„Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. desember 2024 18:00 Snorri Steinn segir ákveðinn létti fylgja því að hafa komið hópnum út. Vísir/Einar „Það er fínt að koma þessu frá sér að tilkynna hópinn. Núna tekur við smá bið. Ég hlakka til að fá þá í hendurnar og byrja að æfa,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, sem kynnti leikmannahópinn sem keppir fyrir Íslands hönd á HM í Zagreb í janúar. Þau voru ekkert sérlega mörg spurningamerkin varðandi hópinn fyrir komandi verkefni en Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, kynnti hópinn í dag. „Auðvitað eru þetta þekktar stærðir í þessu. En það eru fullt af hlutum sem þú veltir fyrir þér, samsetningu á hópnum og annað slíkt. Allar vangavelturnar snúast ekki heldur um hverjir eru nákvæmlega í hópnum,“ „Ég er náttúrulega löngu byrjaður að pæla í leikskipulagi og hvernig við leggjum upp hvern leik fyrir sig, æfingarnar sem eru fram undan. Þetta er ekki bara að velja hópinn og tilkynna hann,“ segir Snorri Steinn. Klippa: Jólin ekki alveg eins afslöppuð Fyrstu leikirnir án Ómars Mestu munar um Ómar Inga Magnússon, einn besta handboltamann heims, sem er frá vegna meiðsla. Aðspurður um mesta hausverkinn við valið segir Snorri Steinn: „Auðvitað setti strik í reikninginn þegar Ómar meiðist. En hann meiddist bara og það var ekkert spurningamerki. Ég vissi það strax að Hm var eiginlega úr sögunni. Að því leytinu til var bara fínt að þetta var klippt og skorið og ég gat farið að velta fyrir mér hvernig við myndum tækla það og hvað við myndum gera í staðinn,“ „Það er ekkert leyndarmál að hann er lykilmaður og hefur verið það. Hann hefur verið i öllum mínum landsliðshópum síðan ég tók við og planið var að hafa hann í stóru hlutverki Það hefur verið og er kannski ennþá það sem fer smá tími í,“ segir Snorri Steinn. Breytist eins og veðrið Snorri Steinn hefur ekki eytt miklum tíma með landsliðinu þrátt fyrir að hafa verið þjálfari þess í um 18 mánuði. Verkefnin eru stutt og aðeins eitt stórmót að baki. Hann segir það nánast fara eftir veðrinu hvernig honum lítist á framþróun liðsins, þó hann sé almennt sáttur. „Ég rokka rosa með það. Það fer eftir því hvað ég er að horfa á í okkar leik hverju sinni, hvað ég er að klippa og stúdera hvernig mér líður með það. Það er smá eins og veðrið, ég rokka aðeins með þetta. Í heildina er ég sáttur og finnst ég hafa mótað ákveðinn kjarna sem ég er að vinna með og veit hvernig ég ætla að nálgast hlutina núna í janúar,“ Getur notið hátíðanna Snorri Steinn hefur þá eitthvað getað sinnt hátíðunum þrátt fyrir hausverkinn sem fylgir liðsvali og pælingum fyrir komandi mót. Hátíðarnar verði þó vissulega litaðar af komandi móti. „Ég er nú alveg búinn að gera þetta í bland. Þetta heltekur ekkert alveg líf manns, þó þetta fylli helvíti mikið og á eftir að gera meira því nær sem dregur janúar. Ég skal alveg viðurkenna það að jólin eru ekki alveg eins afslöppuð þegar ég veit ég er að fara á stórmót eins og ef ég væri í jólafríi. En ég næ alveg að njóta þess,“ Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Handbolti Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Fleiri fréttir Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Sjá meira
Þau voru ekkert sérlega mörg spurningamerkin varðandi hópinn fyrir komandi verkefni en Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, kynnti hópinn í dag. „Auðvitað eru þetta þekktar stærðir í þessu. En það eru fullt af hlutum sem þú veltir fyrir þér, samsetningu á hópnum og annað slíkt. Allar vangavelturnar snúast ekki heldur um hverjir eru nákvæmlega í hópnum,“ „Ég er náttúrulega löngu byrjaður að pæla í leikskipulagi og hvernig við leggjum upp hvern leik fyrir sig, æfingarnar sem eru fram undan. Þetta er ekki bara að velja hópinn og tilkynna hann,“ segir Snorri Steinn. Klippa: Jólin ekki alveg eins afslöppuð Fyrstu leikirnir án Ómars Mestu munar um Ómar Inga Magnússon, einn besta handboltamann heims, sem er frá vegna meiðsla. Aðspurður um mesta hausverkinn við valið segir Snorri Steinn: „Auðvitað setti strik í reikninginn þegar Ómar meiðist. En hann meiddist bara og það var ekkert spurningamerki. Ég vissi það strax að Hm var eiginlega úr sögunni. Að því leytinu til var bara fínt að þetta var klippt og skorið og ég gat farið að velta fyrir mér hvernig við myndum tækla það og hvað við myndum gera í staðinn,“ „Það er ekkert leyndarmál að hann er lykilmaður og hefur verið það. Hann hefur verið i öllum mínum landsliðshópum síðan ég tók við og planið var að hafa hann í stóru hlutverki Það hefur verið og er kannski ennþá það sem fer smá tími í,“ segir Snorri Steinn. Breytist eins og veðrið Snorri Steinn hefur ekki eytt miklum tíma með landsliðinu þrátt fyrir að hafa verið þjálfari þess í um 18 mánuði. Verkefnin eru stutt og aðeins eitt stórmót að baki. Hann segir það nánast fara eftir veðrinu hvernig honum lítist á framþróun liðsins, þó hann sé almennt sáttur. „Ég rokka rosa með það. Það fer eftir því hvað ég er að horfa á í okkar leik hverju sinni, hvað ég er að klippa og stúdera hvernig mér líður með það. Það er smá eins og veðrið, ég rokka aðeins með þetta. Í heildina er ég sáttur og finnst ég hafa mótað ákveðinn kjarna sem ég er að vinna með og veit hvernig ég ætla að nálgast hlutina núna í janúar,“ Getur notið hátíðanna Snorri Steinn hefur þá eitthvað getað sinnt hátíðunum þrátt fyrir hausverkinn sem fylgir liðsvali og pælingum fyrir komandi mót. Hátíðarnar verði þó vissulega litaðar af komandi móti. „Ég er nú alveg búinn að gera þetta í bland. Þetta heltekur ekkert alveg líf manns, þó þetta fylli helvíti mikið og á eftir að gera meira því nær sem dregur janúar. Ég skal alveg viðurkenna það að jólin eru ekki alveg eins afslöppuð þegar ég veit ég er að fara á stórmót eins og ef ég væri í jólafríi. En ég næ alveg að njóta þess,“ Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Handbolti Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Fleiri fréttir Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Sjá meira