Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Smári Jökull Jónsson skrifar 15. desember 2024 21:27 Þórir lyftir Evróputitlinum í leikslok. Facebooksíða EHF Það er engum blöðum um það að fletta að Þórir Hergeirsson nýtur mikillar virðingar í handboltaheiminum. Það kom berlega í ljós á blaðamannafundi eftir úrslitaleik Noregs og Danmerkur á Evrópumótinu í dag. Þórir Hergeirsson stýrði norska landsliðinu til sjötta Evrópumeistaratitils liðsins í dag þegar Noregur lagði Dani að velli í úrslitaleik í Vín. Þetta er ellefti stóri titillinn sem norska liðið vinnur undir stjórn Þóris sem mun láta af störfum nú að mótinu loknu. Á blaðamannafundi eftir leik sat Þórir fyrir svörum ásamt þjálfara danska liðsins Jesper Jensen. Undir lok fundarins hóf Jensen mikla lofræðu þar sem hann talaði um samband sitt og Þóris og sagði Íslendinginn hafa hækkað ránna í handknattleik kvenna á heimsvísu. „Með norska liðinu hefur þú sett ný viðmið í handknattleik kvenna. Það er erfitt að kveðja þig eftir fimmtán ár. Þú hefur verið frábær kollegi, bæði í landsliðinu og félagsliði mínu í Danmörku þar sem eru norskir leikmenn. Við höfum borið mikla virðingu fyrir hvor öðrum,“ sagði Jensen á meðan Þórir hlustaði á. Hann sagðist hafa viljað vinna Þóri í síðasta leiknum en norska liðið vann öruggan sigur eftir frábæra frammistöðu í síðari hálfleik. Jensen tók síðan upp gjöf sem hann sagðist hafa tekið með sér frá Danmörku áður en mótið hófst. „Þetta er góður kollegi,“ sagði Þórir, augljóslega djúpt snortinn. Class recognizes class. A beautiful moment captured at the press conference when Jesper made a heartfelt love statement and presented a gift to Thorir. A truly special exchange between two legendary figures in handball. 💙 #catchthespirit #ehfeuro2024 @DanskHaandbold pic.twitter.com/aedETSnjO5— EHF EURO (@EHFEURO) December 15, 2024 EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Tiger Woods sleit hásin Golf Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Sport Fleiri fréttir Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sjá meira
Þórir Hergeirsson stýrði norska landsliðinu til sjötta Evrópumeistaratitils liðsins í dag þegar Noregur lagði Dani að velli í úrslitaleik í Vín. Þetta er ellefti stóri titillinn sem norska liðið vinnur undir stjórn Þóris sem mun láta af störfum nú að mótinu loknu. Á blaðamannafundi eftir leik sat Þórir fyrir svörum ásamt þjálfara danska liðsins Jesper Jensen. Undir lok fundarins hóf Jensen mikla lofræðu þar sem hann talaði um samband sitt og Þóris og sagði Íslendinginn hafa hækkað ránna í handknattleik kvenna á heimsvísu. „Með norska liðinu hefur þú sett ný viðmið í handknattleik kvenna. Það er erfitt að kveðja þig eftir fimmtán ár. Þú hefur verið frábær kollegi, bæði í landsliðinu og félagsliði mínu í Danmörku þar sem eru norskir leikmenn. Við höfum borið mikla virðingu fyrir hvor öðrum,“ sagði Jensen á meðan Þórir hlustaði á. Hann sagðist hafa viljað vinna Þóri í síðasta leiknum en norska liðið vann öruggan sigur eftir frábæra frammistöðu í síðari hálfleik. Jensen tók síðan upp gjöf sem hann sagðist hafa tekið með sér frá Danmörku áður en mótið hófst. „Þetta er góður kollegi,“ sagði Þórir, augljóslega djúpt snortinn. Class recognizes class. A beautiful moment captured at the press conference when Jesper made a heartfelt love statement and presented a gift to Thorir. A truly special exchange between two legendary figures in handball. 💙 #catchthespirit #ehfeuro2024 @DanskHaandbold pic.twitter.com/aedETSnjO5— EHF EURO (@EHFEURO) December 15, 2024
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Tiger Woods sleit hásin Golf Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Sport Fleiri fréttir Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sjá meira