Verksmiðjubúskapur og jólahátíðin Þóra Hlín Friðriksdóttir skrifar 14. desember 2024 14:32 Í aðdraganda jólahátíðarinnar er vert að draga fram í dagsljósið hryllilegan iðnað sem ber heitið verksmiðjubúskapur. Iðnaðar sem helst er falinn augum almennings. Þar fæðast dýr og fuglar innan veggja iðnaðar sem enginn fær að sjá nema eigendur og starfsfólk þess. Þessi dýr hafa hvorki málsvara né rödd til að verja rétt sinn til lífs sem er þess virði að lifa, og valfrelsi þeirra er ekkert. Tökum svínin sem dæmi: Lífið sem þau eiga, fjarri dagsljósi og fersku lofti, í einhæfu og ónáttúrulegu umhverfi í þröngum stíum er eitthvað sem enginn myndi bjóða nokkurri lifandi vitsmunaveru ef væri ekki nema í nafni verksmiðjubúskapar en þar fer framleiðslumagn og hagnaður ofar velferð og líðan dýranna. Ónàttúrulegar aðstæður á hörðu undirlagi, í eigin saur og einhæfu umhverfi veldur dýrunum mikilli vanlíðan og jafnvel svo að þau verða vitstola vegna vanörvunar umhverfisins ásamt inniveru í hávaða og menguðu lofti allt sitt líf. Svín hafa ríka þörf fyrir að fá að róta í mold og jarðvegi með trýninu og ef umhverfi þeirra er ekki skapað til að mæta þeirri náttúrulegu þörf, er hætta á óæskilegri hegðun sökum streitu og vanlíðan. Þessi vanlíðan og depurð kemur meðal annars fram í því að dýrin naga rófurnar og jafnvel eyrun hvert af öðru. Samkvæmt reglugerð um velferð svína frá árinu 2014 sem Matvælastofnun annast eftirlit með, er meðal annars gerð sú làgmarkskrafa að ávallt skal tryggja öllum svínum aðgengi að nægilegum hálmi eða öðru efni sem gerir þeim kleift að róta í eða krafsa auk lágmarkskröfu um pláss fyrir hvert svín. Helstu svínabú landsins hafa því miður ekki fylgt umræddri reglugerð, og fleiri ákvæði hennar hafa einnig verið brotin. Eftirlitsstofnunin hefur ekki rækt eftirlitshlutverk sitt og engin viðurlög virðast vera til staðar. Rannsóknir sýna að svín búa yfir vitsmunum á við þriggja ára barn, sem gerir þau í raun greindari en hundar og önnur gæludýr. Gætir þú hugsað þér að hafa hundinn þinn eða annað gæludýr innilokað og bundið við bás alla sína ævi ? Dýravelferð varðar okkur öll, hvort sem við neytum kjöts eða ekki. Ég vil hvetja þig, kæri lesandi, til að taka meðvitaðar ákvarðanir sem endurspegla umhyggju fyrir lífi og velferð dýranna. Höfundur er hjúkrunarfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Matur Mest lesið Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Í aðdraganda jólahátíðarinnar er vert að draga fram í dagsljósið hryllilegan iðnað sem ber heitið verksmiðjubúskapur. Iðnaðar sem helst er falinn augum almennings. Þar fæðast dýr og fuglar innan veggja iðnaðar sem enginn fær að sjá nema eigendur og starfsfólk þess. Þessi dýr hafa hvorki málsvara né rödd til að verja rétt sinn til lífs sem er þess virði að lifa, og valfrelsi þeirra er ekkert. Tökum svínin sem dæmi: Lífið sem þau eiga, fjarri dagsljósi og fersku lofti, í einhæfu og ónáttúrulegu umhverfi í þröngum stíum er eitthvað sem enginn myndi bjóða nokkurri lifandi vitsmunaveru ef væri ekki nema í nafni verksmiðjubúskapar en þar fer framleiðslumagn og hagnaður ofar velferð og líðan dýranna. Ónàttúrulegar aðstæður á hörðu undirlagi, í eigin saur og einhæfu umhverfi veldur dýrunum mikilli vanlíðan og jafnvel svo að þau verða vitstola vegna vanörvunar umhverfisins ásamt inniveru í hávaða og menguðu lofti allt sitt líf. Svín hafa ríka þörf fyrir að fá að róta í mold og jarðvegi með trýninu og ef umhverfi þeirra er ekki skapað til að mæta þeirri náttúrulegu þörf, er hætta á óæskilegri hegðun sökum streitu og vanlíðan. Þessi vanlíðan og depurð kemur meðal annars fram í því að dýrin naga rófurnar og jafnvel eyrun hvert af öðru. Samkvæmt reglugerð um velferð svína frá árinu 2014 sem Matvælastofnun annast eftirlit með, er meðal annars gerð sú làgmarkskrafa að ávallt skal tryggja öllum svínum aðgengi að nægilegum hálmi eða öðru efni sem gerir þeim kleift að róta í eða krafsa auk lágmarkskröfu um pláss fyrir hvert svín. Helstu svínabú landsins hafa því miður ekki fylgt umræddri reglugerð, og fleiri ákvæði hennar hafa einnig verið brotin. Eftirlitsstofnunin hefur ekki rækt eftirlitshlutverk sitt og engin viðurlög virðast vera til staðar. Rannsóknir sýna að svín búa yfir vitsmunum á við þriggja ára barn, sem gerir þau í raun greindari en hundar og önnur gæludýr. Gætir þú hugsað þér að hafa hundinn þinn eða annað gæludýr innilokað og bundið við bás alla sína ævi ? Dýravelferð varðar okkur öll, hvort sem við neytum kjöts eða ekki. Ég vil hvetja þig, kæri lesandi, til að taka meðvitaðar ákvarðanir sem endurspegla umhyggju fyrir lífi og velferð dýranna. Höfundur er hjúkrunarfræðingur
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun