Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. desember 2024 07:01 Saga IcelandCover á Laugavegi 51 er mjög skemmtileg en fyrirtækið var stofnað af æskufélögunum Sveinbirni Traustasyni og Davíð Erni Ingimarssyni, sem fyrst hittust á leikskóla. IcelandCover leigir úlpur og annan útivistafatnað, gönguskó og útilegubúnað til útlendinga sem sækja Ísland heim. Vísir/Vilhelm Það er gaman að taka spjallið við þá Sveinbjörn Traustason og Davíð Örn Ingimarsson, æskufélaga sem ákváðu að gerast frumkvöðlar og stofna fyrirtæki sem leigir útlendingum úlpur og annan útivistafatnað, gönguskó og útilegubúnað. Enda fæstir útlendingar kunnugir íslenskri veðráttu; Þar sem vindurinn segir oft meira en gráðan á veðurkortinu. Fyrirtækið heitir IcelandCover og er staðsett á Laugavegi 51. Í um 100 fermetra húsnæði enda allt á fljúgandi ferð. „Thank God you are here!“ segja útlendingarnir þegar þeir koma. Enda fæstir þeirra kunnugir íslenskri veðráttu. Þótt saga IcelandCover verði að teljast skemmtileg með eindæmum, er fyrirtækið komið á fljúgandi ferð núna. Þó þannig að eitt verkefni er eftir: „Að koma okkur betur á framfæri. Við vorum alltof feimnir við það alltof lengi að láta ekki vita af okkur innan geirans,“ segir Sveinbjörn alvörugefin. Hvers vegna? „Við vorum svo hræddir um að hugmyndinni yrði stolið!“ segir Davíð og hlær. Í haust stóð KLAK fyrir hraðlinum Startup Tourism, en hann var fyrst haldinn árið 2015 en endurvakin í ár eftir nokkurt hlé í kjölfar Covid. Í dag og á morgun, segir Atvinnulífið frá tveimur dæmum um skemmtilegar nýjungar í íslenskri ferðaþjónustu. Vinir sem urðu viðskipta-vinir Sveinbjörn er alltaf kallaður Sveppi og Davíð kallaður Dabbi. Þeir segja kynninguna í viðtalinu þó mega vera: Sveinbjörn Úlpa Traustason og Davíð Örn Goretex Ingimarsson. Því já, það er húmor í drengjunum, þrítugir kappar sem hittust fyrst á leikskóla, síðan í grunnskóla og urðu bestu vinir á unglingsárunum. „Síðan fórum við frá því að vera vinir yfir í að vera viðskiptavinir,“ segir Sveppi og brosir. En hvernig varð þetta útleigufyrirtæki til og hvers vegna ákváðu æskufélagarnir að fara í bisness saman? „Við eiginlega plötuðum hvorn annan í þetta,“ segir Davíð íbygginn. Málið er að árið 2018 tóku félagarnir rúntinn að Strandakirkju. Davíð var þá á leið í listnám til London og fyrir umsókn í skólann þurfti hann að skila inn smá sýnishorni af stuttmynd. Sveinbjörn valdi allt aðra námsleið; fór í viðskiptafræði í Háskóla Íslands og síðar í meistaranám í hagnýtri tölfræði. „Ég var að leita að kirkju til að taka upp þessa stuttmynd og Sveppi kom með mér. Ég hafði verið að vinna í Bláa lóninu þar sem ég talaði við mjög marga ferðamenn og vissi því til þess að stundum vantaði þessum útlendingum réttan útivistarfatnað til að geta ferðast hérna um,“ segir Davíð og bætir við: „Því oft kemur fólk bara í þunnum úlpum og endar síðan með því að vera að hlaupa inn og út úr rútum eða bílaleigubílum því þeim er of kalt til að standa úti og njóta norðurljósanna.“ „Fólk horfir nefnilega svo mikið bara á gráðuna í veðurspánni en fattar ekki íslenska vindinn,“ segir Sveinbjörn íbygginn. Einhverra hluta vegna, sem félagarnir segjast einfaldlega ekki geta útskýrt, fer Davíð að tala um þá hugmynd að stofna fyrirtæki sem myndi leigja útlendingum úlpur og fatnað sem hentaði íslenskri veðráttu. „Sveppa fannst þetta strax snilldarhugmynd þannig að ég leit á hann og sagði: Já gerum þetta þá!“ segir Davíð en viðurkennir að eflaust hefði hann sjálfur gleymt þessari hugmynd nokkurn veginn strax ef ekki hefði verið að tveimur dögum síðar sendir Sveppi á hann tölvupósti með alls kyns gögnum. „Þá var hann bara allt í einu búinn með flotta SVÓT greiningu fyrir svona fyrirtæki og kominn á þann stað að segja: Já gerum þetta!“ segir Davíð og hlær. Því skal þó haldið til haga að strangt til tekið segjast vinirnir ekki vissir um hvor hafi platað hvern í að fara í reksturinn saman. IcelandCover er komið á gott flug í rekstri en hingað til hafa útlendingar einfaldlega fundið fyrirtækið með gúgglinu einu saman. Mest er leigt af úlpum á veturna, fóðruðum regnkápum á sumrin og í sumar bættust við útileguvörur til útleigu.Vísir/Vilhelm Þvottur í sameign Úr varð þó að þetta sama haust stofnuðu félagarnir fyrirtækið formlega og bjuggu til vefsíðu þar sem þjónustan var tilgreind. „Sem þýddi að við vorum að auglýsa vörur án þess að eiga þær til,“ segir Sveinbjörn og brosir. „Vefsíðan var svo sem ekkert endilega sú fallegasta til að byrja með en við vorum klárir með alla ferla, búnir að undirbúa mjög vel hvernig allt ætti að virka og einfaldlega undirbúnir undir þessa eftirspurn sem við töldum nokkuð vísa,“ segir Sveinbjörn og bætir við: En það sem gerist er að á sama tíma og við vorum undirbúnir undir að taka á móti tugum pantana, bókaði ekki nokkur sála hjá okkur eitt eða neitt. Það gerðist ekkert.“ Vefsíðan var þó þarna en lífið hélt áfram sinn vanagang; Sveppi sinnti sinni vinnu, nýbúinn að kaupa fyrstu íbúðina sína. Davíð í London í listnámi. „Síðan gerist það einhverjum sex mánuðum síðar að þá allt í einu dettur inn pöntun!“ segir Sveppi, augljóslega enn hálf hissa á hvernig það gerðist eiginlega. „Þá var bara einhver útlendingur sem var að gúggla rent clothes Iceland og fann okkur,“ segir Davíð, alveg jafn hissa. Yfir sig ánægðir með fyrstu viðskiptin, voru útivistarfötin sem viðkomandi óskaði eftir keypt og þau keyrð og afhent á hótelið þar sem viðkomandi gisti. „Því sem betur fer var þetta ekki að kosta okkur neitt. Vefsíðan var bara þarna en við vorum ekki að leggja neitt út fyrir reksturinn,“ segir Sveppi. Aftur liðu nokkrir mánuðir. Þrír ef félögunum minnir rétt. Og þá gerist hið sama aftur: Ný pöntun dettur inn. „Smátt og smátt fór tíðnin að aukast og tímabilin á milli pantana að styttast. Við vorum því fljótlega farnir að eiga eitthvað af þessum útivistarfatnaði sem var verið að panta en þetta voru þá helst úlpur sem ég geymdi í stofunni heima hjá mér,“ segir Sveinbjörn og hlær. „Því íbúðin er 50 fermetrar og ég verð að viðurkenna að frúin var ekkert rosalega hrifinn af þessum úlpulager.“ Það sama gilti um nágrannana. „Ég notaði þvottahúsið niðri í sameign til að þvo fötin og það var tvisvar sinnum sem mér beið miði með þeim skilaboðum að þetta væri ekki atvinnuþvottahús,“ segir Sveinbjörn og kímir. Viðskiptin fóru þó að skila sér í auknum mæli. Því um ári eftir stofnun fyrirtækisins voru pantanir farnar að vera um þrjár til fjórar á viku; október, nóvember, janúar og desember…. En þá kom Covid. Fyrstu árin var úlpulagerinn geymdur heima í stofu hjá Sveinbirni, frúnni til mikillar armæðu. Í dag er IcelandCover í 100 fermetra húsnæði, stækkaði við sig í fyrra og til viðbótar við Sveinbjörn og Davíð starfa þar tveir aðrir starfsmenn.Vísir/Vilhelm Klinkið tvöfaldaðist Sumarið sem Covid er að klárast, 2022, var Davíð að klára námið sitt úti í London. „Þá vildi ég stíga inn í og láta á það reyna hvort þetta gæti orðið að einhverju. Sveppi hafði í raun staðið undir þessu meira og minna allan tímann því ég var úti en nú var komið að mér að gera eitthvað.“ Byrjunin var að finna húsnæði. „Ég byrjaði á því að labba Laugaveginn og leita af húsnæði. Ekki til að vera með búð sjálfir heldur að fá inni hjá einhverjum eitthvað smá rými,“ segir Davíð og bætir við: „Það sögðu allir Nei þar til ég ramba inn á Tourist Information á Laugavegi 54 og þar var okkur strax boðinn að taka einn vegg á leigu fyrir sanngjarnt verð.“ Vel var stutt við bakið á fyrirtækinu og segja kapparnir að miklu hafi skipt að þarna hafi þeim mætt góður skilningur og leiguverð sem væri viðráðanlegt fyrir sprotafyrirtæki. Þarna sat ég síðan næstu mánuði á ellefu klukkustunda vöktum í tvær vikur. Stundum kom einn. Stundum kom enginn,“ segir Davíð og brosir. Eftir það var opnunartímanum breytt í átta tíma vaktir. Smátt og smátt fór boltinn þó að rúlla og viðskiptin fóru að segja til sín. „Manni fannst ekkert að gerast en það var samt fullt að gerast. Því þessar vikur tvöfaldaðist veltan,“ nefnir Davíð sem dæmi en Sveinbjörn bætir við: „Það skal þó tekið fram að veltan var bara klink og við erum því bara að tala um helmingi meira klink.“ En margt smátt gerir eitt stórt því í dag starfa þeir báðir hjá fyrirtækinu og nú þegar starfa tveir starfsmenn hjá þeim líka. „Fyrst var Davíð einn í þessu, launalaus til að byrja með en þegar hann var farinn að geta fengið smá laun, réðum við einn starfsmann í búðina með honum,“ segir Sveppi. Í desember árið 2023, flutti IcelandCover síðan í stærra húsnæði. „Við erum núna í um 100 fermetrum á Laugavegi 51 og fallegasta breytingin við þann flutning er að nú getum við þvegið allt sjálfir. Áður vorum við háðir því að fara í efnalaug og fatahreinsanir sem kostaði sitt. Við erum því að spara stórfé með því að vera í stærra húsnæði með aðstoðu til að þvo,“ segir Sveinbjörn. Sumarið 2024 voru líka ákveðin tímamót hjá IcelandCover því þá bættust við útileguvörur sem útlendingar geta leigt og höfðu þá þegar verið að spyrja um. Sveinbjörn og Davíð tóku þátt í Startup Tourism viðskiptahraðli KLAKS í haust því nú er markmiðið að stækka tengslanetið og hætta að vera feimnir við að láta ferðaþjónustugeirann vita af sér. IcelandCover sé augljóslega komið til að vera og um að gera að hjálpa erlendum ferðamönnum að ráða betur við íslenska vindinn og veðurfarið.Vísir/Vilhelm Enga feimni lengur Alls kyns vörur hafa verið að bætast við. „Meira að segja gönguskór,“ segir Davíð og viðurkennir að oft sé það Sveppi sem komi með hugmyndir að nýjum útleiguvörum, sem honum lítist ekkert á. „En ef mér líst ekkert á það, er þetta oftast eitthvað sem svínvirkar.“ Vinirnir segja verkaskiptinguna á milli þeirra góða. Sveppi sjái um bókhald, fjármál og allar tölur. „Ég meira um markaðsmálin, að minnsta kosti til að byrja með því markaðsmálin virðast í raun bara vera tölur líka,“ segir Davíð og vísar þar til Google auglýsingakerfisins meðal annars. Það skemmtilega er að úrvalið til útleigu núna er orðið nokkuð viðamikið. Og fyrir allar árstíðir. Félagarnir segjast meira og minna hafa elt þær fyrirspurnir sem viðskiptavinir hafa komið með; þar á meðal gönguskó og útilegubúnað. Á veturnar eru hlýjar og síðar úlpur vinsælastar en á sumrin fóðraðar regnkápur, sem Davíð segir þær bestu í heimi fyrir íslenska veðráttu yfir sumarið. Það er ljóst að félagarnir sjá fram á góðan vöxt framunda. Liður í því þó er að láta betur vita af sér. Það segir svolítið mikið að útlendingar séu að finna okkur sjálfir með gúgglinu einu saman. Því við höfum ekkert gert til að kynna okkur. Þetta segir okkur einfaldlega að þörfin á þjónustunni okkar er til staðar.“ Liður í því að bæta sig og undirbúa frekari vöxt, var að taka þátt í viðskiptahraðli KLAKS, Startup Tourism. „Bæði með það fyrir augum að stækka tengslanetið okkar en eins líka að læra að koma okkur á framfæri því það þurfum við einfaldlega að fara að gera meira af,“ segir Sveinbjörn. Markmiðið er að útlendingar geti í auknum mæli notið alls þess góða sem íslensk náttúra hefur upp á að bjóða. Og þá þannig að fólk sé klætt fyrir íslenska veðrið. Við erum afar spenntir fyrir því hvað mun gerast á næstunni. Því við í alvörunni talað teljum okkur vera góðan aðila sem nýjan þátttakanda í íslenskri ferðaþjónustu og miðað við hvernig boltinn hefur verið að rúlla til okkar svona „organic“ er alveg ljóst að IcelandCover er komið til að vera.“ En hvernig er að vera vinir sem nú eru viðskiptavinir, eruð þið alltaf að tala um vinnuna? „Já það getur verið erfitt að gera það ekki,“ svara viðskipta-vinirnir. „Við hittum stundum æskufélagana utan vinnu og þeir eru oft ágætir í að minna okkur á að þá eigum við ekki að vera að tala um vinnuna. En það getur verið erfitt að gera það ekki,“ segir Davíð og hlær. Nýsköpun Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu,“ segir Kjartan Óli Guðmundsson, annar stofnandi brugghússins Grugg & Makk. 4. nóvember 2024 07:02 „Myndi alveg segja að hjartað í mér hafi verið í buxunum“ „Já ég myndi alveg segja að hjartað í mér hafi verið í buxunum,“ segir Elva Sara Ingvarsdóttir og hlær. 26. september 2024 07:01 „Fjárfestar eru bara venjulegt fólk“ „Ég viðurkenni að fyrst var ég mjög óöruggur. Velti fyrir mér hvort ég væri nógu góður. Hvort varan mín væri nógu góð. Fjárfestar virka einhvern veginn á mann eins og þeir hljóti að vera einhverjir svakalegir risar,“ segir Geoffrey Stekelenburg, stofnandi Neurotic sprotafyrirtækis sem starfrækt er í Grósku. 25. september 2024 07:02 Gervigreind og tíska: Hafa nú þegar fengið 100 milljónir í styrki „Kerfið okkar nýtist öllum aðilum sem eru að selja fatnað á netinu. Það nýtist líka þeim sem nú þegar bjóða upp á að fólk geti „séð“ hvernig það mátast í flíkina,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir og vísar þar til „virtual fitting,“ sem sífellt fleiri eru að taka upp. 23. september 2024 07:02 Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ „Enda segi ég oft við útlendinga að ég lifi tvöföldu lífi,“ segir Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda og eigenda YAY og hlær. 3. september 2024 07:01 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Samstarf Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Enda fæstir útlendingar kunnugir íslenskri veðráttu; Þar sem vindurinn segir oft meira en gráðan á veðurkortinu. Fyrirtækið heitir IcelandCover og er staðsett á Laugavegi 51. Í um 100 fermetra húsnæði enda allt á fljúgandi ferð. „Thank God you are here!“ segja útlendingarnir þegar þeir koma. Enda fæstir þeirra kunnugir íslenskri veðráttu. Þótt saga IcelandCover verði að teljast skemmtileg með eindæmum, er fyrirtækið komið á fljúgandi ferð núna. Þó þannig að eitt verkefni er eftir: „Að koma okkur betur á framfæri. Við vorum alltof feimnir við það alltof lengi að láta ekki vita af okkur innan geirans,“ segir Sveinbjörn alvörugefin. Hvers vegna? „Við vorum svo hræddir um að hugmyndinni yrði stolið!“ segir Davíð og hlær. Í haust stóð KLAK fyrir hraðlinum Startup Tourism, en hann var fyrst haldinn árið 2015 en endurvakin í ár eftir nokkurt hlé í kjölfar Covid. Í dag og á morgun, segir Atvinnulífið frá tveimur dæmum um skemmtilegar nýjungar í íslenskri ferðaþjónustu. Vinir sem urðu viðskipta-vinir Sveinbjörn er alltaf kallaður Sveppi og Davíð kallaður Dabbi. Þeir segja kynninguna í viðtalinu þó mega vera: Sveinbjörn Úlpa Traustason og Davíð Örn Goretex Ingimarsson. Því já, það er húmor í drengjunum, þrítugir kappar sem hittust fyrst á leikskóla, síðan í grunnskóla og urðu bestu vinir á unglingsárunum. „Síðan fórum við frá því að vera vinir yfir í að vera viðskiptavinir,“ segir Sveppi og brosir. En hvernig varð þetta útleigufyrirtæki til og hvers vegna ákváðu æskufélagarnir að fara í bisness saman? „Við eiginlega plötuðum hvorn annan í þetta,“ segir Davíð íbygginn. Málið er að árið 2018 tóku félagarnir rúntinn að Strandakirkju. Davíð var þá á leið í listnám til London og fyrir umsókn í skólann þurfti hann að skila inn smá sýnishorni af stuttmynd. Sveinbjörn valdi allt aðra námsleið; fór í viðskiptafræði í Háskóla Íslands og síðar í meistaranám í hagnýtri tölfræði. „Ég var að leita að kirkju til að taka upp þessa stuttmynd og Sveppi kom með mér. Ég hafði verið að vinna í Bláa lóninu þar sem ég talaði við mjög marga ferðamenn og vissi því til þess að stundum vantaði þessum útlendingum réttan útivistarfatnað til að geta ferðast hérna um,“ segir Davíð og bætir við: „Því oft kemur fólk bara í þunnum úlpum og endar síðan með því að vera að hlaupa inn og út úr rútum eða bílaleigubílum því þeim er of kalt til að standa úti og njóta norðurljósanna.“ „Fólk horfir nefnilega svo mikið bara á gráðuna í veðurspánni en fattar ekki íslenska vindinn,“ segir Sveinbjörn íbygginn. Einhverra hluta vegna, sem félagarnir segjast einfaldlega ekki geta útskýrt, fer Davíð að tala um þá hugmynd að stofna fyrirtæki sem myndi leigja útlendingum úlpur og fatnað sem hentaði íslenskri veðráttu. „Sveppa fannst þetta strax snilldarhugmynd þannig að ég leit á hann og sagði: Já gerum þetta þá!“ segir Davíð en viðurkennir að eflaust hefði hann sjálfur gleymt þessari hugmynd nokkurn veginn strax ef ekki hefði verið að tveimur dögum síðar sendir Sveppi á hann tölvupósti með alls kyns gögnum. „Þá var hann bara allt í einu búinn með flotta SVÓT greiningu fyrir svona fyrirtæki og kominn á þann stað að segja: Já gerum þetta!“ segir Davíð og hlær. Því skal þó haldið til haga að strangt til tekið segjast vinirnir ekki vissir um hvor hafi platað hvern í að fara í reksturinn saman. IcelandCover er komið á gott flug í rekstri en hingað til hafa útlendingar einfaldlega fundið fyrirtækið með gúgglinu einu saman. Mest er leigt af úlpum á veturna, fóðruðum regnkápum á sumrin og í sumar bættust við útileguvörur til útleigu.Vísir/Vilhelm Þvottur í sameign Úr varð þó að þetta sama haust stofnuðu félagarnir fyrirtækið formlega og bjuggu til vefsíðu þar sem þjónustan var tilgreind. „Sem þýddi að við vorum að auglýsa vörur án þess að eiga þær til,“ segir Sveinbjörn og brosir. „Vefsíðan var svo sem ekkert endilega sú fallegasta til að byrja með en við vorum klárir með alla ferla, búnir að undirbúa mjög vel hvernig allt ætti að virka og einfaldlega undirbúnir undir þessa eftirspurn sem við töldum nokkuð vísa,“ segir Sveinbjörn og bætir við: En það sem gerist er að á sama tíma og við vorum undirbúnir undir að taka á móti tugum pantana, bókaði ekki nokkur sála hjá okkur eitt eða neitt. Það gerðist ekkert.“ Vefsíðan var þó þarna en lífið hélt áfram sinn vanagang; Sveppi sinnti sinni vinnu, nýbúinn að kaupa fyrstu íbúðina sína. Davíð í London í listnámi. „Síðan gerist það einhverjum sex mánuðum síðar að þá allt í einu dettur inn pöntun!“ segir Sveppi, augljóslega enn hálf hissa á hvernig það gerðist eiginlega. „Þá var bara einhver útlendingur sem var að gúggla rent clothes Iceland og fann okkur,“ segir Davíð, alveg jafn hissa. Yfir sig ánægðir með fyrstu viðskiptin, voru útivistarfötin sem viðkomandi óskaði eftir keypt og þau keyrð og afhent á hótelið þar sem viðkomandi gisti. „Því sem betur fer var þetta ekki að kosta okkur neitt. Vefsíðan var bara þarna en við vorum ekki að leggja neitt út fyrir reksturinn,“ segir Sveppi. Aftur liðu nokkrir mánuðir. Þrír ef félögunum minnir rétt. Og þá gerist hið sama aftur: Ný pöntun dettur inn. „Smátt og smátt fór tíðnin að aukast og tímabilin á milli pantana að styttast. Við vorum því fljótlega farnir að eiga eitthvað af þessum útivistarfatnaði sem var verið að panta en þetta voru þá helst úlpur sem ég geymdi í stofunni heima hjá mér,“ segir Sveinbjörn og hlær. „Því íbúðin er 50 fermetrar og ég verð að viðurkenna að frúin var ekkert rosalega hrifinn af þessum úlpulager.“ Það sama gilti um nágrannana. „Ég notaði þvottahúsið niðri í sameign til að þvo fötin og það var tvisvar sinnum sem mér beið miði með þeim skilaboðum að þetta væri ekki atvinnuþvottahús,“ segir Sveinbjörn og kímir. Viðskiptin fóru þó að skila sér í auknum mæli. Því um ári eftir stofnun fyrirtækisins voru pantanir farnar að vera um þrjár til fjórar á viku; október, nóvember, janúar og desember…. En þá kom Covid. Fyrstu árin var úlpulagerinn geymdur heima í stofu hjá Sveinbirni, frúnni til mikillar armæðu. Í dag er IcelandCover í 100 fermetra húsnæði, stækkaði við sig í fyrra og til viðbótar við Sveinbjörn og Davíð starfa þar tveir aðrir starfsmenn.Vísir/Vilhelm Klinkið tvöfaldaðist Sumarið sem Covid er að klárast, 2022, var Davíð að klára námið sitt úti í London. „Þá vildi ég stíga inn í og láta á það reyna hvort þetta gæti orðið að einhverju. Sveppi hafði í raun staðið undir þessu meira og minna allan tímann því ég var úti en nú var komið að mér að gera eitthvað.“ Byrjunin var að finna húsnæði. „Ég byrjaði á því að labba Laugaveginn og leita af húsnæði. Ekki til að vera með búð sjálfir heldur að fá inni hjá einhverjum eitthvað smá rými,“ segir Davíð og bætir við: „Það sögðu allir Nei þar til ég ramba inn á Tourist Information á Laugavegi 54 og þar var okkur strax boðinn að taka einn vegg á leigu fyrir sanngjarnt verð.“ Vel var stutt við bakið á fyrirtækinu og segja kapparnir að miklu hafi skipt að þarna hafi þeim mætt góður skilningur og leiguverð sem væri viðráðanlegt fyrir sprotafyrirtæki. Þarna sat ég síðan næstu mánuði á ellefu klukkustunda vöktum í tvær vikur. Stundum kom einn. Stundum kom enginn,“ segir Davíð og brosir. Eftir það var opnunartímanum breytt í átta tíma vaktir. Smátt og smátt fór boltinn þó að rúlla og viðskiptin fóru að segja til sín. „Manni fannst ekkert að gerast en það var samt fullt að gerast. Því þessar vikur tvöfaldaðist veltan,“ nefnir Davíð sem dæmi en Sveinbjörn bætir við: „Það skal þó tekið fram að veltan var bara klink og við erum því bara að tala um helmingi meira klink.“ En margt smátt gerir eitt stórt því í dag starfa þeir báðir hjá fyrirtækinu og nú þegar starfa tveir starfsmenn hjá þeim líka. „Fyrst var Davíð einn í þessu, launalaus til að byrja með en þegar hann var farinn að geta fengið smá laun, réðum við einn starfsmann í búðina með honum,“ segir Sveppi. Í desember árið 2023, flutti IcelandCover síðan í stærra húsnæði. „Við erum núna í um 100 fermetrum á Laugavegi 51 og fallegasta breytingin við þann flutning er að nú getum við þvegið allt sjálfir. Áður vorum við háðir því að fara í efnalaug og fatahreinsanir sem kostaði sitt. Við erum því að spara stórfé með því að vera í stærra húsnæði með aðstoðu til að þvo,“ segir Sveinbjörn. Sumarið 2024 voru líka ákveðin tímamót hjá IcelandCover því þá bættust við útileguvörur sem útlendingar geta leigt og höfðu þá þegar verið að spyrja um. Sveinbjörn og Davíð tóku þátt í Startup Tourism viðskiptahraðli KLAKS í haust því nú er markmiðið að stækka tengslanetið og hætta að vera feimnir við að láta ferðaþjónustugeirann vita af sér. IcelandCover sé augljóslega komið til að vera og um að gera að hjálpa erlendum ferðamönnum að ráða betur við íslenska vindinn og veðurfarið.Vísir/Vilhelm Enga feimni lengur Alls kyns vörur hafa verið að bætast við. „Meira að segja gönguskór,“ segir Davíð og viðurkennir að oft sé það Sveppi sem komi með hugmyndir að nýjum útleiguvörum, sem honum lítist ekkert á. „En ef mér líst ekkert á það, er þetta oftast eitthvað sem svínvirkar.“ Vinirnir segja verkaskiptinguna á milli þeirra góða. Sveppi sjái um bókhald, fjármál og allar tölur. „Ég meira um markaðsmálin, að minnsta kosti til að byrja með því markaðsmálin virðast í raun bara vera tölur líka,“ segir Davíð og vísar þar til Google auglýsingakerfisins meðal annars. Það skemmtilega er að úrvalið til útleigu núna er orðið nokkuð viðamikið. Og fyrir allar árstíðir. Félagarnir segjast meira og minna hafa elt þær fyrirspurnir sem viðskiptavinir hafa komið með; þar á meðal gönguskó og útilegubúnað. Á veturnar eru hlýjar og síðar úlpur vinsælastar en á sumrin fóðraðar regnkápur, sem Davíð segir þær bestu í heimi fyrir íslenska veðráttu yfir sumarið. Það er ljóst að félagarnir sjá fram á góðan vöxt framunda. Liður í því þó er að láta betur vita af sér. Það segir svolítið mikið að útlendingar séu að finna okkur sjálfir með gúgglinu einu saman. Því við höfum ekkert gert til að kynna okkur. Þetta segir okkur einfaldlega að þörfin á þjónustunni okkar er til staðar.“ Liður í því að bæta sig og undirbúa frekari vöxt, var að taka þátt í viðskiptahraðli KLAKS, Startup Tourism. „Bæði með það fyrir augum að stækka tengslanetið okkar en eins líka að læra að koma okkur á framfæri því það þurfum við einfaldlega að fara að gera meira af,“ segir Sveinbjörn. Markmiðið er að útlendingar geti í auknum mæli notið alls þess góða sem íslensk náttúra hefur upp á að bjóða. Og þá þannig að fólk sé klætt fyrir íslenska veðrið. Við erum afar spenntir fyrir því hvað mun gerast á næstunni. Því við í alvörunni talað teljum okkur vera góðan aðila sem nýjan þátttakanda í íslenskri ferðaþjónustu og miðað við hvernig boltinn hefur verið að rúlla til okkar svona „organic“ er alveg ljóst að IcelandCover er komið til að vera.“ En hvernig er að vera vinir sem nú eru viðskiptavinir, eruð þið alltaf að tala um vinnuna? „Já það getur verið erfitt að gera það ekki,“ svara viðskipta-vinirnir. „Við hittum stundum æskufélagana utan vinnu og þeir eru oft ágætir í að minna okkur á að þá eigum við ekki að vera að tala um vinnuna. En það getur verið erfitt að gera það ekki,“ segir Davíð og hlær.
Nýsköpun Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu,“ segir Kjartan Óli Guðmundsson, annar stofnandi brugghússins Grugg & Makk. 4. nóvember 2024 07:02 „Myndi alveg segja að hjartað í mér hafi verið í buxunum“ „Já ég myndi alveg segja að hjartað í mér hafi verið í buxunum,“ segir Elva Sara Ingvarsdóttir og hlær. 26. september 2024 07:01 „Fjárfestar eru bara venjulegt fólk“ „Ég viðurkenni að fyrst var ég mjög óöruggur. Velti fyrir mér hvort ég væri nógu góður. Hvort varan mín væri nógu góð. Fjárfestar virka einhvern veginn á mann eins og þeir hljóti að vera einhverjir svakalegir risar,“ segir Geoffrey Stekelenburg, stofnandi Neurotic sprotafyrirtækis sem starfrækt er í Grósku. 25. september 2024 07:02 Gervigreind og tíska: Hafa nú þegar fengið 100 milljónir í styrki „Kerfið okkar nýtist öllum aðilum sem eru að selja fatnað á netinu. Það nýtist líka þeim sem nú þegar bjóða upp á að fólk geti „séð“ hvernig það mátast í flíkina,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir og vísar þar til „virtual fitting,“ sem sífellt fleiri eru að taka upp. 23. september 2024 07:02 Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ „Enda segi ég oft við útlendinga að ég lifi tvöföldu lífi,“ segir Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda og eigenda YAY og hlær. 3. september 2024 07:01 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Samstarf Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu,“ segir Kjartan Óli Guðmundsson, annar stofnandi brugghússins Grugg & Makk. 4. nóvember 2024 07:02
„Myndi alveg segja að hjartað í mér hafi verið í buxunum“ „Já ég myndi alveg segja að hjartað í mér hafi verið í buxunum,“ segir Elva Sara Ingvarsdóttir og hlær. 26. september 2024 07:01
„Fjárfestar eru bara venjulegt fólk“ „Ég viðurkenni að fyrst var ég mjög óöruggur. Velti fyrir mér hvort ég væri nógu góður. Hvort varan mín væri nógu góð. Fjárfestar virka einhvern veginn á mann eins og þeir hljóti að vera einhverjir svakalegir risar,“ segir Geoffrey Stekelenburg, stofnandi Neurotic sprotafyrirtækis sem starfrækt er í Grósku. 25. september 2024 07:02
Gervigreind og tíska: Hafa nú þegar fengið 100 milljónir í styrki „Kerfið okkar nýtist öllum aðilum sem eru að selja fatnað á netinu. Það nýtist líka þeim sem nú þegar bjóða upp á að fólk geti „séð“ hvernig það mátast í flíkina,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir og vísar þar til „virtual fitting,“ sem sífellt fleiri eru að taka upp. 23. september 2024 07:02
Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ „Enda segi ég oft við útlendinga að ég lifi tvöföldu lífi,“ segir Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda og eigenda YAY og hlær. 3. september 2024 07:01