Hvernig líður fólkinu í landinu? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar 7. desember 2024 09:31 Um leið og ég þakka þeim sem sýndu hugrekki og þor í verki með því að kjósa Lýðræðisflokkinn í nýafstöðnum kosningum vil ég einnig þakka öllum þeim sem hafa haft samband við okkur eftir kosningarnar fyrir hvatninguna til að halda áfram þeirri nauðsynlegu vinnu sem hafin er. Við sem stöndum í stafni fyrir hinn nýstofnaða Lýðræðisflokk gerðum okkur fyllilega grein fyrir því snúna og krefjandi verkefni sem framundan var fyrir okkur. Kosningarnar bar brátt að en okkur tókst á mettíma að kalla til hugrakkt og framsækið fólk í öllum kjördæmum, fólk sem elskar land og þjóð og vill standa vörð um farsæld þjóðarinnar og sjá jákvæðar breytingar í samfélaginu. Tíminn var of naumur en verkið er hafið og því verður haldið áfram. Brýnustu verkefni fyrir komandi ríkisstjórn er að vinna saman að farsælum lausnum þjóðinni til heilla. Hverjar eru þarfir þjóðarinnar? Hvað þarf til að bæta hag almennings? Hvernig líður fólkinu í landinu? Hvað þarf að gera til að fyrirtæki og einkaaðilar geti haldið áfram að byggja upp sína starfsemi? Hvernig ætla þingmenn að þjónusta almenning í landinu? Lausnir að þeim vanda sem nú steðjar að er að finna í samtölum, gagnrýnum spurningum og fjölbreyttum niðurstöðum. Þeir 63 þingmenn sem sitja munu á þingi á komandi kjörtímabili verða fyrst og fremst að þjóna þjóðinni með áherslur á þau gildi sem flokkur þeirra stendur fyrir. Nú reynir á hversu lausnamiðaðir kjörnir fulltrúar þjóðarinnar eru og hvernig þeim mun ganga að efna þau fjölmörgu loforð sem sett voru fram í aðdraganda kosninganna. Við í Lýðræðisflokknum munum halda þingmönnum að verki og minna þau reglulega á fyrir hvern þau eru að vinna. Minnkuð samvera, vaxandi trúleysi Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á einbeitingu barna, þolinmæði og þrautseigju. Ekki er einfalt að finna hver orsökin er því eflaust er mörgu um að kenna. Það sem er að öllum líkindum mesta breytan er aukin viðvera í snjalltækjum og því minnkuð samvera fjölskyldna og vina. Við þurfum öll að setja skýrar línu og mörk þegar kemur að þessum tækjum og þeim ósið að eyða dýrmætum stundum í þeim. Við í Lýðræðisflokknum erum ekki hlynnt boðum og bönnum sem koma frá stofnunum eða ríkinu því við viljum umræðu og vangaveltur frá borgurum landsins. Hvaða leiðir viljum við sjá sem henta bæði börnum og fullorðnum? Hversu lengi viljum við sofa á verðinum? Hvað viljum við gera til að snúa þessari þróun við? Hvað viljum við gera til að börnum okkar, unglingum, öryrkjum og öðrum sem minna mega sín líði betur á Íslandi? Þau svör eru hjá hverju og einu okkar og því þurfum við að tala saman innan fjölskyldna okkar, í skólanum, í vinnunni og heitu pottunum. Lausnin er hjá okkur, lausnin er í hjarta okkar. Í draumaheimi ætti að ræða hvert einasta brýna þjóðmál innan veggja heimilanna og á vinnustöðum til að við myndum setja okkur öll betur inn í málin til að vega og meta hvað við viljum sjálf fyrir okkur og börnin okkar. Hinn raunverulegi valdhafi í landinu ert þú. Ekki foreldrar þínir, maki þinn, vinnuveitandi, félagi og allra síst þingmenn, ráðuneyti eða ríkistjórn Íslands. Í lýðræðislegu samfélagi mátt þú og átt að tjá þína skoðun, þér ber skylda að standa vörð um gildi þín, trú og sannfæringu. Þú ert með vald til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Talaðu út frá þinni sannfæringu. Hafðu jákvæð áhrif á samferðafólk þitt og nærumhverfi. Það sem er áberandi í þjóðfélagi okkar og fer því miður vaxandi er trúleysi, minni samkennd, meiri einmanaleiki og aukin vanlíðan. Þessu þarf að snúa við og það er gert með opnum spurningum, samtölum, fræðslu og aukinni samveru. Við þráum öll að vera séð, heyrð og elskuð. Gefum okkur því tíma til að sinna ástvinum okkar og þeim sem minna mega sín. Besta leiðin til þess er að efla tengingu okkar við Guð og guðsneistann innra með okkur. Að þjálfa okkur í að sjá ljósið í öðrum, sjá Guð að verki í öðrum. Við megum ekki gleyma okkur í að horfa bara á hylkið þ.e. líkamanna og persónuleikann. Leyfum ljósi okkar að skína skært. Höfundur er kennari og einn af stofnendum Lýðræðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Um leið og ég þakka þeim sem sýndu hugrekki og þor í verki með því að kjósa Lýðræðisflokkinn í nýafstöðnum kosningum vil ég einnig þakka öllum þeim sem hafa haft samband við okkur eftir kosningarnar fyrir hvatninguna til að halda áfram þeirri nauðsynlegu vinnu sem hafin er. Við sem stöndum í stafni fyrir hinn nýstofnaða Lýðræðisflokk gerðum okkur fyllilega grein fyrir því snúna og krefjandi verkefni sem framundan var fyrir okkur. Kosningarnar bar brátt að en okkur tókst á mettíma að kalla til hugrakkt og framsækið fólk í öllum kjördæmum, fólk sem elskar land og þjóð og vill standa vörð um farsæld þjóðarinnar og sjá jákvæðar breytingar í samfélaginu. Tíminn var of naumur en verkið er hafið og því verður haldið áfram. Brýnustu verkefni fyrir komandi ríkisstjórn er að vinna saman að farsælum lausnum þjóðinni til heilla. Hverjar eru þarfir þjóðarinnar? Hvað þarf til að bæta hag almennings? Hvernig líður fólkinu í landinu? Hvað þarf að gera til að fyrirtæki og einkaaðilar geti haldið áfram að byggja upp sína starfsemi? Hvernig ætla þingmenn að þjónusta almenning í landinu? Lausnir að þeim vanda sem nú steðjar að er að finna í samtölum, gagnrýnum spurningum og fjölbreyttum niðurstöðum. Þeir 63 þingmenn sem sitja munu á þingi á komandi kjörtímabili verða fyrst og fremst að þjóna þjóðinni með áherslur á þau gildi sem flokkur þeirra stendur fyrir. Nú reynir á hversu lausnamiðaðir kjörnir fulltrúar þjóðarinnar eru og hvernig þeim mun ganga að efna þau fjölmörgu loforð sem sett voru fram í aðdraganda kosninganna. Við í Lýðræðisflokknum munum halda þingmönnum að verki og minna þau reglulega á fyrir hvern þau eru að vinna. Minnkuð samvera, vaxandi trúleysi Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á einbeitingu barna, þolinmæði og þrautseigju. Ekki er einfalt að finna hver orsökin er því eflaust er mörgu um að kenna. Það sem er að öllum líkindum mesta breytan er aukin viðvera í snjalltækjum og því minnkuð samvera fjölskyldna og vina. Við þurfum öll að setja skýrar línu og mörk þegar kemur að þessum tækjum og þeim ósið að eyða dýrmætum stundum í þeim. Við í Lýðræðisflokknum erum ekki hlynnt boðum og bönnum sem koma frá stofnunum eða ríkinu því við viljum umræðu og vangaveltur frá borgurum landsins. Hvaða leiðir viljum við sjá sem henta bæði börnum og fullorðnum? Hversu lengi viljum við sofa á verðinum? Hvað viljum við gera til að snúa þessari þróun við? Hvað viljum við gera til að börnum okkar, unglingum, öryrkjum og öðrum sem minna mega sín líði betur á Íslandi? Þau svör eru hjá hverju og einu okkar og því þurfum við að tala saman innan fjölskyldna okkar, í skólanum, í vinnunni og heitu pottunum. Lausnin er hjá okkur, lausnin er í hjarta okkar. Í draumaheimi ætti að ræða hvert einasta brýna þjóðmál innan veggja heimilanna og á vinnustöðum til að við myndum setja okkur öll betur inn í málin til að vega og meta hvað við viljum sjálf fyrir okkur og börnin okkar. Hinn raunverulegi valdhafi í landinu ert þú. Ekki foreldrar þínir, maki þinn, vinnuveitandi, félagi og allra síst þingmenn, ráðuneyti eða ríkistjórn Íslands. Í lýðræðislegu samfélagi mátt þú og átt að tjá þína skoðun, þér ber skylda að standa vörð um gildi þín, trú og sannfæringu. Þú ert með vald til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Talaðu út frá þinni sannfæringu. Hafðu jákvæð áhrif á samferðafólk þitt og nærumhverfi. Það sem er áberandi í þjóðfélagi okkar og fer því miður vaxandi er trúleysi, minni samkennd, meiri einmanaleiki og aukin vanlíðan. Þessu þarf að snúa við og það er gert með opnum spurningum, samtölum, fræðslu og aukinni samveru. Við þráum öll að vera séð, heyrð og elskuð. Gefum okkur því tíma til að sinna ástvinum okkar og þeim sem minna mega sín. Besta leiðin til þess er að efla tengingu okkar við Guð og guðsneistann innra með okkur. Að þjálfa okkur í að sjá ljósið í öðrum, sjá Guð að verki í öðrum. Við megum ekki gleyma okkur í að horfa bara á hylkið þ.e. líkamanna og persónuleikann. Leyfum ljósi okkar að skína skært. Höfundur er kennari og einn af stofnendum Lýðræðisflokksins.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun