„Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. desember 2024 13:54 Svipurinn gefur það kannski ekki til kynna en Þórir Hergeirsson hefur verið óhemju sigursæll sem þjálfari Noregs. Getty/Igor Soban Þórir Hergeirsson tekur lífinu rólega eftir að hafa hampað enn einum Evróputitlinum með norska kvennalandsliðinu í handbolta á sunnudaginn var. Tímapunktur mótsins sé góður, nú taki við jólaundirbúningur. Þórir stýrði Noregi í síðasta sinn er liðið vann Danmörku í úrslitaleik EM á sunnudaginn var. Noregur vann þar sjötta Evróputitil liðsins undir stjórn Þóris sem hefur stýrt landsliðinu frá 2009, eftir að hafa áður verið aðstoðarþjálfari frá 2001. Aðspurður hvort það sé sokkið inn að starfi hans með norska liðið sé lokið segir Þórir: „Já og nei. Þetta er svolítið skrýtið. Það er einhvern veginn allt á fullu, svo er leikurinn búinn og margt sem gerist beint eftir leik. Svo fer fólk heim og maður er varla búinn að ná áttum ennþá. Það kemur af alvöru einhvern tímann á nýja árinu þegar maður er vanur því að fara í eftirvinnu. Þá kemur sjálfsagt einhver tilfinning sem er öðruvísi,“ segir Þórir í samtali við íþróttadeild. En hvað hefurðu verið að gera þessa daga eftir mót? „Það er nú mest lítið. Ég er eiginlega bara búinn að vera að jafna mig, þessa tvo daga. Hef tekið því rólega, slappað af og náð áttum, það er aðallega það,“ segir Þórir. Leikið er knappt, á tveggja daga fresti, á stórmótunum og sinna öllu sem þeim fylgja. Mikið álag fylgi en Þórir segir mótin á góðum tíma, gott sé að koma heim í jólaundirbúning eftir álagstíð. „Ég hef alltaf sagt það að þetta er fullkominn tími að hafa þessi mót rétt fyrir jól. Þegar jólin koma fara allir í smá frí og kúpla sig út. Þetta er mjög góður tímapunktur og geta komið heim í rólegheit eftir mót, að slappa af með vinum og fjölskyldu,“ segir Þórir. Nánar verður rætt við Þóri í Sportpakkanum sem er klukkan 18:45 á Stöð 2 í kvöld. Handbolti Norski handboltinn EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Þórir stýrði Noregi í síðasta sinn er liðið vann Danmörku í úrslitaleik EM á sunnudaginn var. Noregur vann þar sjötta Evróputitil liðsins undir stjórn Þóris sem hefur stýrt landsliðinu frá 2009, eftir að hafa áður verið aðstoðarþjálfari frá 2001. Aðspurður hvort það sé sokkið inn að starfi hans með norska liðið sé lokið segir Þórir: „Já og nei. Þetta er svolítið skrýtið. Það er einhvern veginn allt á fullu, svo er leikurinn búinn og margt sem gerist beint eftir leik. Svo fer fólk heim og maður er varla búinn að ná áttum ennþá. Það kemur af alvöru einhvern tímann á nýja árinu þegar maður er vanur því að fara í eftirvinnu. Þá kemur sjálfsagt einhver tilfinning sem er öðruvísi,“ segir Þórir í samtali við íþróttadeild. En hvað hefurðu verið að gera þessa daga eftir mót? „Það er nú mest lítið. Ég er eiginlega bara búinn að vera að jafna mig, þessa tvo daga. Hef tekið því rólega, slappað af og náð áttum, það er aðallega það,“ segir Þórir. Leikið er knappt, á tveggja daga fresti, á stórmótunum og sinna öllu sem þeim fylgja. Mikið álag fylgi en Þórir segir mótin á góðum tíma, gott sé að koma heim í jólaundirbúning eftir álagstíð. „Ég hef alltaf sagt það að þetta er fullkominn tími að hafa þessi mót rétt fyrir jól. Þegar jólin koma fara allir í smá frí og kúpla sig út. Þetta er mjög góður tímapunktur og geta komið heim í rólegheit eftir mót, að slappa af með vinum og fjölskyldu,“ segir Þórir. Nánar verður rætt við Þóri í Sportpakkanum sem er klukkan 18:45 á Stöð 2 í kvöld.
Handbolti Norski handboltinn EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira