Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Smári Jökull Jónsson skrifar 15. desember 2024 18:44 Þórir Hergeirsson kveður norska liðið sem einn sigursælasti þjálfari handboltasögunnar. Vísir/EPA Þórir Hergeirsson kveður norska landsliðið í handknattleik með Evrópumeistaratitli en Noregur vann öruggan sigur á Dönum í úrslitaleik í Vínarborg í dag. Þetta er ellefti stóri titill norska liðsins undir stjórn Þóris. Eins og mikið hefur verið ritað um var þessi úrslitaleikur síðasti leikur norska liðsins undir stjórn Þóris Hergeirssonar sem tilkynnti fyrr á árinu að hann myndi hætta þjálfun liðsins að mótinu loknu. Fyrri hálfleikur var frábær skemmtun og jafnt á nánast öllum tölum. Markverðir liðanna, þær Silje Solberg og Anna Kristensen, voru báðar að leika vel og úti á vellinum var spilaður hraður og skemmtilegur handbolti. Staðan í hálfleik var 13-12 norska liðinu í vil eftir að Henny Reistad skoraði síðasta markið undir lok fyrri hálfleiksins. Stórkostlegur síðari hálfleikur Noregs Í upphafi síðari hálfleiks náði Noregur hins vegar áhlaupi. Þær voru búnar að skora sex af fyrstu átta mörkum síðari hálfleiks þegar neyddust Danir til að taka leikhlé í stöðunni 19-14 fyrir Noreg. Það hafði hins vegar lítið að segja. Norska liðið hélt áfram að hamra járnið og þegar fimmtán mínútur voru eftir var munurinn orðinn sjö mörk og sjötti Evrópumeistaratitill Þóris Hergeirssonar með norska liðinu í sjónmáli. Munurinn varð mestur níu mörk og gat Þórir byrjað að fagna á bekknum löngu áður en leikurinn var á enda. Lokatölur 31-24 og þriðji Evróputitill norska liðsins í höfn og enn ein rósin í hnappagat Þóris Hergeirssonar sem var tolleraður af leikmönnum liðsins í leikslok. Henny Reistad var markahæst í norska liðinu með átta mörk og hornamaðurinn Emelie Hovden skoraði sjö mörk. Silje Solberg var góð í markinu og varði tólf skot eða 36% skotanna sem hún fékk á sig. Í danska liðinu voru þær Anne Mette Hansen og Mie Höjlund markahæstar með fimm mörk og Anna Kristensen varði níu skot í markinu. Norway have done it again and for the last time with Þórir Hergeirsson15 years in charge 🥇x 2 Olympic Games🥇x 3 IHF World Championship🥇x 6 EHF EuroLegend pic.twitter.com/ceoYXJwzXO— (Un)informed Handball Hour (@HandballHour) December 15, 2024 Þetta er ellefti stóri titillinn sem norska liðið vinnur undir stjórn Þóris Hergeirssonar sem er afrek sem seint verður slegið. Hann kveður liðið nú sem sigursælasti þjálfari handboltasögunnar og verður þessi síðasti að teljast einn af þeim stærstu því liðið missti öfluga leikmenn síðan það varð Ólympíumeistari í París í sumar. EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Sjá meira
Eins og mikið hefur verið ritað um var þessi úrslitaleikur síðasti leikur norska liðsins undir stjórn Þóris Hergeirssonar sem tilkynnti fyrr á árinu að hann myndi hætta þjálfun liðsins að mótinu loknu. Fyrri hálfleikur var frábær skemmtun og jafnt á nánast öllum tölum. Markverðir liðanna, þær Silje Solberg og Anna Kristensen, voru báðar að leika vel og úti á vellinum var spilaður hraður og skemmtilegur handbolti. Staðan í hálfleik var 13-12 norska liðinu í vil eftir að Henny Reistad skoraði síðasta markið undir lok fyrri hálfleiksins. Stórkostlegur síðari hálfleikur Noregs Í upphafi síðari hálfleiks náði Noregur hins vegar áhlaupi. Þær voru búnar að skora sex af fyrstu átta mörkum síðari hálfleiks þegar neyddust Danir til að taka leikhlé í stöðunni 19-14 fyrir Noreg. Það hafði hins vegar lítið að segja. Norska liðið hélt áfram að hamra járnið og þegar fimmtán mínútur voru eftir var munurinn orðinn sjö mörk og sjötti Evrópumeistaratitill Þóris Hergeirssonar með norska liðinu í sjónmáli. Munurinn varð mestur níu mörk og gat Þórir byrjað að fagna á bekknum löngu áður en leikurinn var á enda. Lokatölur 31-24 og þriðji Evróputitill norska liðsins í höfn og enn ein rósin í hnappagat Þóris Hergeirssonar sem var tolleraður af leikmönnum liðsins í leikslok. Henny Reistad var markahæst í norska liðinu með átta mörk og hornamaðurinn Emelie Hovden skoraði sjö mörk. Silje Solberg var góð í markinu og varði tólf skot eða 36% skotanna sem hún fékk á sig. Í danska liðinu voru þær Anne Mette Hansen og Mie Höjlund markahæstar með fimm mörk og Anna Kristensen varði níu skot í markinu. Norway have done it again and for the last time with Þórir Hergeirsson15 years in charge 🥇x 2 Olympic Games🥇x 3 IHF World Championship🥇x 6 EHF EuroLegend pic.twitter.com/ceoYXJwzXO— (Un)informed Handball Hour (@HandballHour) December 15, 2024 Þetta er ellefti stóri titillinn sem norska liðið vinnur undir stjórn Þóris Hergeirssonar sem er afrek sem seint verður slegið. Hann kveður liðið nú sem sigursælasti þjálfari handboltasögunnar og verður þessi síðasti að teljast einn af þeim stærstu því liðið missti öfluga leikmenn síðan það varð Ólympíumeistari í París í sumar.
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Sjá meira