Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. desember 2024 22:02 Linda Dröfn veltir fyrir sér hvort dómurinn væri ekki þyngri ef ótengdur aðili hefði farið inn á heimili og viðhaft sömu verknaðaraðferð. Vísir/Einar Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir dóm yfir manni í manndrápsmáli vera vonbrigði, og veltir fyrir sér hvort dómurinn hefði verið þyngri ef ekki væri um heimilisofbeldi að ræða. Héraðsdómur Norðurlands eystra felldi dóm í Naustahverfismálinu svokallaða á mánudag. Þar var maður sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi sem leiddi til andláts konu hans. Hann var ekki sakfelldur fyrir manndráp, þar sem dómari taldi ekki sannað að hann hafi ætlað að bana konunni. Ríkissaksóknari hefur ekki tekið ákvörðun um hvort dóminum verður áfrýjað til Landsréttar. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir dóminn vonbrigði. „Við erum alltaf að reyna að berjast fyrir því að við séum að senda skilaboð út í samfélagið um að heimilisofbeldi og kvennamorð séu á sama stað og önnur morð, annað ofbeldi. Fyrr erum við ekkert að fara að vinna þessa baráttu gegn kynbundnu ofbeldi,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Spyr hvort annað ætti við ef gerandinn væri ótengdur Maðurinn hlaut tólf ára dóm, en refsiramminn fyrir brot hans er upp í 16 ár. Linda segir það sæta furðu að dómurinn sé ekki þyngri. Í dóminum er einnig greint frá fjölda atvika þar sem lögregla var kölluð til heimilis hjónanna vegna ofbeldis, allt aftur til ársins 1999. „Maður hefur það á tilfinningunni að það vinni gegn dómnum að þetta sé heimilisofbeldi, að þetta langvarandi hræðilega ofbeldi sem hefur átt sér stað skuli enda svona. Ef þetta hefði verið utanaðkomandi aðili sem hefði komið inn á heimilið og framið slíkan verknað, því ef maður les dóminn þá er verknaðurinn greinilega til þess fallinn að valda miklum skaða, þá hugsar maður sig um hvort dómurinn hefði hljómað öðruvísi.“ Ekki hægt að segja að allt verði í lagi Linda segir úrræði til staðar fyrir þolendur heimilisofbeldis, líkt og Kvennaathvarfið sem sé með neyðarsíma allan sólarhringinn. Mun meira þurfi þó að gera til þess að vel sé hægt að taka utan um þolendur heimilisofbeldis. „Bæði það að það sé meiri þjálfun og samhæfðari vinnubrögð í framlínunnu, þetta kallar eftir því. Einnig að við getum tryggt öryggi þessara kvenna með því að taka ofbeldismenn úr umhverfinu, tryggja þeirra öryggi með nálgunarbanni og viðurlögum sem virka. Fyrr er mjög erfitt að segja við konur að þetta verði bara allt í lagi.“ Heimilisofbeldi Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Lögreglumál Dómsmál Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands eystra felldi dóm í Naustahverfismálinu svokallaða á mánudag. Þar var maður sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi sem leiddi til andláts konu hans. Hann var ekki sakfelldur fyrir manndráp, þar sem dómari taldi ekki sannað að hann hafi ætlað að bana konunni. Ríkissaksóknari hefur ekki tekið ákvörðun um hvort dóminum verður áfrýjað til Landsréttar. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir dóminn vonbrigði. „Við erum alltaf að reyna að berjast fyrir því að við séum að senda skilaboð út í samfélagið um að heimilisofbeldi og kvennamorð séu á sama stað og önnur morð, annað ofbeldi. Fyrr erum við ekkert að fara að vinna þessa baráttu gegn kynbundnu ofbeldi,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Spyr hvort annað ætti við ef gerandinn væri ótengdur Maðurinn hlaut tólf ára dóm, en refsiramminn fyrir brot hans er upp í 16 ár. Linda segir það sæta furðu að dómurinn sé ekki þyngri. Í dóminum er einnig greint frá fjölda atvika þar sem lögregla var kölluð til heimilis hjónanna vegna ofbeldis, allt aftur til ársins 1999. „Maður hefur það á tilfinningunni að það vinni gegn dómnum að þetta sé heimilisofbeldi, að þetta langvarandi hræðilega ofbeldi sem hefur átt sér stað skuli enda svona. Ef þetta hefði verið utanaðkomandi aðili sem hefði komið inn á heimilið og framið slíkan verknað, því ef maður les dóminn þá er verknaðurinn greinilega til þess fallinn að valda miklum skaða, þá hugsar maður sig um hvort dómurinn hefði hljómað öðruvísi.“ Ekki hægt að segja að allt verði í lagi Linda segir úrræði til staðar fyrir þolendur heimilisofbeldis, líkt og Kvennaathvarfið sem sé með neyðarsíma allan sólarhringinn. Mun meira þurfi þó að gera til þess að vel sé hægt að taka utan um þolendur heimilisofbeldis. „Bæði það að það sé meiri þjálfun og samhæfðari vinnubrögð í framlínunnu, þetta kallar eftir því. Einnig að við getum tryggt öryggi þessara kvenna með því að taka ofbeldismenn úr umhverfinu, tryggja þeirra öryggi með nálgunarbanni og viðurlögum sem virka. Fyrr er mjög erfitt að segja við konur að þetta verði bara allt í lagi.“
Heimilisofbeldi Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Lögreglumál Dómsmál Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira