríkisstjórnar, Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Inntak þeirra er eftirfarandi: Flokkur fólksins telur að vextir námslána þurfi að lækka og styður endurskoðun greiðslufyrirkomulags LÍN-lánanna, auk þess sem flokkurinn vill afnema verðtryggingu námslána. Samfylkingin telur háa breytilega vexti og þunga greiðslubyrði námslána vera ágalla á kerfinu og viðurkennir að endurgreiðslubyrði LÍN-lánanna sé íþyngjandi. Þá vill flokkurinn að námslánakerfið gegni félagslegu framfærsluhlutverki sínu með fullnægjandi hætti. Viðreisn vill efla styrkja- og lágvaxtalánakerfi námslána. Flokkurinn vill draga úr vægi lána og auka hlut styrkja, ásamt því að endurskoða grunnframfæslu námsmanna og greiðslukjör lánanna, með áherslu á jöfn tækifæri til háskólanáms, óháð efnahag og búsetu. Það er ánægjulegt að sjá þennan einhug hjá flokkunum um mikilvægi þess að breyta þurfi núverandi námslánakerfi. Og þó svörin varðandi ósanngjarna endurgreiðslubyrði LÍN-lánanna séu ekki jafn afdráttarlaus, sýndu frambjóðendurnir sem mættu til samtalsins skilning á mikilvægi þess að þau mál þyrfti að taka til gaumgæfilegrar skoðunar. Skýr skilaboð til stjórnvalda Grunnstoðir velferðarsamfélaga byggja á menntun, háskólamenntun og iðn- og tæknimenntun. Það er verkefni stjórnvalda að tryggja gæði menntunar og jafnt aðgengi óháð efnahag. BHM treystir því að fulltrúar þeirra þriggja flokka sem nú sitja við stjórnarmyndunarborðið standi við gefin fyrirheit, og takist ætlunarverk þeirra, að mynda ríkisstjórn, þá verði í stjórnarsáttmála kveðið skýrt á um breytingar á núverandi námslánakerfi, greiðslubyrði verði sanngjarnari, horft verði til blöndu af vaxtaniðurgreiðslu og styrkjafyrirkomulags og að ungu fólki verði sannarlega tryggt jafnt aðgengi að æðri menntun óháð efnahag. Höfundur er formaður BHM
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun