Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar 17. desember 2024 08:02 Nýafstaðnar alþingiskosningar fjölluðu að miklu leyti um efnahagslegan stöðugleika og jafnvægi í ríkisfjármálum og fram kom í kosningabaráttu flokkanna sem nú sitja á alþingi að þeir vilja ná jafnvægi í ríkisrekstri. Það er mikilvægt að þau loforð séu efnd, til að skjóta styrkari stoðum undir stöðugleikann. En stöðugleiki einn og sér er ekki nóg. Við verðum líka að huga að verðmætasköpun. Til þess að hún dafni þá verður Ísland að vera samkeppnishæft. Verðmætasköpun í atvinnulífinu stendur undir velferð samfélagsins. Við megum aldrei missa sjónar á þeim verðmætum sem öflugt atvinnulíf færir okkur. Hagkerfið hefur kólnað, greiningar gera ekki ráð fyrir hagvexti í ár og sýna samdrátt í bæði landsframleiðslu og framleiðni á fyrri hluta ársins 2024. Horft fram á veginn er gert ráð fyrir því að atvinnuleysi aukist og tölurnar eru í takt við viðhorf stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins, hagnaður í viðskiptahagkerfinu dróst saman í fyrra og fleiri en færri stjórnendur stærri fyrirtækja gera ráð fyrir sömu þróun á þessu ári sem rétt er að ljúka. Til lengri tíma litið er Ísland í öfundsverðri stöðu – ef við nýtum tækifærin. Ísland býr yfir öllu sem þarf fyrir næsta vaxtarskeið. Við erum hlutfallslega ung þjóð og hér eru nægar auðlindir – hvort tveggja mannauður og náttúruauðlindir. Ísland býr jafnframt yfir fjármögnuðu lífeyriskerfi, meira jafnrétti kynjanna, og meiri tekju- og eignajöfnuði en flestar aðrar þjóðir. En það er til lítils að hafa öll tækifærin í hendi sér, ef þau eru ekki nýtt. Við verðum að hafa augun á verðmætasköpuninni og muna að skattar skapa ekki verðmæti, fjölbreytt og blómlegt atvinnulíf skapar verðmæti. Áherslan þarf að vera á hallalaus fjárlög með hagræðingu á útgjaldahliðinni. Til lengri tíma litið þarf að horfa til þess að Ísland er háskattaríki og það myndi efla verðmætasköpun og hagvöxt að draga úr skattbyrði. Skattar skapa ekki verðmæti en verðmæti skapa skatttekjur. Hófleg skattheimta leyfir atvinnulífi að dafna og getur skilað meiri skatttekjum en ef skatthlutföll væru hærri. Á Íslandi eru nú þegar 4. hæstu skattarnir innan OECD. Það er hægt að bæta samkeppnishæfni íslensks skattkerfis. Skatttegundir hafa nefnilega mismunandi áhrif á hegðun einstaklinga. Samsetning skatta hefur þannig áhrif á hagkerfið og þróun hagsældar. Þrepaskiptir tekjuskattar eru notaðir um allan heim en hafa þarf í huga að háir jaðarskattar hafa áhrif á vilja einstaklinga til þess að vinna og draga þannig úr framleiðni skattkerfisins. Fyrirtækjaskattar og skattar á laun og fjármagn eru sérlega skaðlegir þegar kemur að áhrifum á hagvöxt. Flest lönd innan OECD hafa áttað sig á neikvæðum áhrifum slíkra skatta og hafa skattar á fjármagn og fyrirtæki því almennt farið lækkandi á undanförnum áratugum á meðan vægi breiðari skattstofna á borð við neysluskatta hefur aukist. Þá búum við nú þegar við sértæka skatta á fyrirtæki, fjármálafyrirtæki, sjávarútvegsfyrirtæki og ferðaþjónustufyrirtæki en það gefur auga leið að slíkir skattar draga úr samkeppnishæfni Íslands í alþjóðlegri samkeppni. Það má öllum vera ljóst að það eru fjölmörg tækifæri til þess að stórbæta íslenskt skattkerfi og styðja þar með við aukna verðmætasköpun sem getur aukið skatttekjur ríkissjóðs til lengri tíma án þess að auka eiginlega skattbyrði. Skilvirkara skattkerfi ætti að vera áhersluatriði næstu ríkisstjórnar, en ekki hækkun á sköttum og gjöldum enda er aukin samkeppnishæfni sjálfbærasta leiðin til að fjármagna aukna innviðauppbyggingu og öflugra velferðarkerfi. Samkeppnishæfni hagkerfisins er einmitt efst á listanum yfir stefnumarkandi áherslur nýrrar framkvæmdastjórnar innan Evrópusambandsins. Það færi vel á því sama hjá nýrri ríkisstjórn hérlendis. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Margrét Oddsdóttir Atvinnurekendur Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Nýafstaðnar alþingiskosningar fjölluðu að miklu leyti um efnahagslegan stöðugleika og jafnvægi í ríkisfjármálum og fram kom í kosningabaráttu flokkanna sem nú sitja á alþingi að þeir vilja ná jafnvægi í ríkisrekstri. Það er mikilvægt að þau loforð séu efnd, til að skjóta styrkari stoðum undir stöðugleikann. En stöðugleiki einn og sér er ekki nóg. Við verðum líka að huga að verðmætasköpun. Til þess að hún dafni þá verður Ísland að vera samkeppnishæft. Verðmætasköpun í atvinnulífinu stendur undir velferð samfélagsins. Við megum aldrei missa sjónar á þeim verðmætum sem öflugt atvinnulíf færir okkur. Hagkerfið hefur kólnað, greiningar gera ekki ráð fyrir hagvexti í ár og sýna samdrátt í bæði landsframleiðslu og framleiðni á fyrri hluta ársins 2024. Horft fram á veginn er gert ráð fyrir því að atvinnuleysi aukist og tölurnar eru í takt við viðhorf stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins, hagnaður í viðskiptahagkerfinu dróst saman í fyrra og fleiri en færri stjórnendur stærri fyrirtækja gera ráð fyrir sömu þróun á þessu ári sem rétt er að ljúka. Til lengri tíma litið er Ísland í öfundsverðri stöðu – ef við nýtum tækifærin. Ísland býr yfir öllu sem þarf fyrir næsta vaxtarskeið. Við erum hlutfallslega ung þjóð og hér eru nægar auðlindir – hvort tveggja mannauður og náttúruauðlindir. Ísland býr jafnframt yfir fjármögnuðu lífeyriskerfi, meira jafnrétti kynjanna, og meiri tekju- og eignajöfnuði en flestar aðrar þjóðir. En það er til lítils að hafa öll tækifærin í hendi sér, ef þau eru ekki nýtt. Við verðum að hafa augun á verðmætasköpuninni og muna að skattar skapa ekki verðmæti, fjölbreytt og blómlegt atvinnulíf skapar verðmæti. Áherslan þarf að vera á hallalaus fjárlög með hagræðingu á útgjaldahliðinni. Til lengri tíma litið þarf að horfa til þess að Ísland er háskattaríki og það myndi efla verðmætasköpun og hagvöxt að draga úr skattbyrði. Skattar skapa ekki verðmæti en verðmæti skapa skatttekjur. Hófleg skattheimta leyfir atvinnulífi að dafna og getur skilað meiri skatttekjum en ef skatthlutföll væru hærri. Á Íslandi eru nú þegar 4. hæstu skattarnir innan OECD. Það er hægt að bæta samkeppnishæfni íslensks skattkerfis. Skatttegundir hafa nefnilega mismunandi áhrif á hegðun einstaklinga. Samsetning skatta hefur þannig áhrif á hagkerfið og þróun hagsældar. Þrepaskiptir tekjuskattar eru notaðir um allan heim en hafa þarf í huga að háir jaðarskattar hafa áhrif á vilja einstaklinga til þess að vinna og draga þannig úr framleiðni skattkerfisins. Fyrirtækjaskattar og skattar á laun og fjármagn eru sérlega skaðlegir þegar kemur að áhrifum á hagvöxt. Flest lönd innan OECD hafa áttað sig á neikvæðum áhrifum slíkra skatta og hafa skattar á fjármagn og fyrirtæki því almennt farið lækkandi á undanförnum áratugum á meðan vægi breiðari skattstofna á borð við neysluskatta hefur aukist. Þá búum við nú þegar við sértæka skatta á fyrirtæki, fjármálafyrirtæki, sjávarútvegsfyrirtæki og ferðaþjónustufyrirtæki en það gefur auga leið að slíkir skattar draga úr samkeppnishæfni Íslands í alþjóðlegri samkeppni. Það má öllum vera ljóst að það eru fjölmörg tækifæri til þess að stórbæta íslenskt skattkerfi og styðja þar með við aukna verðmætasköpun sem getur aukið skatttekjur ríkissjóðs til lengri tíma án þess að auka eiginlega skattbyrði. Skilvirkara skattkerfi ætti að vera áhersluatriði næstu ríkisstjórnar, en ekki hækkun á sköttum og gjöldum enda er aukin samkeppnishæfni sjálfbærasta leiðin til að fjármagna aukna innviðauppbyggingu og öflugra velferðarkerfi. Samkeppnishæfni hagkerfisins er einmitt efst á listanum yfir stefnumarkandi áherslur nýrrar framkvæmdastjórnar innan Evrópusambandsins. Það færi vel á því sama hjá nýrri ríkisstjórn hérlendis. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar