„Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ Sindri Sverrisson skrifar 14. desember 2024 10:02 Þórir Hergeirsson fær að ljúka tíma sínum sem þjálfari Noregs með úrslitaleik, eftir frábæra frammistöðu liðsins til þessa á EM. EPA-EFE/MAX SLOVENCIK „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá hef ég ekki tölu á hve margir úrslitaleikirnir eru orðnir,“ sagði Þórir Hergeirsson við NRK í gærkvöld, eftir að hafa stýrt Noregi til öruggs sigurs á Ungverjum í undanúrslitum EM kvenna í handbolta. Þar með er ljóst að síðasti leikur Noregs undir stjórn Þóris verður úrslitaleikur EM, gegn Danmörku á morgun klukkan 17. Það er vel við hæfi enda hafa Þórir og norska liðið nánast verið fastagestir í úrslitum stórmóta, og Noregur unnið tíu meistaratitla í þrettán úrslitaleikjum á fimmtán árum með Þóri sem þjálfara. Mikið hefur verið rætt og ritað um þá staðreynd að Þórir sé nú á sínu síðasta stórmóti með norska liðinu og hann er vel meðvitaður um það, líkt og leikmenn, að á sunnudaginn taka við mikil tímamót. Ljóst er að á þeim tímamótum bætast enn ein verðlaunin í safnið, eftir frábæra frammistöðu Noregs á EM til þessa og afar sannfærandi 30-22 sigur gegn Ungverjum. „Þetta er ótrúlega gaman. Ég er ótrúlega stoltur af þessum hópi. Ég verð eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur, en allt á sér sinn tíma,“ sagði Þórir við NRK. Auk þess að hafa verið aðalþjálfari Noregs í fimmtán ár var Þórir áður aðstoðarþjálfari norska liðsins frá árinu 2001, svo Þórir hefur tekið virkan þátt í velgengni liðsins í tæpan aldarfjórðung, og upplifað marga frábæra sigurleiki eins og í gær. „Hann finnur sjálfsagt eftirsjá eftir svona leiki en ég hef trú á því að hann muni með tímanum líka finna að þetta hafi verið rétt ákvörðun,“ sagði Henny Reistad, ein helsta stjarna norska liðsins, sem skoraði sjö mörk í gær. Sorglegt en glaðar yfir öllum leikjunum með Þóri Þær Reistad og markvörðurinn Katrine Lunde voru eins og oft áður í stórum hlutverkum í gær, og norska liðið hefur spjarað sig frábærlega þrátt fyrir að kanónur á borð við Noru Mörk og Stine Oftedal hafi dottið út eftir Ólympíumeistaratitilinn í sumar. „Mér finnst við hafa átt stórkostlegt stórmót og það er æðislegt að geta endað það á úrslitaleik. Auðvitað er líka sorglegt að það verði síðasti leikur Þóris en við erum glaðar yfir öllum leikjunum sem við höfum átt með honum,“ sagði markvörðurinn reynslumikli Lunde. Hún hefur áður lýst því hve þakklát hún er Þóri sem gaf henni leyfi fyrr á mótinu til að ferðast heim og fljúga dóttur sinni til pabba síns í Serbíu. EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Sjá meira
Þar með er ljóst að síðasti leikur Noregs undir stjórn Þóris verður úrslitaleikur EM, gegn Danmörku á morgun klukkan 17. Það er vel við hæfi enda hafa Þórir og norska liðið nánast verið fastagestir í úrslitum stórmóta, og Noregur unnið tíu meistaratitla í þrettán úrslitaleikjum á fimmtán árum með Þóri sem þjálfara. Mikið hefur verið rætt og ritað um þá staðreynd að Þórir sé nú á sínu síðasta stórmóti með norska liðinu og hann er vel meðvitaður um það, líkt og leikmenn, að á sunnudaginn taka við mikil tímamót. Ljóst er að á þeim tímamótum bætast enn ein verðlaunin í safnið, eftir frábæra frammistöðu Noregs á EM til þessa og afar sannfærandi 30-22 sigur gegn Ungverjum. „Þetta er ótrúlega gaman. Ég er ótrúlega stoltur af þessum hópi. Ég verð eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur, en allt á sér sinn tíma,“ sagði Þórir við NRK. Auk þess að hafa verið aðalþjálfari Noregs í fimmtán ár var Þórir áður aðstoðarþjálfari norska liðsins frá árinu 2001, svo Þórir hefur tekið virkan þátt í velgengni liðsins í tæpan aldarfjórðung, og upplifað marga frábæra sigurleiki eins og í gær. „Hann finnur sjálfsagt eftirsjá eftir svona leiki en ég hef trú á því að hann muni með tímanum líka finna að þetta hafi verið rétt ákvörðun,“ sagði Henny Reistad, ein helsta stjarna norska liðsins, sem skoraði sjö mörk í gær. Sorglegt en glaðar yfir öllum leikjunum með Þóri Þær Reistad og markvörðurinn Katrine Lunde voru eins og oft áður í stórum hlutverkum í gær, og norska liðið hefur spjarað sig frábærlega þrátt fyrir að kanónur á borð við Noru Mörk og Stine Oftedal hafi dottið út eftir Ólympíumeistaratitilinn í sumar. „Mér finnst við hafa átt stórkostlegt stórmót og það er æðislegt að geta endað það á úrslitaleik. Auðvitað er líka sorglegt að það verði síðasti leikur Þóris en við erum glaðar yfir öllum leikjunum sem við höfum átt með honum,“ sagði markvörðurinn reynslumikli Lunde. Hún hefur áður lýst því hve þakklát hún er Þóri sem gaf henni leyfi fyrr á mótinu til að ferðast heim og fljúga dóttur sinni til pabba síns í Serbíu.
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Sjá meira