Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Sindri Sverrisson skrifar 9. desember 2024 08:32 Matej Mandic er markvörður króatíska landsliðsins og RK Zagreb. Getty/Tom Weller Króatíski landsliðsmarkvörðurinn Matej Mandic hefur verið útskrifaður af spítala, eftir að liðsfélagi hans kýldi hann í andlitið, en talið er að Dagur Sigurðsson muni samt ekki geta nýtt krafta hans á HM í handbolta í janúar. Eftir tap gegn Nantes í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku sauð vægast sagt upp úr í búningsklefa króatíska liðsins RK Zagreb, sem Mandic leikur með. Fór svo að liðsfélagi hans, Milos Kos, kýldi Mandic í andlitið eftir að markvörðurinn hafði sett út á frammistöðu hans. Sá þriðji, Zvonomir Srna, réðist þá á Kos. Hinn 22 ára Mandic varð að gangast undir aðgerð vegna sinna meiðsla, og þeir Kos og Srna voru settir í tímabundið agabann en ekki liggur fyrir hve langt það verður eða hvort þeim verður refsað með öðrum hætti. Rannsókn lögreglu stendur enn yfir. Króatíski miðillinn Gol lætur þess getið að Mandic og Kos hafi þekkst um árabil og meira að segja verið í sama bekk í skóla í Ljubuski. Þekkir kinnbeinsbrot og býst við Mandic á HM Mandic var á sínum stað í landsliðshópnum sem Dagur valdi fyrir Ólympíuleikana í París í sumar en nú er eins og fyrr segir útlit fyrir að hann missi af heimsmeistaramótinu í janúar, og það á heimavelli. Króatíski miðillinn 24 Sata fullyrðir að minnsta kosti að útilokað sé að Mandic nái mótinu. Matej Mandic var annar markvarða Króatíu í leiknum við Ísland á EM í byrjun þessa árs, sem Ísland vann.VÍSIR/VILHELM Ivan Cupic, sem lék í tæp tuttugu ár í horninu hjá króatíska landsliðinu, segist hins vegar telja vel mögulegt að Mandic verði með á HM. Takist það eru góðar líkur á að Mandic mæti Íslandi í milliriðli. „Ég held að Mandic gæti náð HM. Ég meiddist svona, þannig að kinnbein brotnaði, í leik, og ég held að það sé nægur tími til stefnu fyrir Mandic til að jafna sig,“ sagði Cupic. „Svona lagað á ekki að eiga sér stað í lífinu, hvað þá í íþróttum. Í þessu tilviki vitum við hver ber sök en ég held að einn daginn muni þeir sættast. Því þeir eru vinir. Við vitum hvaða afleiðingar eru af svona í íþróttum. Vonandi læknar tíminn sárin, og félagið þarf að beina athyglinni að Meistaradeild Evrópu og gleyma þessu máli sem fyrst,“ sagði Cupic. HM karla í handbolta 2025 Handbolti Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Sjá meira
Eftir tap gegn Nantes í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku sauð vægast sagt upp úr í búningsklefa króatíska liðsins RK Zagreb, sem Mandic leikur með. Fór svo að liðsfélagi hans, Milos Kos, kýldi Mandic í andlitið eftir að markvörðurinn hafði sett út á frammistöðu hans. Sá þriðji, Zvonomir Srna, réðist þá á Kos. Hinn 22 ára Mandic varð að gangast undir aðgerð vegna sinna meiðsla, og þeir Kos og Srna voru settir í tímabundið agabann en ekki liggur fyrir hve langt það verður eða hvort þeim verður refsað með öðrum hætti. Rannsókn lögreglu stendur enn yfir. Króatíski miðillinn Gol lætur þess getið að Mandic og Kos hafi þekkst um árabil og meira að segja verið í sama bekk í skóla í Ljubuski. Þekkir kinnbeinsbrot og býst við Mandic á HM Mandic var á sínum stað í landsliðshópnum sem Dagur valdi fyrir Ólympíuleikana í París í sumar en nú er eins og fyrr segir útlit fyrir að hann missi af heimsmeistaramótinu í janúar, og það á heimavelli. Króatíski miðillinn 24 Sata fullyrðir að minnsta kosti að útilokað sé að Mandic nái mótinu. Matej Mandic var annar markvarða Króatíu í leiknum við Ísland á EM í byrjun þessa árs, sem Ísland vann.VÍSIR/VILHELM Ivan Cupic, sem lék í tæp tuttugu ár í horninu hjá króatíska landsliðinu, segist hins vegar telja vel mögulegt að Mandic verði með á HM. Takist það eru góðar líkur á að Mandic mæti Íslandi í milliriðli. „Ég held að Mandic gæti náð HM. Ég meiddist svona, þannig að kinnbein brotnaði, í leik, og ég held að það sé nægur tími til stefnu fyrir Mandic til að jafna sig,“ sagði Cupic. „Svona lagað á ekki að eiga sér stað í lífinu, hvað þá í íþróttum. Í þessu tilviki vitum við hver ber sök en ég held að einn daginn muni þeir sættast. Því þeir eru vinir. Við vitum hvaða afleiðingar eru af svona í íþróttum. Vonandi læknar tíminn sárin, og félagið þarf að beina athyglinni að Meistaradeild Evrópu og gleyma þessu máli sem fyrst,“ sagði Cupic.
HM karla í handbolta 2025 Handbolti Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti