Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Haraldur Örn Haraldsson skrifar 10. desember 2024 21:10 Hulda María Agnarsdóttir og félagar hennar í Njarðvíkur voru sterkari á lokasprettinum Vísir/Jón Gautur Njarðvíkurkonur sóttu tvö stig til Grindvíkinga í Smáranum í kvöld eftir að hafa unnið sex stiga sigur, 66-60, í sveiflukenndum spennuleik. Njarðvík var fimmtán stigum yfir eftir fyrsta leikhluta en Grindavík var fjórum stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Njarðvíkurkonur voru sterkari á lokasprettinum og komust upp að hlið Haukum á toppnum. Þetta var aftur á móti fimmta tap Grindavíkurliðsins í röð. Ena Viso og Njarðvíkurstelpurnar unnu endurkomusigur í kvöld.Vísir/Jón Gautur Njarðvíkingar komu inn í leikinn af fullum krafti og voru með yfirhöndina strax frá fyrstu mínútu. Þær náðu að búa til 15 stiga mun þar sem staðan var 8-23 eftir að fyrsta leikhluta lauk. Til þess að bæta gráu ofan á svart þá meiddist einnig Þórey Tea Þorleifsdóttir, sem hafði skorað fyrstu fjögur stig Grindvíkinga. Í öðrum leikhluta komu Grindvíkingar vel til baka og byrjuðu með því að skora átta stig gegn aðeins tveim á fyrstu fimm mínútunum. Brittany Dinkins sem átti frábæran fyrri hálfleik tók svo til sín og Njarðvíkingar hrukku í gang eftir það. Hún endaði fyrri hálfleikinn með 22 stig þar sem staðan var 26-34 fyrir Njarðvík. Grindvíkingar áttu góða byrjun á seinni hálfleik þar sem þeir byrjuðu á því að skora 6 stig gegn tveimur og stuttu seinna, á 27. mínútu leiksins voru þær búnar að jafna leikinn. Þá fóru þristarnir að detta hjá Grindavík og þegar þriðji leikhlutinn var búinn var staðan orðin 44-40. Heima konur héldu bara áfram í fjórða leikhluta og þær komust í stöðuna 53-46 á 34. mínútu leiks. Njarðvíkingar þá aðeins búnir að fá á sig níu stig á fjórum mínútum og Einar Árni þjálfari liðsins tekur leikhlé. Eftir það setja bæði Ena og Bo niður sitthvorn þristinn og hetjan úr fyrri hálfleik Brittany Dinkins jafnaði loks leikinn í stöðuna 58-58. Þaðan var ekki aftur snúið heldur náðu Njarðvíkingar að skora 8 stig á rétt rúmri mínútu og því loka tölur 60-66 Njarðvík í vil. Brittany Dinkins var með 29 stig í Smáranum í kvöld.Vísir/Jón Gautur Atvik leiksins Í stöðunni 60-61 voru 45 sekúndur eftir á klukkunni. Þá fer Njarðvík upp í sókn og Brittany Dinkins tekur þriggja stiga skot sem dettur fyrir hana. Þetta var risa augnablik þar sem Grindavík hefði mögulega getað unnið leikinn ef þetta hefði klikkað. Stjörnur og skúrkar Brittany Dinkins var með 29 stig þar sem 22 þeirra komu í fyrri hálfleik, frábær leikur hjá henni. Grindavíkur megin setti Alexis Morris 25 stig og var ávallt fremst í flokki fyrir þær. Þá átti Sofie Tryggedsson ekki sinn besta leik með aðeins tvö stig úr fimm tilraunum þrátt fyrir að spila rúmlega 35 mínútur. Dómararnir Tríóið stóð sína plikt í dag. Lítið hægt að setja út á þá að mínu mati. Stemning og umgjörð Það var fámennt í Smáranum í kvöld og áhorfendur létu lítið fyrir sér fara. Umgjörðin var hinsvegar alveg eins og hún á að vera. Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.Vísir/Jón Gautur Þorleifur: Ég þori ekki að segja hvað gerist „Það var eitthvað hik í byrjun leiks. Mér fannst við vera búa til ágætis færi en vorum ekki alveg að hitta, svo vorum við varnarlega bara ekki alveg klárar, sem við löguðum. Við bara byrjuðum illa á báðum endum vallarins,” sagði Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Brittany Dinkins var hættuleg í liði Njarðvíkinga í fyrri hálfleik þar sem hún setti 22 stig. Grindavík náði að loka betur á hana í seinni hálfleik og þar af leiðandi komust þær betur inn í leikinn. „Við töluðum um að gera það frá upphafi leiks, hún er góð. Við löguðum það klárlega, og héldum henni niðri,” sagði Þorleifur. Grindavík var með góða forystu þegar það eru um sjö mínútur eftir af leiknum en þær missa leikinn niður í sex stiga tap. „Ég þori ekki að segja hvað gerist, það getur verið svo mikið. Vorum við bara ekki að hitta og þær að hitta, eða vorum við búnar á því. Það er svo mikið, við verðum bara að greina þetta og byggja eitthvað á því sem við vorum með í þriðja leikhluta,” sagði Þorleifur. Grindvíkingar eru þá á fimm leikja taphrinu og þjálfarinn ekki alveg viss hvernig á að laga það. „Ef ég vissi það, þá værum við ekki ennþá að tapa. Þannig ég þarf að komast að þessu,” sagði Þorleifur. Einar Árni Jóhannsson.Vísir/Jón Gautur Einar Árni: Ég var alveg smeykur við þennan leik „Þetta var naumur sigur en við gleðjumst yfir því,” sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir að liðið hans fór með 66-60 sigur af hólmi gegn Grindavík í kvöld. Njarðvíkingar byrjuðu mun betur og voru þær komnar með 15 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta. Brittany Dinkins var þar fremst í flokki og setti hún 22 stig í fyrri hálfleik. „Hún var frábær í fyrri hálfleik, maður sá svo sem alveg að það voru vond teikn á lofti. Það voru bara tvær stelpur sem voru að bera upp sóknarleikinn hjá okkur, við fáum held ég bara stig frá þremur leikmönnum sem er ekki gott. Grindavík setti þá bara allan þunga í það að reyna að tvöfalda á Brittany og koma boltanum úr hennar höndum í seinni hálfleik. Ég verð að vera ánægður í ljósi þess að mér fannst við spila vel fyrstu sjö mínúturnar sem við vorum undir og síðustu þrjár,” sagði Einar. Grindvíkingar komu sterklega til baka í seinni hálfleik og voru komnir með 8 stiga forskot þegar u.þ.b. sjö mínútur voru eftir. Einar vill þó ekki meina að það hafi verið breytingar hjá þjálfarateyminu sem skóp sigurinn. „Okkur vantaði í raun bara stig úr fleiri áttum. Ena, Bo og Hulda voru búnar að hafa mjög hægt um sig í dag. Sérstaklega Bo og Hulda, voru með skot sem voru bara ekki að detta. Þær mega eiga það að þær stigu upp á þessum síðustu þrem til fjórum mínútum sem að létti á okkur. Á sama tíma var liðið mjög sterkt varnarlega síðustu fimm mínúturnar,” sagði Einar. Grindavík var á fjögurra leikja taphrinu fyrir þennan leik og Njarðvík taldir sigurstranglegri. Það var því frekar óvænt að sjá Grindavík leiða þegar lítið var eftir en Njarðvíkingar náðu á endanum að fara með þetta yfir línuna. „Ég var alveg smeykur við þennan leik, ég get alveg sagt það opinberlega núna. Að vinna leik á laugardaginn í hasarnum sem var á síðustu sekúndunum þar. Það var mikið adrenalín, mikið fjör og mikil gleði. Það er alveg erfitt að gíra sig upp í næsta leik þar á eftir, þó að ég og Óli séum búnir að vera að mala í eyrun á þeim að leikurinn í kvöld væri hrikalega mikilvægur. Þá eru þær mannlegar, og ég er ekki að segja að þær hafi verið saddar eða kærulausar, en það var bara ekki gott orkustig yfir okkur. Ég er rosalega ánægður með að koma til baka með þeim hætti sem þær gerðu, þá sýndu þær bara áræðni og þor í restina til þess að klára þennan leik,” sagði Einar. Bónus-deild kvenna UMF Grindavík UMF Njarðvík
Njarðvíkurkonur sóttu tvö stig til Grindvíkinga í Smáranum í kvöld eftir að hafa unnið sex stiga sigur, 66-60, í sveiflukenndum spennuleik. Njarðvík var fimmtán stigum yfir eftir fyrsta leikhluta en Grindavík var fjórum stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Njarðvíkurkonur voru sterkari á lokasprettinum og komust upp að hlið Haukum á toppnum. Þetta var aftur á móti fimmta tap Grindavíkurliðsins í röð. Ena Viso og Njarðvíkurstelpurnar unnu endurkomusigur í kvöld.Vísir/Jón Gautur Njarðvíkingar komu inn í leikinn af fullum krafti og voru með yfirhöndina strax frá fyrstu mínútu. Þær náðu að búa til 15 stiga mun þar sem staðan var 8-23 eftir að fyrsta leikhluta lauk. Til þess að bæta gráu ofan á svart þá meiddist einnig Þórey Tea Þorleifsdóttir, sem hafði skorað fyrstu fjögur stig Grindvíkinga. Í öðrum leikhluta komu Grindvíkingar vel til baka og byrjuðu með því að skora átta stig gegn aðeins tveim á fyrstu fimm mínútunum. Brittany Dinkins sem átti frábæran fyrri hálfleik tók svo til sín og Njarðvíkingar hrukku í gang eftir það. Hún endaði fyrri hálfleikinn með 22 stig þar sem staðan var 26-34 fyrir Njarðvík. Grindvíkingar áttu góða byrjun á seinni hálfleik þar sem þeir byrjuðu á því að skora 6 stig gegn tveimur og stuttu seinna, á 27. mínútu leiksins voru þær búnar að jafna leikinn. Þá fóru þristarnir að detta hjá Grindavík og þegar þriðji leikhlutinn var búinn var staðan orðin 44-40. Heima konur héldu bara áfram í fjórða leikhluta og þær komust í stöðuna 53-46 á 34. mínútu leiks. Njarðvíkingar þá aðeins búnir að fá á sig níu stig á fjórum mínútum og Einar Árni þjálfari liðsins tekur leikhlé. Eftir það setja bæði Ena og Bo niður sitthvorn þristinn og hetjan úr fyrri hálfleik Brittany Dinkins jafnaði loks leikinn í stöðuna 58-58. Þaðan var ekki aftur snúið heldur náðu Njarðvíkingar að skora 8 stig á rétt rúmri mínútu og því loka tölur 60-66 Njarðvík í vil. Brittany Dinkins var með 29 stig í Smáranum í kvöld.Vísir/Jón Gautur Atvik leiksins Í stöðunni 60-61 voru 45 sekúndur eftir á klukkunni. Þá fer Njarðvík upp í sókn og Brittany Dinkins tekur þriggja stiga skot sem dettur fyrir hana. Þetta var risa augnablik þar sem Grindavík hefði mögulega getað unnið leikinn ef þetta hefði klikkað. Stjörnur og skúrkar Brittany Dinkins var með 29 stig þar sem 22 þeirra komu í fyrri hálfleik, frábær leikur hjá henni. Grindavíkur megin setti Alexis Morris 25 stig og var ávallt fremst í flokki fyrir þær. Þá átti Sofie Tryggedsson ekki sinn besta leik með aðeins tvö stig úr fimm tilraunum þrátt fyrir að spila rúmlega 35 mínútur. Dómararnir Tríóið stóð sína plikt í dag. Lítið hægt að setja út á þá að mínu mati. Stemning og umgjörð Það var fámennt í Smáranum í kvöld og áhorfendur létu lítið fyrir sér fara. Umgjörðin var hinsvegar alveg eins og hún á að vera. Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.Vísir/Jón Gautur Þorleifur: Ég þori ekki að segja hvað gerist „Það var eitthvað hik í byrjun leiks. Mér fannst við vera búa til ágætis færi en vorum ekki alveg að hitta, svo vorum við varnarlega bara ekki alveg klárar, sem við löguðum. Við bara byrjuðum illa á báðum endum vallarins,” sagði Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Brittany Dinkins var hættuleg í liði Njarðvíkinga í fyrri hálfleik þar sem hún setti 22 stig. Grindavík náði að loka betur á hana í seinni hálfleik og þar af leiðandi komust þær betur inn í leikinn. „Við töluðum um að gera það frá upphafi leiks, hún er góð. Við löguðum það klárlega, og héldum henni niðri,” sagði Þorleifur. Grindavík var með góða forystu þegar það eru um sjö mínútur eftir af leiknum en þær missa leikinn niður í sex stiga tap. „Ég þori ekki að segja hvað gerist, það getur verið svo mikið. Vorum við bara ekki að hitta og þær að hitta, eða vorum við búnar á því. Það er svo mikið, við verðum bara að greina þetta og byggja eitthvað á því sem við vorum með í þriðja leikhluta,” sagði Þorleifur. Grindvíkingar eru þá á fimm leikja taphrinu og þjálfarinn ekki alveg viss hvernig á að laga það. „Ef ég vissi það, þá værum við ekki ennþá að tapa. Þannig ég þarf að komast að þessu,” sagði Þorleifur. Einar Árni Jóhannsson.Vísir/Jón Gautur Einar Árni: Ég var alveg smeykur við þennan leik „Þetta var naumur sigur en við gleðjumst yfir því,” sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir að liðið hans fór með 66-60 sigur af hólmi gegn Grindavík í kvöld. Njarðvíkingar byrjuðu mun betur og voru þær komnar með 15 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta. Brittany Dinkins var þar fremst í flokki og setti hún 22 stig í fyrri hálfleik. „Hún var frábær í fyrri hálfleik, maður sá svo sem alveg að það voru vond teikn á lofti. Það voru bara tvær stelpur sem voru að bera upp sóknarleikinn hjá okkur, við fáum held ég bara stig frá þremur leikmönnum sem er ekki gott. Grindavík setti þá bara allan þunga í það að reyna að tvöfalda á Brittany og koma boltanum úr hennar höndum í seinni hálfleik. Ég verð að vera ánægður í ljósi þess að mér fannst við spila vel fyrstu sjö mínúturnar sem við vorum undir og síðustu þrjár,” sagði Einar. Grindvíkingar komu sterklega til baka í seinni hálfleik og voru komnir með 8 stiga forskot þegar u.þ.b. sjö mínútur voru eftir. Einar vill þó ekki meina að það hafi verið breytingar hjá þjálfarateyminu sem skóp sigurinn. „Okkur vantaði í raun bara stig úr fleiri áttum. Ena, Bo og Hulda voru búnar að hafa mjög hægt um sig í dag. Sérstaklega Bo og Hulda, voru með skot sem voru bara ekki að detta. Þær mega eiga það að þær stigu upp á þessum síðustu þrem til fjórum mínútum sem að létti á okkur. Á sama tíma var liðið mjög sterkt varnarlega síðustu fimm mínúturnar,” sagði Einar. Grindavík var á fjögurra leikja taphrinu fyrir þennan leik og Njarðvík taldir sigurstranglegri. Það var því frekar óvænt að sjá Grindavík leiða þegar lítið var eftir en Njarðvíkingar náðu á endanum að fara með þetta yfir línuna. „Ég var alveg smeykur við þennan leik, ég get alveg sagt það opinberlega núna. Að vinna leik á laugardaginn í hasarnum sem var á síðustu sekúndunum þar. Það var mikið adrenalín, mikið fjör og mikil gleði. Það er alveg erfitt að gíra sig upp í næsta leik þar á eftir, þó að ég og Óli séum búnir að vera að mala í eyrun á þeim að leikurinn í kvöld væri hrikalega mikilvægur. Þá eru þær mannlegar, og ég er ekki að segja að þær hafi verið saddar eða kærulausar, en það var bara ekki gott orkustig yfir okkur. Ég er rosalega ánægður með að koma til baka með þeim hætti sem þær gerðu, þá sýndu þær bara áræðni og þor í restina til þess að klára þennan leik,” sagði Einar.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum