Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Jón Þór Stefánsson skrifar 12. desember 2024 18:09 Brot mannsins áttu sér stað á heimili konunnar á Akureyri í janúar 2022. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag fimm ára fangelsisdóm Vilhelms Norðfjörð Sigurðssonar fyrir að nauðga fyrrverandi unnustu sinni og fyrir fleiri brot gegn henni. Málið varðar þrjú atvik sem áttu sér stað á heimili konunnar á Akureyri í janúarmánuði 2022. Fyrst á nýársdag og svo tólfta og þrettánda janúar. Í fyrsta lagi var Vilhelm ákærður fyrir að nauðga konunni. Honum var gefið að sök að fara í heimildarleysi á heimili hennar og nauðga henni á meðan hún hafi ítrekað beðið hann um að hætta og yfirgefa heimilið. Upptökur úr myndavél lágu fyrir Konan hafði fengið sér öryggismyndavél vegna mannsins, en í málinu lá fyrir mynd og hljóðupptaka úr henni. „Ég fer ekkert af þér, ég á þig, þú veist alveg [nafn konunnar] að ég á þig. Það er enginn að fara að taka þig frá mér […] ég er ekki að fara að beita þig ofbeldi, aldrei aftur, ég sver það, aldrei,“ var á meðal þess sem hann heyrðist segja í upptökunni. Vilhelm neitaði að hafa nauðgað konunni en var þrátt fyrir það sakfelldur. Kom aftur tveimur vikum seinna Í öðrum ákæruliðnum var Vilhelm gefið að sök að hafa farið í heimildarleysi á heimili konunnar tveimur vikum seinna og ekki farið þaðan þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir konunnar. Þá hafi hann tekið í hár hennar og gripið um hendur hennar, snúið upp á þær og slegið hana í rassinn. Síðan hafi hann hótað henni. „Þegiðu og hlustaðu. Þú ert fífl. Ég slæ þig fokking fast utan undir ef þú fokking heldur ekki kjafti. Er þetta þakklætið fyrir að, horfðu á mig, horfðu á mig. Er þetta þakklætið fyrir það að ég sit fyrir framan dómstóla og játa milljón króna bótakröfu,“ er haft eftir manninum, og líka: „Á ég ekki bara að kýla þig einu sinni og þá erum við kvitt, ha?“ Maðurinn játaði sök í þeim ákærulið að því undanskildu að hann hefði farið á heimili í heimildarleysi og ákæruvaldið féll frá þeim hluta ákærunnar. Daginn eftir það atvik, þann þrettánda janúar, sneri maðurinn aftur á heimili konunnar. Honum var gefið að sök að hafa slegið konuna utanundir með flötum lófa. Og að fyrir vikið hafi hún hlotið roða í andliti. Aftur kemur fram að konan hafi þrábeðið manninn um að fara af heimili hennar. Maðurinn játaði sök í þeim ákærulið, að því undanskildu að hafa slegið konuna. Héraðsdómur Norðurlands eystra taldi þó gögn málsins sýna fram á að hann hefði gert það og sakfelldi hann fyrir háttsemina. Landsréttur vísaði til forsenda héraðsdóms og staðfesti niðurstöðu hans. Vilhelm hlýtur fimm ára fangelsisdóm. Þá hækkaði dómurinn miskabæturnar sem honum er gert að greiða konunni úr tveimur milljónum upp í þrjár milljónir króna. Áður dæmdur fyrir ofbeldi gegn konunni Vilhelm hefur áður hlotið dóm fyrir gróf ofbeldisbrot gagnvart konunni, en í því máli var hann sakfelldur í fimm ákæruliðum fyrir brot sem áttu sér stað 2019 og 2020. Í einum ákærulið þess máls var manninum gefið að sök að ráðast á konuna á veitingastað, slá hana ítrekað í andlitið, skvetta kjúklingasúpu yfir höfuð hennar og hella matarolíu í hár hennar. Síðan hrint henni, troðið pappír í kok hennar svo hún gat varla andað og þar á eftir dregið hana í gestaherbergi hússins og neytt hana í kalda sturtu. Þá hlaut hann tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Hann sat í fangelsi vegna þessara ofbeldisbrota frá október 2020 til 29. desember 2021, en þá var hann frjáls ferða sinna með ákveðnum skilyrðum og í rafrænu eftirliti. Það liðu því þrír dagar frá því að hann kláraði afplánun og þangað til hann nauðgaði konunni á nýársdag. Hann var einnig dæmdur fyrir ofbeldi gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni árið 2017. Þá var hann ákærður fyrir að veitast tvívegis að konunni á heimili hans. Hann var þá meðal annars sakfelldur fyrir að skalla konuna ítrekað í andlitið, og leggja framhandlegg sinn upp að hálsi hennar og halda henni þannig fastri. Í það skipti hlaut hann tveggja mánaða fangelsisdóm. Dómsmál Kynferðisofbeldi Akureyri Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Málið varðar þrjú atvik sem áttu sér stað á heimili konunnar á Akureyri í janúarmánuði 2022. Fyrst á nýársdag og svo tólfta og þrettánda janúar. Í fyrsta lagi var Vilhelm ákærður fyrir að nauðga konunni. Honum var gefið að sök að fara í heimildarleysi á heimili hennar og nauðga henni á meðan hún hafi ítrekað beðið hann um að hætta og yfirgefa heimilið. Upptökur úr myndavél lágu fyrir Konan hafði fengið sér öryggismyndavél vegna mannsins, en í málinu lá fyrir mynd og hljóðupptaka úr henni. „Ég fer ekkert af þér, ég á þig, þú veist alveg [nafn konunnar] að ég á þig. Það er enginn að fara að taka þig frá mér […] ég er ekki að fara að beita þig ofbeldi, aldrei aftur, ég sver það, aldrei,“ var á meðal þess sem hann heyrðist segja í upptökunni. Vilhelm neitaði að hafa nauðgað konunni en var þrátt fyrir það sakfelldur. Kom aftur tveimur vikum seinna Í öðrum ákæruliðnum var Vilhelm gefið að sök að hafa farið í heimildarleysi á heimili konunnar tveimur vikum seinna og ekki farið þaðan þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir konunnar. Þá hafi hann tekið í hár hennar og gripið um hendur hennar, snúið upp á þær og slegið hana í rassinn. Síðan hafi hann hótað henni. „Þegiðu og hlustaðu. Þú ert fífl. Ég slæ þig fokking fast utan undir ef þú fokking heldur ekki kjafti. Er þetta þakklætið fyrir að, horfðu á mig, horfðu á mig. Er þetta þakklætið fyrir það að ég sit fyrir framan dómstóla og játa milljón króna bótakröfu,“ er haft eftir manninum, og líka: „Á ég ekki bara að kýla þig einu sinni og þá erum við kvitt, ha?“ Maðurinn játaði sök í þeim ákærulið að því undanskildu að hann hefði farið á heimili í heimildarleysi og ákæruvaldið féll frá þeim hluta ákærunnar. Daginn eftir það atvik, þann þrettánda janúar, sneri maðurinn aftur á heimili konunnar. Honum var gefið að sök að hafa slegið konuna utanundir með flötum lófa. Og að fyrir vikið hafi hún hlotið roða í andliti. Aftur kemur fram að konan hafi þrábeðið manninn um að fara af heimili hennar. Maðurinn játaði sök í þeim ákærulið, að því undanskildu að hafa slegið konuna. Héraðsdómur Norðurlands eystra taldi þó gögn málsins sýna fram á að hann hefði gert það og sakfelldi hann fyrir háttsemina. Landsréttur vísaði til forsenda héraðsdóms og staðfesti niðurstöðu hans. Vilhelm hlýtur fimm ára fangelsisdóm. Þá hækkaði dómurinn miskabæturnar sem honum er gert að greiða konunni úr tveimur milljónum upp í þrjár milljónir króna. Áður dæmdur fyrir ofbeldi gegn konunni Vilhelm hefur áður hlotið dóm fyrir gróf ofbeldisbrot gagnvart konunni, en í því máli var hann sakfelldur í fimm ákæruliðum fyrir brot sem áttu sér stað 2019 og 2020. Í einum ákærulið þess máls var manninum gefið að sök að ráðast á konuna á veitingastað, slá hana ítrekað í andlitið, skvetta kjúklingasúpu yfir höfuð hennar og hella matarolíu í hár hennar. Síðan hrint henni, troðið pappír í kok hennar svo hún gat varla andað og þar á eftir dregið hana í gestaherbergi hússins og neytt hana í kalda sturtu. Þá hlaut hann tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Hann sat í fangelsi vegna þessara ofbeldisbrota frá október 2020 til 29. desember 2021, en þá var hann frjáls ferða sinna með ákveðnum skilyrðum og í rafrænu eftirliti. Það liðu því þrír dagar frá því að hann kláraði afplánun og þangað til hann nauðgaði konunni á nýársdag. Hann var einnig dæmdur fyrir ofbeldi gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni árið 2017. Þá var hann ákærður fyrir að veitast tvívegis að konunni á heimili hans. Hann var þá meðal annars sakfelldur fyrir að skalla konuna ítrekað í andlitið, og leggja framhandlegg sinn upp að hálsi hennar og halda henni þannig fastri. Í það skipti hlaut hann tveggja mánaða fangelsisdóm.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Akureyri Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira