Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. desember 2024 07:05 Maður heldur á tveimur blóðugum snörum sem fundust í Saydnaya-herfangelsinu. Fangelsið hefur verið kallað „sláturhúsið“. AP/Hussein Malla Atburðarásin í Sýrlandi hefur verið hröð eftir að uppreisnarmenn létu til skarar skríða gegn stjórn Bashar al-Assad á dögunum, sem nú er flúinn til Rússlands. Enn ríkir algjör óvissa um framhaldið en erlend ríki keppast að því að tryggja hagsmuni sína. Guardian hefur eftir Syrian Observatory for Human Rights, sem starfar frá Bretlandi, að Ísraelar hafi gert um það bil 250 loftárásir á skotmörk í Sýrlandi frá því að forsetinn flúði land, þar á meðal flugvelli, birgðarstöðvar, radarstöðvar, vopnageymslur og aðra hernaðarinnviði. Þá hafa Ísraelsmenn greint frá því að þeir hafi tekið yfir hlutlaust svæði á Hermon-fjalli, sem hefur verið undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Hafa þeir verið sakaðir um að brjóta gegn friðarsáttmála Ísrael og Sýrlands frá 1974 en þeir segja ráðstöfunina tímabundna. Mynd af Hafez Assad, fyrrverandi forseta og föður Bashar al-Assad, liggur rifin á gólfinu á heimili sonarins í Damaskus eftir að menn fóru ránshendi um húsið.AP/Hussein Malla Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði hins vegar í gær að Golan-hæðir, sem Ísraelar hernámu fyrir nærri 60 árum, yrðu undir þeirra stjórn um ókomna tíð til að tryggja öryggi og sjálfstæði landsins. Bandaríkin og Tyrkland hafa einnig gert árásir á skotmörk í Sýrlandi frá því að stjórnin féll. Árásir Bandaríkjamanna hafa beinst gegn innviðum Ríkis íslam en Tyrkja gegn sveitum Kúrda. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að liðsmenn Ríkis íslam myndu nota þessa óvíssutíma til að ná aftur vopnum sínum í Sýrlandi. Hann fagnaði yfirlýsingum leiðtoga uppreisnarmanna um nýja stjórn allra hlutaðeigandi en sagði framkvæmdina skipta öllu. Assad er flúinn í fang Vladimir Pútín Rússlandsforseta en meðfylgjandi mynd er frá 2017.AP/Mikhail Klimentyev Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir Tyrki ekki ásælast landsvæði innan Sýrlands en að Tyrkir muni á sama tíma ekki sætta sig við að Ríki íslam eða Verkamannaflokkur Kúrda (PKK) njóti ávinnings af stöðunni í Sýrlandi. Rússar og Íranir eru einnig sagðir hafa brugðist fljótt við til að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi en bæði ríkin hafa notað Sýrland sem nokkurs konar miðstöð fyrir áhrif sín og umsvif á svæðinu. Leiðtogar beggja ríkja eru sagðir hafa sett sig í samband við uppreisnarmenn til að viðhalda samstarfinu. Sérfræðingar eru ekki á einu máli um það hvort Rússar fá að halda mikilvægum hernaðarinnviðum sínum, þar á meðal herstöðvum í landinu, en þeir virðast njóta friðhelgi eins og sakir standa, jafnvel þótt Assad hafi verið veitt hæli í Rússlandi. Sýrland Rússland Bandaríkin Tyrkland Hernaður Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Guardian hefur eftir Syrian Observatory for Human Rights, sem starfar frá Bretlandi, að Ísraelar hafi gert um það bil 250 loftárásir á skotmörk í Sýrlandi frá því að forsetinn flúði land, þar á meðal flugvelli, birgðarstöðvar, radarstöðvar, vopnageymslur og aðra hernaðarinnviði. Þá hafa Ísraelsmenn greint frá því að þeir hafi tekið yfir hlutlaust svæði á Hermon-fjalli, sem hefur verið undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Hafa þeir verið sakaðir um að brjóta gegn friðarsáttmála Ísrael og Sýrlands frá 1974 en þeir segja ráðstöfunina tímabundna. Mynd af Hafez Assad, fyrrverandi forseta og föður Bashar al-Assad, liggur rifin á gólfinu á heimili sonarins í Damaskus eftir að menn fóru ránshendi um húsið.AP/Hussein Malla Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði hins vegar í gær að Golan-hæðir, sem Ísraelar hernámu fyrir nærri 60 árum, yrðu undir þeirra stjórn um ókomna tíð til að tryggja öryggi og sjálfstæði landsins. Bandaríkin og Tyrkland hafa einnig gert árásir á skotmörk í Sýrlandi frá því að stjórnin féll. Árásir Bandaríkjamanna hafa beinst gegn innviðum Ríkis íslam en Tyrkja gegn sveitum Kúrda. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að liðsmenn Ríkis íslam myndu nota þessa óvíssutíma til að ná aftur vopnum sínum í Sýrlandi. Hann fagnaði yfirlýsingum leiðtoga uppreisnarmanna um nýja stjórn allra hlutaðeigandi en sagði framkvæmdina skipta öllu. Assad er flúinn í fang Vladimir Pútín Rússlandsforseta en meðfylgjandi mynd er frá 2017.AP/Mikhail Klimentyev Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir Tyrki ekki ásælast landsvæði innan Sýrlands en að Tyrkir muni á sama tíma ekki sætta sig við að Ríki íslam eða Verkamannaflokkur Kúrda (PKK) njóti ávinnings af stöðunni í Sýrlandi. Rússar og Íranir eru einnig sagðir hafa brugðist fljótt við til að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi en bæði ríkin hafa notað Sýrland sem nokkurs konar miðstöð fyrir áhrif sín og umsvif á svæðinu. Leiðtogar beggja ríkja eru sagðir hafa sett sig í samband við uppreisnarmenn til að viðhalda samstarfinu. Sérfræðingar eru ekki á einu máli um það hvort Rússar fá að halda mikilvægum hernaðarinnviðum sínum, þar á meðal herstöðvum í landinu, en þeir virðast njóta friðhelgi eins og sakir standa, jafnvel þótt Assad hafi verið veitt hæli í Rússlandi.
Sýrland Rússland Bandaríkin Tyrkland Hernaður Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira