Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar 17. desember 2024 11:00 Sigur Miðflokksins í krakkakosningunum og góður árangur í skuggakosningum framhaldsskóla er mikið áhyggjuefni samkvæmt Heimildinni. Það mætti halda að ný ritstjórn Heimildarinnar sé búin að ákveða að miðillinn sé nú málsgagn fyrir Miðflokkinn, því enginn annar hefur fjallað jafn mikið um stórsigur Miðflokksins í Krakkakosningunum (25%) og að flokkurinn hafi verið næst stærstur í framhaldsskólum (19%). Í aðdraganda nýafstaðinna kosninga fór ég fyrir hönd Miðflokksins á 13 pallborð í framhaldsskólum. Þó pallborðin hafi verið skemmtileg voru það alltaf samtölin við nemendur sem voru mest gefandi. Áhugi ungs fólks á pólitík hefur sjaldan verið meiri og er viss vitundarvakning að eiga sér stað. Frekar en að lesa bara slagorð eða kjósa það sem foreldrar þeirra kjósa þá er ungt fólk raunverulega að lesa stefnur flokka. Ef ég ætti að setja það í eitt orð hvað skiptir þau máli þá væri það: Frelsi. Ungt fólk vill frelsi til að vera það sjálft, ferðast, geta keypt sér íbúð og vilja eiga launin sín frekar en að þau fari öll í skatta og skuldir. Þau skilja að þú uppskerð það sem þú sáir og tengja því ekki við málflutning vinstri flokka um að auka skattheimtu á duglegt fólk. Auðvitað eigi allir að skila sínu til samfélagsins en jafnt eigi yfir alla að ganga. Ungt fólk er orðið þreytt á réttrúnaði, að mega ekki hafa skoðun eða segja frá sinni upplifun. Þau eru þreytt á þeirri þróun að menntakerfið virðist byggja á því að mynda skoðanir fyrir þau frekar en að hjálpa þeim að geta myndað hana sjálf. Margir sögðu mér frá því að hafa fengið holskeflu af skammaryrðum frá kennurum í tíma þegar þau sögðust ætla að kjósa til hægri. Þau skilja ekki heldur afhverju þau eigi að sitja tíma kennda á tveimur tungumálum frekar en að kerfið geri betur og kenni erlendum nemendum íslensku. Það er því algjörlega galið þegar Ólafur Þ. Harðarson segir við Heimildina að þetta séu þýðingalitlar og ómarktækar niðurstöður skuggakosninga, eins og þessir nemendur gætu ekki tekið upplýstar ákvarðanir. Í framhaldsskólum voru yfir 3800 nemendur sem kusu í skuggakosningunum, það er meira en þrefalt magn þeirra sem taka þátt í Maskínu könnunum. Ólafur kippti sér lítið upp við það þegar hann rýndi í þær tölur en þær voru einmitt mun hliðhollari vinstri flokkum en niðurstöður skuggakosninganna, kannski bara tilviljun. Ungt fólk upplifir nefnilega líka að fjölmiðlar virðast reyna að mynda skoðanir fyrir þau og spurðu mig oft: „Hvert get ég farið til að finna hlutlausar upplýsingar?“ Þær eru þó því miður vandfundnar. Ef það er eitthvað sem við ættum að læra af þessum kosningum þá er það að það glymur hæst í tómri tunnu og unga fólkið okkar veit það. Unga fólkið okkar hugsar í lausnum, þau vilja frelsi og skoðanir þeirra eru langt frá því að vera þýðingalitlar eða ómarktækar. Höfundur er varaformaður Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Einar Jóhannes Guðnason Mest lesið Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Sigur Miðflokksins í krakkakosningunum og góður árangur í skuggakosningum framhaldsskóla er mikið áhyggjuefni samkvæmt Heimildinni. Það mætti halda að ný ritstjórn Heimildarinnar sé búin að ákveða að miðillinn sé nú málsgagn fyrir Miðflokkinn, því enginn annar hefur fjallað jafn mikið um stórsigur Miðflokksins í Krakkakosningunum (25%) og að flokkurinn hafi verið næst stærstur í framhaldsskólum (19%). Í aðdraganda nýafstaðinna kosninga fór ég fyrir hönd Miðflokksins á 13 pallborð í framhaldsskólum. Þó pallborðin hafi verið skemmtileg voru það alltaf samtölin við nemendur sem voru mest gefandi. Áhugi ungs fólks á pólitík hefur sjaldan verið meiri og er viss vitundarvakning að eiga sér stað. Frekar en að lesa bara slagorð eða kjósa það sem foreldrar þeirra kjósa þá er ungt fólk raunverulega að lesa stefnur flokka. Ef ég ætti að setja það í eitt orð hvað skiptir þau máli þá væri það: Frelsi. Ungt fólk vill frelsi til að vera það sjálft, ferðast, geta keypt sér íbúð og vilja eiga launin sín frekar en að þau fari öll í skatta og skuldir. Þau skilja að þú uppskerð það sem þú sáir og tengja því ekki við málflutning vinstri flokka um að auka skattheimtu á duglegt fólk. Auðvitað eigi allir að skila sínu til samfélagsins en jafnt eigi yfir alla að ganga. Ungt fólk er orðið þreytt á réttrúnaði, að mega ekki hafa skoðun eða segja frá sinni upplifun. Þau eru þreytt á þeirri þróun að menntakerfið virðist byggja á því að mynda skoðanir fyrir þau frekar en að hjálpa þeim að geta myndað hana sjálf. Margir sögðu mér frá því að hafa fengið holskeflu af skammaryrðum frá kennurum í tíma þegar þau sögðust ætla að kjósa til hægri. Þau skilja ekki heldur afhverju þau eigi að sitja tíma kennda á tveimur tungumálum frekar en að kerfið geri betur og kenni erlendum nemendum íslensku. Það er því algjörlega galið þegar Ólafur Þ. Harðarson segir við Heimildina að þetta séu þýðingalitlar og ómarktækar niðurstöður skuggakosninga, eins og þessir nemendur gætu ekki tekið upplýstar ákvarðanir. Í framhaldsskólum voru yfir 3800 nemendur sem kusu í skuggakosningunum, það er meira en þrefalt magn þeirra sem taka þátt í Maskínu könnunum. Ólafur kippti sér lítið upp við það þegar hann rýndi í þær tölur en þær voru einmitt mun hliðhollari vinstri flokkum en niðurstöður skuggakosninganna, kannski bara tilviljun. Ungt fólk upplifir nefnilega líka að fjölmiðlar virðast reyna að mynda skoðanir fyrir þau og spurðu mig oft: „Hvert get ég farið til að finna hlutlausar upplýsingar?“ Þær eru þó því miður vandfundnar. Ef það er eitthvað sem við ættum að læra af þessum kosningum þá er það að það glymur hæst í tómri tunnu og unga fólkið okkar veit það. Unga fólkið okkar hugsar í lausnum, þau vilja frelsi og skoðanir þeirra eru langt frá því að vera þýðingalitlar eða ómarktækar. Höfundur er varaformaður Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar