Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. desember 2024 06:39 Umboðsmaður hefur meðal annars krafist svara um það hvernig símsvörun er háttað. VÍSIR/VILHELM Umboðsmaður Alþingis hefur það til skoðunar að hefja frumkvæðisathugun á aðgengi almennings að starfsmönnum og þjónustu umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Ákvörðunina má rekja til máls sem umboðsmaður hafði til umfjöllunar, þar sem það tók sviðið tvö ár að afgreiða beiðni einstaklings um aðgang að gögnum og upplýsingum. Þá segir á vefsíðu umboðsmanns að umboðsmanni sjálfum hafi gengið erfiðlega að fá svör við spurningum sínum vegna málsins, meðal annars vegna þess að ekki var hægt að ná í starfsfólk sviðsins í síma. Þannig þurfti ítrekað að ganga á eftir skýrari svörum í tölvupóstum. Í umfjöllun umboðsmanns um umrætt mál segir meðal annars að það hafi gengið erfiðlega fyrir embættið að fá fullnægjandi upplýsingar frá borginni um afgreiðslu upplýsingabeiðnar einstaklingsins, sem hafði verið send milli starfsmanna borgarinnar í tvö ár. „Ítrekað var gengið eftir þeim svörum bæði í síma sem bar engan árangur og tölvupóstum. Í því sambandi var minnt á að forsenda þess að umboðsmaður geti rækt eftirlitshlutverk sitt með stjórnsýslunni, eins og henni er ætlað, sé að stjórnvöld svari fyrirspurnum hennar með fullnægjandi hætti og láti fullnægjandi upplýsingar og gögn í té innan hæfilegs tíma. Enn barst ekki viðunandi svar, þ.e. með staðfestingu á að beiðnin hefði verið afgreidd, og þurfti þar af leiðandi að ganga eftir því enn einu sinni. Þegar slík staðfesting loksins barst var ekki tilefni til að fjalla frekar um málið þar sem beiðnin hafði verið afgreidd,“ segir í samantekt umboðsmanns. Sendi hann erindi á Reykjavíkurborg þar sem borgin var minnt á ákvæði stjórnsýslulaga um að ákvarðanir í málum skuli teknar svo fljótt sem unnt er og þegar fyrirsjáanlegt sé að afgreiðsla tefjist beri að skýra viðkomandi frá því, upplýsa um ástæður tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. „Að sama skapi væri mælt fyrir um í upplýsingalögum að ákvörðun um hvort orðið yrði við beiðni um aðgang að gögnum ætti að taka svo fljótt sem verða mætti. Ef slík beiðni væri ekki afgreidd innan viku skyldi skýra frá ástæðum tafa og hvenær ákvörðunar væri að vænta. Borgin yrði að gæta betur að reglum um málshraða. Þá gerði umboðsmaður einnig athugasemdir við að ekki væri hægt að hafa samband við umhverfis- og skipulagssvið í gegnum síma og ítrekaði fyrirspurn sína um hvernig tilhögun símsvörunar væri háttað hjá sviðinu og aðgangi almennings að starfsmönnum og þjónustu þess í gegnum síma.“ Reykjavík Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira
Ákvörðunina má rekja til máls sem umboðsmaður hafði til umfjöllunar, þar sem það tók sviðið tvö ár að afgreiða beiðni einstaklings um aðgang að gögnum og upplýsingum. Þá segir á vefsíðu umboðsmanns að umboðsmanni sjálfum hafi gengið erfiðlega að fá svör við spurningum sínum vegna málsins, meðal annars vegna þess að ekki var hægt að ná í starfsfólk sviðsins í síma. Þannig þurfti ítrekað að ganga á eftir skýrari svörum í tölvupóstum. Í umfjöllun umboðsmanns um umrætt mál segir meðal annars að það hafi gengið erfiðlega fyrir embættið að fá fullnægjandi upplýsingar frá borginni um afgreiðslu upplýsingabeiðnar einstaklingsins, sem hafði verið send milli starfsmanna borgarinnar í tvö ár. „Ítrekað var gengið eftir þeim svörum bæði í síma sem bar engan árangur og tölvupóstum. Í því sambandi var minnt á að forsenda þess að umboðsmaður geti rækt eftirlitshlutverk sitt með stjórnsýslunni, eins og henni er ætlað, sé að stjórnvöld svari fyrirspurnum hennar með fullnægjandi hætti og láti fullnægjandi upplýsingar og gögn í té innan hæfilegs tíma. Enn barst ekki viðunandi svar, þ.e. með staðfestingu á að beiðnin hefði verið afgreidd, og þurfti þar af leiðandi að ganga eftir því enn einu sinni. Þegar slík staðfesting loksins barst var ekki tilefni til að fjalla frekar um málið þar sem beiðnin hafði verið afgreidd,“ segir í samantekt umboðsmanns. Sendi hann erindi á Reykjavíkurborg þar sem borgin var minnt á ákvæði stjórnsýslulaga um að ákvarðanir í málum skuli teknar svo fljótt sem unnt er og þegar fyrirsjáanlegt sé að afgreiðsla tefjist beri að skýra viðkomandi frá því, upplýsa um ástæður tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. „Að sama skapi væri mælt fyrir um í upplýsingalögum að ákvörðun um hvort orðið yrði við beiðni um aðgang að gögnum ætti að taka svo fljótt sem verða mætti. Ef slík beiðni væri ekki afgreidd innan viku skyldi skýra frá ástæðum tafa og hvenær ákvörðunar væri að vænta. Borgin yrði að gæta betur að reglum um málshraða. Þá gerði umboðsmaður einnig athugasemdir við að ekki væri hægt að hafa samband við umhverfis- og skipulagssvið í gegnum síma og ítrekaði fyrirspurn sína um hvernig tilhögun símsvörunar væri háttað hjá sviðinu og aðgangi almennings að starfsmönnum og þjónustu þess í gegnum síma.“
Reykjavík Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira