Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2024 11:07 Útlit er fyrir að desember verði áttundi mánuðurinn í röð sem er undir meðalhita síðustu þrjátíu ára. Sérstaklega voru ágúst og byrjun haustsins markvert kaldara en meðaltalið. Vísir/Vilhelm Allt stefnir nú í að árið sem er að líða verði það svalasta í Reykjavík í tæp þrjátíu ár. Veðurfræðingur segir hitafarið í ár bera mörg einkenni kalds tímabils sem stóð yfir í þrjátíu ár á síðustu öld. Undanfarnir sjö mánuðir hafa allir verið undir þrjátíu ára meðaltali áranna 1991 til 2020 í meðalhita. Það sem af er desember er meðalhitinn tæpri gráðu undir meðallagi. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir lítilla breytinga að vænta fram að áramótum miðað við veðurspár og því verði desember áttundi mánuðurinn í röð undir meðaltalinu. Árshitinn í Reykjavík gæti endað í 4,2 gráðum samkvæmt því sem Einar skrifar í færslu á Facebook. Hann hefur aldrei verið lægri á þessari öld eða allt aftur frá árinu 1995. „Það eru nokkrir dagar eftir en þeir þurfa nú að vera ansi hlýjar til þess að breyta þessari mynd umtalsvert,“ segir Einar í samtali við Vísi. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.Vísir Svipar til fyrra kuldatímabils en aðstæðurnar aðrar Einar segir hitafarið bera mörg einkenni kalds tímabils frá 1965 til 1995 þegar svöl sumur voru nokkuð algeng og áberandi frostakaflar á veturna líkt og nú. Fyrstu ár tímabilsins voru svonefnd hafísár sem stóðu frá 1965 til 1971 sem Einar segir að hafi tengst seltufráviki í sjónum þegar gusa af ferskum sjó kom úr Norður-Íshafi inn í Norður-Atlantshafið. Snögg beygja varð svo í veðurfarinu eftir 1995 og sérstaklega á 21. öldinni. Aðstæður nú eru þó frábrugðnar þeim sem ríktu á þessu kalda tímabili á 20. öldinni, að sögn Einars. Nú séu það frekar afbrigðilegir vindar sem valdi svalara hitafari en kaldur sjór í kringum landið sem einkenndi seinni hluta 20. aldarinnar. Þannig sé nú heldur meira af hafís í kringum Ísland en áður, ekki vegna þess að meira sé um hann á norðurslóðum, þvert á móti, heldur vegna þess að hann rekur hingað frekar vegna þessara afbrigðilegu vinda. Á sama tíma sé ágætur gangur í hlýjum hafstraumum sem hópur loftslagsvísindamanna varaði norræna ráðherra við í haust að gætu stöðvast og gert Ísland óbyggilegt. Rekur Einar vindafarið til kenja í lofthringrás jarðar sem hafa varið allt þetta ár og lengur. Það megi aftur mögulega rekja til aðstæðna í Kyrrahafinu. Veður Reykjavík Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Undanfarnir sjö mánuðir hafa allir verið undir þrjátíu ára meðaltali áranna 1991 til 2020 í meðalhita. Það sem af er desember er meðalhitinn tæpri gráðu undir meðallagi. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir lítilla breytinga að vænta fram að áramótum miðað við veðurspár og því verði desember áttundi mánuðurinn í röð undir meðaltalinu. Árshitinn í Reykjavík gæti endað í 4,2 gráðum samkvæmt því sem Einar skrifar í færslu á Facebook. Hann hefur aldrei verið lægri á þessari öld eða allt aftur frá árinu 1995. „Það eru nokkrir dagar eftir en þeir þurfa nú að vera ansi hlýjar til þess að breyta þessari mynd umtalsvert,“ segir Einar í samtali við Vísi. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.Vísir Svipar til fyrra kuldatímabils en aðstæðurnar aðrar Einar segir hitafarið bera mörg einkenni kalds tímabils frá 1965 til 1995 þegar svöl sumur voru nokkuð algeng og áberandi frostakaflar á veturna líkt og nú. Fyrstu ár tímabilsins voru svonefnd hafísár sem stóðu frá 1965 til 1971 sem Einar segir að hafi tengst seltufráviki í sjónum þegar gusa af ferskum sjó kom úr Norður-Íshafi inn í Norður-Atlantshafið. Snögg beygja varð svo í veðurfarinu eftir 1995 og sérstaklega á 21. öldinni. Aðstæður nú eru þó frábrugðnar þeim sem ríktu á þessu kalda tímabili á 20. öldinni, að sögn Einars. Nú séu það frekar afbrigðilegir vindar sem valdi svalara hitafari en kaldur sjór í kringum landið sem einkenndi seinni hluta 20. aldarinnar. Þannig sé nú heldur meira af hafís í kringum Ísland en áður, ekki vegna þess að meira sé um hann á norðurslóðum, þvert á móti, heldur vegna þess að hann rekur hingað frekar vegna þessara afbrigðilegu vinda. Á sama tíma sé ágætur gangur í hlýjum hafstraumum sem hópur loftslagsvísindamanna varaði norræna ráðherra við í haust að gætu stöðvast og gert Ísland óbyggilegt. Rekur Einar vindafarið til kenja í lofthringrás jarðar sem hafa varið allt þetta ár og lengur. Það megi aftur mögulega rekja til aðstæðna í Kyrrahafinu.
Veður Reykjavík Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira