Innlent

Á­hrif hallareksturs ríkis­sjóðs á stjórnar­myndun og jólaskrautsgerð fanga

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Afkoma ríkissjóðs er mun verri en áætlanir fráfarandi ríkisstjórnar gerðu ráð fyrir og hallalaus fjárlög ekki inn í myndinni samkvæmt fjármálaáætlun hennar. Formaður Samfylkingarinnar segir þessa stöðu hafa áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Rætt verður við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Í fréttunum förum við yfir þá miklu endurnýjun sem hefur átt sér stað á Alþingi í undanförnum tveimur kosningum. Á nýkjörnu þingi verða aðeins tuttugu þingmenn sem setið hafa lengur en eitt kjörtímabil.

Við ræðum við framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, sem segir innlenda kjötframleiðendur stunda samkeppnishindranir með landbúnaðarvörur. Kjöttollkvóta var úthlutað í gær og fengu innlendar afurðarstöðvar 40 prósent alls kvótans fyrir næsta ár. 

Óánægja er meðal foreldra í Laugarneshverfi vegna tillögu skóla- og frístundaráðs um að skipta yngsta-, mið- og unglingastigi grunnskóla niður í mismunandi skólabyggingar á næstu árum. Rætt verður við formann Foreldrafélags Laugarnesskóla í beinni útsendingu. 

Við heimsækjum fanga á Hólmsheiði, sem eru á fullu þessa dagana að framleiða, mála og skreyta jólaskraut sem þeir selja. Einn þeirra segir mikilvægt að fá eitthvað annað að gera en hanga inni í klefa. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×