Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Árni Sæberg skrifar 12. desember 2024 15:25 Helgi vildi ekki una niðurstöðu Héraðsdóms og skaut málinu því til Landsréttar. Vísir/Vilhelm Helgi Hermannsson, áður stærsti hluthafi og framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Sling, hefur verið dæmdur til að greiða fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins 67 milljónir króna í Landsrétti. Starfsmennirnir stefndu Helga sem þeir töldu hafa svikið sig um gerða samninga þegar Sling var selt fyrir fleiri milljarða króna. Fyrirtæki sem þeir höfðu tekið þátt í að byggja upp og átt kauprétt í. Dómur Landsréttar var kveðinn upp klukkan 15 og hefur ekki enn verið birtur. Hann staðfestir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Sumarið 2023 var Helgi dæmdur til að greiða starfsmönnunum fjórum alls 67 milljónir króna. Vísir ræddi í kjölfarið við grafíska hönnuðinn Bjarka Atlason, sem var einn af þeim sem stefndu Helga. Hann lýsti því að mennirnir hafi talið sig svikna eftir að hafa ekki fengið kaupréttarsamninga sína efnda og svo ekki fengið greitt eftir að samkomulag um greiðslu eftir sölu Sling var gert. Héraðsdómur hafi dæmt Helga til greiðslu milljónanna 67. Mennirnir hafi furðað sig á því að hann hafi ákveðið að áfrýja dóminum til Landsréttar, enda hefðu lögfróðir menn tjáð þeim að litlar líkur væru á að dóminum yrði snúið. Bjarki hafi talið Helga einungis vera að fresta málinu. Helgi svarar fyrir sig Helgi setti sig í samband við Vísi eftir að frétt þessi birtist og óskaði eftir því að fá eftirfarandi yfirlýsingu birta: „Ég er ekki sammála niðurstöðu dómsins sem tekur ekki til lykilstaðreynda í þessu sérstaka máli. Sem snýst um meinta kauprétti manna sem aldrei unnu hjá fyrirtækinu eða stoppuðu mjög stutt við í árdögum þess. Tveir af þeim fjórum mönnum sem standa fyrir þessari málsókn hafa aldrei unnið fyrir Sling. Já, þú last rétt, aldrei unnið fyrir Sling. Gísli Guðmundsson hefur aldrei unnið hjá Sling. Jose Eduardo Valenzuela Martinez hefur aldrei unnið hjá Sling. Hinir tveir hættu fyrir langa löngu. Aron Ingi Óskarsson vann í 4 mánuði fyrir Sling sumarið 2016. Bjarki Fannar Atlason vann fyrir auglýsingastofu 2015 sem heitir Döðlur sem vann fyrir Sling. Bjarki hætti öllum afskiptum af Sling 2017 þegar hann stofnaði eigið fyrirtæki sem heitir 50Skills. Við sölu Sling sumarið 2022 hafði margt af kjarna starfsfólki félagsins unnið dag og nótt fyrir fyrirtækið í mörg ár. Þetta frábæra starfsfólk, 34 aðtölu, stóð með fyrirtækinu í gegnum mikla erfiðleika árum saman. Allt þetta góða fólk voru hluthafar í fyrirtækinu við sölu og nutu þess fjárhagslega. Vert er líka að hafa í huga og spyrja dóminn: Af hverju er ekki öllum hluthöfum Sling þá gert að greiða hlutfallslega eftir eign sinni í félaginu heldur aðeins einum hluthafa af mjög mörgum? Fólk getur lært margt af vegferð Sling á árunum 2015 til 2022. Startup fyrirtæki sem nær árangri í Ameríku krefst úthalds og þrautsegju. Ef einhver hefur áhuga á að kynna sér söguna og læra af henni er þeim frjálst að hafa samband helgi@nordurver.com.“ Dómsmál Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir Tæknirisi kaupir íslenska nýsköpunarfyrirtækið Sling Bandaríska fyrirtækið Toast, sem heldur úti stafrænum vettvang fyrir veitingastaði og er skráð í kauphöllinni í New York, hefur keypt íslenska nýsköpunarfyrirtækið Sling, sem hefur þróað hugbúnað fyrir vinnustaði þar sem unnið er á vöktum. 7. júlí 2022 13:49 Sling selt á nærri níu milljarða króna til bandarísks tæknirisa Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Sling, sem var stofnað af Helga Hermannssyni fyrir um sjö árum síðan, var keypt fyrr í sumar á samtals um 60,6 miljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 8,6 milljarða króna á gengi dagsins í dag, af bandaríska tæknifyrirtækinu Toast. Stærstur hluti kaupverðsins var í formi reiðufjár en stjórnendur Sling fengu einnig afhent hlutabréf í Toast sem skráð í kauphöllinni í New York (NYSE). 5. september 2022 07:00 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Dómur Landsréttar var kveðinn upp klukkan 15 og hefur ekki enn verið birtur. Hann staðfestir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Sumarið 2023 var Helgi dæmdur til að greiða starfsmönnunum fjórum alls 67 milljónir króna. Vísir ræddi í kjölfarið við grafíska hönnuðinn Bjarka Atlason, sem var einn af þeim sem stefndu Helga. Hann lýsti því að mennirnir hafi talið sig svikna eftir að hafa ekki fengið kaupréttarsamninga sína efnda og svo ekki fengið greitt eftir að samkomulag um greiðslu eftir sölu Sling var gert. Héraðsdómur hafi dæmt Helga til greiðslu milljónanna 67. Mennirnir hafi furðað sig á því að hann hafi ákveðið að áfrýja dóminum til Landsréttar, enda hefðu lögfróðir menn tjáð þeim að litlar líkur væru á að dóminum yrði snúið. Bjarki hafi talið Helga einungis vera að fresta málinu. Helgi svarar fyrir sig Helgi setti sig í samband við Vísi eftir að frétt þessi birtist og óskaði eftir því að fá eftirfarandi yfirlýsingu birta: „Ég er ekki sammála niðurstöðu dómsins sem tekur ekki til lykilstaðreynda í þessu sérstaka máli. Sem snýst um meinta kauprétti manna sem aldrei unnu hjá fyrirtækinu eða stoppuðu mjög stutt við í árdögum þess. Tveir af þeim fjórum mönnum sem standa fyrir þessari málsókn hafa aldrei unnið fyrir Sling. Já, þú last rétt, aldrei unnið fyrir Sling. Gísli Guðmundsson hefur aldrei unnið hjá Sling. Jose Eduardo Valenzuela Martinez hefur aldrei unnið hjá Sling. Hinir tveir hættu fyrir langa löngu. Aron Ingi Óskarsson vann í 4 mánuði fyrir Sling sumarið 2016. Bjarki Fannar Atlason vann fyrir auglýsingastofu 2015 sem heitir Döðlur sem vann fyrir Sling. Bjarki hætti öllum afskiptum af Sling 2017 þegar hann stofnaði eigið fyrirtæki sem heitir 50Skills. Við sölu Sling sumarið 2022 hafði margt af kjarna starfsfólki félagsins unnið dag og nótt fyrir fyrirtækið í mörg ár. Þetta frábæra starfsfólk, 34 aðtölu, stóð með fyrirtækinu í gegnum mikla erfiðleika árum saman. Allt þetta góða fólk voru hluthafar í fyrirtækinu við sölu og nutu þess fjárhagslega. Vert er líka að hafa í huga og spyrja dóminn: Af hverju er ekki öllum hluthöfum Sling þá gert að greiða hlutfallslega eftir eign sinni í félaginu heldur aðeins einum hluthafa af mjög mörgum? Fólk getur lært margt af vegferð Sling á árunum 2015 til 2022. Startup fyrirtæki sem nær árangri í Ameríku krefst úthalds og þrautsegju. Ef einhver hefur áhuga á að kynna sér söguna og læra af henni er þeim frjálst að hafa samband helgi@nordurver.com.“
Dómsmál Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir Tæknirisi kaupir íslenska nýsköpunarfyrirtækið Sling Bandaríska fyrirtækið Toast, sem heldur úti stafrænum vettvang fyrir veitingastaði og er skráð í kauphöllinni í New York, hefur keypt íslenska nýsköpunarfyrirtækið Sling, sem hefur þróað hugbúnað fyrir vinnustaði þar sem unnið er á vöktum. 7. júlí 2022 13:49 Sling selt á nærri níu milljarða króna til bandarísks tæknirisa Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Sling, sem var stofnað af Helga Hermannssyni fyrir um sjö árum síðan, var keypt fyrr í sumar á samtals um 60,6 miljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 8,6 milljarða króna á gengi dagsins í dag, af bandaríska tæknifyrirtækinu Toast. Stærstur hluti kaupverðsins var í formi reiðufjár en stjórnendur Sling fengu einnig afhent hlutabréf í Toast sem skráð í kauphöllinni í New York (NYSE). 5. september 2022 07:00 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Tæknirisi kaupir íslenska nýsköpunarfyrirtækið Sling Bandaríska fyrirtækið Toast, sem heldur úti stafrænum vettvang fyrir veitingastaði og er skráð í kauphöllinni í New York, hefur keypt íslenska nýsköpunarfyrirtækið Sling, sem hefur þróað hugbúnað fyrir vinnustaði þar sem unnið er á vöktum. 7. júlí 2022 13:49
Sling selt á nærri níu milljarða króna til bandarísks tæknirisa Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Sling, sem var stofnað af Helga Hermannssyni fyrir um sjö árum síðan, var keypt fyrr í sumar á samtals um 60,6 miljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 8,6 milljarða króna á gengi dagsins í dag, af bandaríska tæknifyrirtækinu Toast. Stærstur hluti kaupverðsins var í formi reiðufjár en stjórnendur Sling fengu einnig afhent hlutabréf í Toast sem skráð í kauphöllinni í New York (NYSE). 5. september 2022 07:00