Hvernig líður fólkinu í landinu? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar 7. desember 2024 09:31 Um leið og ég þakka þeim sem sýndu hugrekki og þor í verki með því að kjósa Lýðræðisflokkinn í nýafstöðnum kosningum vil ég einnig þakka öllum þeim sem hafa haft samband við okkur eftir kosningarnar fyrir hvatninguna til að halda áfram þeirri nauðsynlegu vinnu sem hafin er. Við sem stöndum í stafni fyrir hinn nýstofnaða Lýðræðisflokk gerðum okkur fyllilega grein fyrir því snúna og krefjandi verkefni sem framundan var fyrir okkur. Kosningarnar bar brátt að en okkur tókst á mettíma að kalla til hugrakkt og framsækið fólk í öllum kjördæmum, fólk sem elskar land og þjóð og vill standa vörð um farsæld þjóðarinnar og sjá jákvæðar breytingar í samfélaginu. Tíminn var of naumur en verkið er hafið og því verður haldið áfram. Brýnustu verkefni fyrir komandi ríkisstjórn er að vinna saman að farsælum lausnum þjóðinni til heilla. Hverjar eru þarfir þjóðarinnar? Hvað þarf til að bæta hag almennings? Hvernig líður fólkinu í landinu? Hvað þarf að gera til að fyrirtæki og einkaaðilar geti haldið áfram að byggja upp sína starfsemi? Hvernig ætla þingmenn að þjónusta almenning í landinu? Lausnir að þeim vanda sem nú steðjar að er að finna í samtölum, gagnrýnum spurningum og fjölbreyttum niðurstöðum. Þeir 63 þingmenn sem sitja munu á þingi á komandi kjörtímabili verða fyrst og fremst að þjóna þjóðinni með áherslur á þau gildi sem flokkur þeirra stendur fyrir. Nú reynir á hversu lausnamiðaðir kjörnir fulltrúar þjóðarinnar eru og hvernig þeim mun ganga að efna þau fjölmörgu loforð sem sett voru fram í aðdraganda kosninganna. Við í Lýðræðisflokknum munum halda þingmönnum að verki og minna þau reglulega á fyrir hvern þau eru að vinna. Minnkuð samvera, vaxandi trúleysi Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á einbeitingu barna, þolinmæði og þrautseigju. Ekki er einfalt að finna hver orsökin er því eflaust er mörgu um að kenna. Það sem er að öllum líkindum mesta breytan er aukin viðvera í snjalltækjum og því minnkuð samvera fjölskyldna og vina. Við þurfum öll að setja skýrar línu og mörk þegar kemur að þessum tækjum og þeim ósið að eyða dýrmætum stundum í þeim. Við í Lýðræðisflokknum erum ekki hlynnt boðum og bönnum sem koma frá stofnunum eða ríkinu því við viljum umræðu og vangaveltur frá borgurum landsins. Hvaða leiðir viljum við sjá sem henta bæði börnum og fullorðnum? Hversu lengi viljum við sofa á verðinum? Hvað viljum við gera til að snúa þessari þróun við? Hvað viljum við gera til að börnum okkar, unglingum, öryrkjum og öðrum sem minna mega sín líði betur á Íslandi? Þau svör eru hjá hverju og einu okkar og því þurfum við að tala saman innan fjölskyldna okkar, í skólanum, í vinnunni og heitu pottunum. Lausnin er hjá okkur, lausnin er í hjarta okkar. Í draumaheimi ætti að ræða hvert einasta brýna þjóðmál innan veggja heimilanna og á vinnustöðum til að við myndum setja okkur öll betur inn í málin til að vega og meta hvað við viljum sjálf fyrir okkur og börnin okkar. Hinn raunverulegi valdhafi í landinu ert þú. Ekki foreldrar þínir, maki þinn, vinnuveitandi, félagi og allra síst þingmenn, ráðuneyti eða ríkistjórn Íslands. Í lýðræðislegu samfélagi mátt þú og átt að tjá þína skoðun, þér ber skylda að standa vörð um gildi þín, trú og sannfæringu. Þú ert með vald til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Talaðu út frá þinni sannfæringu. Hafðu jákvæð áhrif á samferðafólk þitt og nærumhverfi. Það sem er áberandi í þjóðfélagi okkar og fer því miður vaxandi er trúleysi, minni samkennd, meiri einmanaleiki og aukin vanlíðan. Þessu þarf að snúa við og það er gert með opnum spurningum, samtölum, fræðslu og aukinni samveru. Við þráum öll að vera séð, heyrð og elskuð. Gefum okkur því tíma til að sinna ástvinum okkar og þeim sem minna mega sín. Besta leiðin til þess er að efla tengingu okkar við Guð og guðsneistann innra með okkur. Að þjálfa okkur í að sjá ljósið í öðrum, sjá Guð að verki í öðrum. Við megum ekki gleyma okkur í að horfa bara á hylkið þ.e. líkamanna og persónuleikann. Leyfum ljósi okkar að skína skært. Höfundur er kennari og einn af stofnendum Lýðræðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Um leið og ég þakka þeim sem sýndu hugrekki og þor í verki með því að kjósa Lýðræðisflokkinn í nýafstöðnum kosningum vil ég einnig þakka öllum þeim sem hafa haft samband við okkur eftir kosningarnar fyrir hvatninguna til að halda áfram þeirri nauðsynlegu vinnu sem hafin er. Við sem stöndum í stafni fyrir hinn nýstofnaða Lýðræðisflokk gerðum okkur fyllilega grein fyrir því snúna og krefjandi verkefni sem framundan var fyrir okkur. Kosningarnar bar brátt að en okkur tókst á mettíma að kalla til hugrakkt og framsækið fólk í öllum kjördæmum, fólk sem elskar land og þjóð og vill standa vörð um farsæld þjóðarinnar og sjá jákvæðar breytingar í samfélaginu. Tíminn var of naumur en verkið er hafið og því verður haldið áfram. Brýnustu verkefni fyrir komandi ríkisstjórn er að vinna saman að farsælum lausnum þjóðinni til heilla. Hverjar eru þarfir þjóðarinnar? Hvað þarf til að bæta hag almennings? Hvernig líður fólkinu í landinu? Hvað þarf að gera til að fyrirtæki og einkaaðilar geti haldið áfram að byggja upp sína starfsemi? Hvernig ætla þingmenn að þjónusta almenning í landinu? Lausnir að þeim vanda sem nú steðjar að er að finna í samtölum, gagnrýnum spurningum og fjölbreyttum niðurstöðum. Þeir 63 þingmenn sem sitja munu á þingi á komandi kjörtímabili verða fyrst og fremst að þjóna þjóðinni með áherslur á þau gildi sem flokkur þeirra stendur fyrir. Nú reynir á hversu lausnamiðaðir kjörnir fulltrúar þjóðarinnar eru og hvernig þeim mun ganga að efna þau fjölmörgu loforð sem sett voru fram í aðdraganda kosninganna. Við í Lýðræðisflokknum munum halda þingmönnum að verki og minna þau reglulega á fyrir hvern þau eru að vinna. Minnkuð samvera, vaxandi trúleysi Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á einbeitingu barna, þolinmæði og þrautseigju. Ekki er einfalt að finna hver orsökin er því eflaust er mörgu um að kenna. Það sem er að öllum líkindum mesta breytan er aukin viðvera í snjalltækjum og því minnkuð samvera fjölskyldna og vina. Við þurfum öll að setja skýrar línu og mörk þegar kemur að þessum tækjum og þeim ósið að eyða dýrmætum stundum í þeim. Við í Lýðræðisflokknum erum ekki hlynnt boðum og bönnum sem koma frá stofnunum eða ríkinu því við viljum umræðu og vangaveltur frá borgurum landsins. Hvaða leiðir viljum við sjá sem henta bæði börnum og fullorðnum? Hversu lengi viljum við sofa á verðinum? Hvað viljum við gera til að snúa þessari þróun við? Hvað viljum við gera til að börnum okkar, unglingum, öryrkjum og öðrum sem minna mega sín líði betur á Íslandi? Þau svör eru hjá hverju og einu okkar og því þurfum við að tala saman innan fjölskyldna okkar, í skólanum, í vinnunni og heitu pottunum. Lausnin er hjá okkur, lausnin er í hjarta okkar. Í draumaheimi ætti að ræða hvert einasta brýna þjóðmál innan veggja heimilanna og á vinnustöðum til að við myndum setja okkur öll betur inn í málin til að vega og meta hvað við viljum sjálf fyrir okkur og börnin okkar. Hinn raunverulegi valdhafi í landinu ert þú. Ekki foreldrar þínir, maki þinn, vinnuveitandi, félagi og allra síst þingmenn, ráðuneyti eða ríkistjórn Íslands. Í lýðræðislegu samfélagi mátt þú og átt að tjá þína skoðun, þér ber skylda að standa vörð um gildi þín, trú og sannfæringu. Þú ert með vald til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Talaðu út frá þinni sannfæringu. Hafðu jákvæð áhrif á samferðafólk þitt og nærumhverfi. Það sem er áberandi í þjóðfélagi okkar og fer því miður vaxandi er trúleysi, minni samkennd, meiri einmanaleiki og aukin vanlíðan. Þessu þarf að snúa við og það er gert með opnum spurningum, samtölum, fræðslu og aukinni samveru. Við þráum öll að vera séð, heyrð og elskuð. Gefum okkur því tíma til að sinna ástvinum okkar og þeim sem minna mega sín. Besta leiðin til þess er að efla tengingu okkar við Guð og guðsneistann innra með okkur. Að þjálfa okkur í að sjá ljósið í öðrum, sjá Guð að verki í öðrum. Við megum ekki gleyma okkur í að horfa bara á hylkið þ.e. líkamanna og persónuleikann. Leyfum ljósi okkar að skína skært. Höfundur er kennari og einn af stofnendum Lýðræðisflokksins.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun