Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. desember 2024 22:50 Logi Bergmann er eiginmaður sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og búsettur í Washington. Vísir/Samsett Logi Bergmann, fjölmiðlamaður og eiginmaður sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, segir það ólíklegt að dularfull flygildi sem skotið hafa upp kollinum í skjóli nætur í New Jersey-ríki séu í heimsókn frá öðrum hnetti. Logi er búsettur í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, og hefur fylgst með fréttaflutningi af þessum huldufullu fljúgandi fyrirbærum sem herjað hafa á íbúa og fengið samsærisspekúlanta til að klóra sér í kollinum. Hann segir helstu kenningar um uppruna þeirra því miður ansi hversdagslegar. „Helstu kenningarnar eru þær að þetta sé bara eitthvað fólk að fljúga drónum. Því miður. Geimverurnar eru ekki að koma og ef þær kæmu þá kæmu þær sennilega ekki í hópum og hringsóluðu bara um með öllum þessum drónahljóðum,“ segir hann í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Bandaríkjamenn leita skýringa Fréttir af flygildunum hófu að berast um miðjan nóvember. Þau birtast gjarnan nokkur saman og þykja stór af flygildum að vera. Þau hafa skotið upp kollinum og lýst upp næturhimininn víða um ríkið. Íbúar hafa ókyrrst og leitað skýringa á ljósunum á himni. Bandarísk stjórnvöld hafa gefið út að málið sé á þeirra borði og að það yrði tekið föstum tökum. John Kirby talsmaður þjóðaröryggisráðs sagði til að mynda á blaðamannafundi í vikunni að ýmislegt benti til þess að flygildin væru mörg hver mönnuð loftför í fullum rétti í bandarískri lofthelgi Þessum ummælum hefur þó ekki tekist að kæfa niður samsæriskenningarnar sem farið hafa eins og eldur í sinu um Bandaríkin. Sumir telja flygildin á vegum Írana og að þeir komi allir frá móðurskipi á Atlantshafi úti. Engin ummerki um slíkt móðurskip hefur þó fundist. Aðrir telja Kínverja, eða þá Rússa, standa að flygildaferðunum. Donald Trump, tilvonandi forseti Bandaríkjanna, tjáði sig um málið og gaf samsæriskenningasmiðum byr undir báða á samfélagsmiðlum á dögunum. „Getur þetta virkilega verið að gerast án vitundar ríkisstjórnarinnar? Ég held nú síður. Upplýsið almenning strax. Ellegar skjótið þá niður!“ skrifaði hann. Frekar hrekkjóttir áhugamannahópar en Kínverjar Ríkisstjórar fyrrverandi, bæði í New Jersey og Maryland, hafa einnig birt myndir af flygildum á flugi yfir heimili sín. Logi segir allt benda til þess að skýringin sé einföld. „Það fyrsta sem öllum dettur í hug eru Kínverjar. En einfalda skýringin er yfirleitt skýringin. Ég held að þetta sé bara að það er gaman að fljúga dróna og gaman að fljúga í hóp. Ég held að þetta sé bara fólk að stelast til að fljúga drónum,“ segir hann. „Ég held að ef geimverurnar kæmu þá væru þær klárari með þetta. Fyrst þær gætu komið hingað væru þær örugglega ósýnilegar,“ segir hann þá í kímni en bætir við að flygildunum eigi líklega bara eftir að fjölga upp úr þessu. Fjölmiðlaumfjöllunin hafi verið mikil og hún sé líkleg til að sannfæra alla sem flygildi geta valdið til að laumast út í skjóli nætur og hrella nágranna sína. Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Reykjavík síðdegis Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld Sjá meira
Logi er búsettur í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, og hefur fylgst með fréttaflutningi af þessum huldufullu fljúgandi fyrirbærum sem herjað hafa á íbúa og fengið samsærisspekúlanta til að klóra sér í kollinum. Hann segir helstu kenningar um uppruna þeirra því miður ansi hversdagslegar. „Helstu kenningarnar eru þær að þetta sé bara eitthvað fólk að fljúga drónum. Því miður. Geimverurnar eru ekki að koma og ef þær kæmu þá kæmu þær sennilega ekki í hópum og hringsóluðu bara um með öllum þessum drónahljóðum,“ segir hann í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Bandaríkjamenn leita skýringa Fréttir af flygildunum hófu að berast um miðjan nóvember. Þau birtast gjarnan nokkur saman og þykja stór af flygildum að vera. Þau hafa skotið upp kollinum og lýst upp næturhimininn víða um ríkið. Íbúar hafa ókyrrst og leitað skýringa á ljósunum á himni. Bandarísk stjórnvöld hafa gefið út að málið sé á þeirra borði og að það yrði tekið föstum tökum. John Kirby talsmaður þjóðaröryggisráðs sagði til að mynda á blaðamannafundi í vikunni að ýmislegt benti til þess að flygildin væru mörg hver mönnuð loftför í fullum rétti í bandarískri lofthelgi Þessum ummælum hefur þó ekki tekist að kæfa niður samsæriskenningarnar sem farið hafa eins og eldur í sinu um Bandaríkin. Sumir telja flygildin á vegum Írana og að þeir komi allir frá móðurskipi á Atlantshafi úti. Engin ummerki um slíkt móðurskip hefur þó fundist. Aðrir telja Kínverja, eða þá Rússa, standa að flygildaferðunum. Donald Trump, tilvonandi forseti Bandaríkjanna, tjáði sig um málið og gaf samsæriskenningasmiðum byr undir báða á samfélagsmiðlum á dögunum. „Getur þetta virkilega verið að gerast án vitundar ríkisstjórnarinnar? Ég held nú síður. Upplýsið almenning strax. Ellegar skjótið þá niður!“ skrifaði hann. Frekar hrekkjóttir áhugamannahópar en Kínverjar Ríkisstjórar fyrrverandi, bæði í New Jersey og Maryland, hafa einnig birt myndir af flygildum á flugi yfir heimili sín. Logi segir allt benda til þess að skýringin sé einföld. „Það fyrsta sem öllum dettur í hug eru Kínverjar. En einfalda skýringin er yfirleitt skýringin. Ég held að þetta sé bara að það er gaman að fljúga dróna og gaman að fljúga í hóp. Ég held að þetta sé bara fólk að stelast til að fljúga drónum,“ segir hann. „Ég held að ef geimverurnar kæmu þá væru þær klárari með þetta. Fyrst þær gætu komið hingað væru þær örugglega ósýnilegar,“ segir hann þá í kímni en bætir við að flygildunum eigi líklega bara eftir að fjölga upp úr þessu. Fjölmiðlaumfjöllunin hafi verið mikil og hún sé líkleg til að sannfæra alla sem flygildi geta valdið til að laumast út í skjóli nætur og hrella nágranna sína.
Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Reykjavík síðdegis Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld Sjá meira