Innlent

Þyrlan kölluð út vegna á­reksturs austan við Selja­lands­foss

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Þyrlan var kölluð út á fimmta tímanum.
Þyrlan var kölluð út á fimmta tímanum. vísir/vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út núna á fimmta tímanum vegna árekstur tveggja bíla á Suðurlandsvegi, austan við Seljalandsfoss.

Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við Vísi. 

Hann segir þyrluna hafa verið kallaða út með mesta forgangi, sem gefi vísbendingu um að slysið sé alvarlegt, en að öðru leyti hafi hann ekki frekari upplýsingar um fjölda hinna slösuðu. 

Búist sé við því að þyrlan verði komin á slysstað eftir um 20 mínútur. 

„Það er fólk slasað, við göngum út frá því að þetta sé alvarlegt,“ segir Einar Sigurjónsson aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi. Eftir því sem hann komi næst séu þrír í bílunum tveimur sem verði fluttir með þyrlu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×