Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Jakob Bjarnar skrifar 12. desember 2024 14:47 Katrín í sínu fyrsta viðtali eftir forseta- og alþingiskosningar. Henni þykir Vinstri græn, sú hreyfing sem hún leiddi um árabil, verða býsna hart dæmd í nýliðnum alþingiskosningum. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra og forsetaframbjóðandi veitti sitt fyrsta viðtal eftir forseta- og alþingiskosningar í Samtalinu hjá Heimi Má í dag sem sýnt verður á Stöð 2 klukkan 19:05 í kvöld. Hún segist hafa upplifað djúpa sorg þegar úrslit nýafstaðinna alþingiskosninga lágu fyrir. Katrín var lengi vinsælasti stjórnmálamaður landsins og 2016 var þrýst á hana að gefa kost á sér í forsetaframboð. Hún lét hins vegar slag standa á þessu ári, sagði af sér sem forsætisráðherra óvinsællrar ríkisstjórnar en tapaði fyrir Höllu Tómasdóttur. Segir Vinstri græn hart dæmd Heimir Már spurði Katrínu hvort það hlyti ekki að vera sárt fyrir hana að sjá hvernig komið væri fyrir þeirri hreyfingu sem hún fór fyrir í ellefu ár; þegar Vinstri græn féllu af þingi. „Ég ætla ekkert að ljúga neinu um það að sunnudaginn eftir kosningar upplifði ég verulega djúpa og mikla sorg. Ég ætla líka að segja að mér fannst við hart dæmd, satt að segja.“ Katrín segist standa á því fastar en fótunum að 25 ár sem Vinstri hreyfingin grænt framboð var á þingi hafi sá flokkur haft alveg ótrúleg áhrif á landsmálin. „Bæði í stjórnarandstöðu fyrir hrun, í ríkisstjórninni sem sinnti endurreisnarstarfi eftir hrun, sem flokkur í stjórnarandstöðu sem ávallt var á vaktinni bæði hvað varðar ýmis mannréttindamál og umhverfisvernd og auðvitað fyrir gildi félagshyggjunnar. Og svo á síðustu sjö árum í ríkisstjórn þar sem ég tel að við höfum náð miklum árangri þó auðvitað hafi ekki allt náðst í gegn,“ sagði Katrín. Katrín segir það athyglisvert að rótttækir flokkar á borð við Vinstri græn, Sósíalista og Pírata hafi ekki náð inn á þing. En það væri tilhneiging um alla Evrópu. Synirnir höfnuðu því að Katrín setti upp ráðuneyti heima Katrín, sem nú starfar meðal annars sem sérlegur sendifulltrúi Hringborðs norðurslóða, sagði það vera spennandi verkefni. Hún væri fegin að vera komin úr hringiðu stjórnmálanna. Hinu pólitíska argaþrasi. Henni þætti vissulega ýmislegt um menn og málefni og það væri nokkuð um að fjölmiðlafólk óskaði eftir því að hún gæfi álit sitt. En hún hafi sagt að þeir væru margir fyrrverandi stjórmálamennirnir sem væru örugglega til í að veita sitt álit. Hún hefði gefið allt sitt og fundið undir lokin að það væri að minnka á tankinum. Klippa: Upplifði djúpa sorg eftir kosningarnar „Mér finnst alls konar en er sátt við að þurfa ekki að taka afstöðu til þess,“ sagði Katrín. Hún hafi áður en forsetakosningarnar komu til verið ákveðin í að bjóða sig ekki aftur fram til Alþingis. Katrin sagðist hafa orðið grautfúl að tapa forsetakosningunum, hún hafi vitanlega stefnt á sigur í þeim kosningum. Hún hafi tekið þá afstöðu að vera heima en orðið um og ó þegar synir hennar voru farnir að spyrja hvort hún þyrfti ekki að fara að fá sér vinnu. Hún hafi verið búin að setja upp hálfgildings ráðuneyti heima fyrir og var farin að skipa þeim fyrir. „Ráðuneytinu heima var hafnað,“ sagði Katrín. Samtalið er í opinni dagskrá að loknum fréttum og annál á Stöð 2 klukkan 19:10 í kvöld. Samtalið Alþingiskosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Hringborð norðurslóða Vinstri græn Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Sjá meira
Katrín var lengi vinsælasti stjórnmálamaður landsins og 2016 var þrýst á hana að gefa kost á sér í forsetaframboð. Hún lét hins vegar slag standa á þessu ári, sagði af sér sem forsætisráðherra óvinsællrar ríkisstjórnar en tapaði fyrir Höllu Tómasdóttur. Segir Vinstri græn hart dæmd Heimir Már spurði Katrínu hvort það hlyti ekki að vera sárt fyrir hana að sjá hvernig komið væri fyrir þeirri hreyfingu sem hún fór fyrir í ellefu ár; þegar Vinstri græn féllu af þingi. „Ég ætla ekkert að ljúga neinu um það að sunnudaginn eftir kosningar upplifði ég verulega djúpa og mikla sorg. Ég ætla líka að segja að mér fannst við hart dæmd, satt að segja.“ Katrín segist standa á því fastar en fótunum að 25 ár sem Vinstri hreyfingin grænt framboð var á þingi hafi sá flokkur haft alveg ótrúleg áhrif á landsmálin. „Bæði í stjórnarandstöðu fyrir hrun, í ríkisstjórninni sem sinnti endurreisnarstarfi eftir hrun, sem flokkur í stjórnarandstöðu sem ávallt var á vaktinni bæði hvað varðar ýmis mannréttindamál og umhverfisvernd og auðvitað fyrir gildi félagshyggjunnar. Og svo á síðustu sjö árum í ríkisstjórn þar sem ég tel að við höfum náð miklum árangri þó auðvitað hafi ekki allt náðst í gegn,“ sagði Katrín. Katrín segir það athyglisvert að rótttækir flokkar á borð við Vinstri græn, Sósíalista og Pírata hafi ekki náð inn á þing. En það væri tilhneiging um alla Evrópu. Synirnir höfnuðu því að Katrín setti upp ráðuneyti heima Katrín, sem nú starfar meðal annars sem sérlegur sendifulltrúi Hringborðs norðurslóða, sagði það vera spennandi verkefni. Hún væri fegin að vera komin úr hringiðu stjórnmálanna. Hinu pólitíska argaþrasi. Henni þætti vissulega ýmislegt um menn og málefni og það væri nokkuð um að fjölmiðlafólk óskaði eftir því að hún gæfi álit sitt. En hún hafi sagt að þeir væru margir fyrrverandi stjórmálamennirnir sem væru örugglega til í að veita sitt álit. Hún hefði gefið allt sitt og fundið undir lokin að það væri að minnka á tankinum. Klippa: Upplifði djúpa sorg eftir kosningarnar „Mér finnst alls konar en er sátt við að þurfa ekki að taka afstöðu til þess,“ sagði Katrín. Hún hafi áður en forsetakosningarnar komu til verið ákveðin í að bjóða sig ekki aftur fram til Alþingis. Katrin sagðist hafa orðið grautfúl að tapa forsetakosningunum, hún hafi vitanlega stefnt á sigur í þeim kosningum. Hún hafi tekið þá afstöðu að vera heima en orðið um og ó þegar synir hennar voru farnir að spyrja hvort hún þyrfti ekki að fara að fá sér vinnu. Hún hafi verið búin að setja upp hálfgildings ráðuneyti heima fyrir og var farin að skipa þeim fyrir. „Ráðuneytinu heima var hafnað,“ sagði Katrín. Samtalið er í opinni dagskrá að loknum fréttum og annál á Stöð 2 klukkan 19:10 í kvöld.
Samtalið Alþingiskosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Hringborð norðurslóða Vinstri græn Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?