Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2024 14:24 Neytendur nikótínpúða hafa verið með böggum hildar vegna væntanlegrar verðhækkunar á þeim með tilkomu nýs gjald á nikótínvörur. Vísir/Egill Nýtt gjald á rafrettur og nikótínpúða, hækkun barnabóta og nýtt innviðagjald á skemmtiferðaskip er á meðal helstu breytinga á sköttum og gjöldum sem taka gildi um áramótin. Breytingarnar eru almennt sagðar minni en verðbólga á árinu. Engar breytingar verða á tekjuskattsprósentu eða hámarksútsvari sveitarfélaga á milli ára. Viðmiðunarfjárhæðir þrepamarka tekjuskatts einstaklinga hækkar um 5,8 prósent. Tekjuskattur lögaðila lækkar um eitt prósentustig en álagningarprósentan var hækkuð tímabundið fyrir þetta tekjuár. Skatthlutfallið verður tuttugu prósent á næsta tekjuári fyrir hluta- og einkahlutafélög. Barnabætur hækka á milli ára með hækkun grunnfjárhæða og skerðingarmarka til samræmis við þróun verðlags og launa. Þá verða barnabætur fyrirframgreiddar á fæðingarári barns frá og með næsta ári, að því er kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins um breytingarnar. 2,25 prósentustigum minna en hækkun verðlags Krónutölugjöld á eldsneyti, áfengi og tóbak hækka um 2,5 prósent um áramótin en verðbólga síðasta árið var 4,75 prósent. Kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti hækkar aftur á móti um 59 prósent. Engar breytingar eru gerðar á kílómetragjaldi sem er lagt á hreinorku- og tengiltvinnbíla. Ekkert varð úr kílómetragjaldi á jarðefnaeldsneytisknúnar bifreiðar sem til umræðu var á þingi. Almennt vörugjald á bensíni hækkar þannig um innan við eina krónu á lítra en olíugjald um tæpar tvær krónur. Áfengisgjald á bjór hækkar um 3,70 krónur og verður 150,85 krónur á hvern sentílítra af vínanda í lítra eftir áramót. Á léttvíni hækkar gjaldið um 3,35 krónur og verður 137,4 krónur á sentílítra. Sterkt vín hækkar um 4,55 krónur á sentílítra og verður áfengisgjaldið á það 185,95 krónur eftir breytinguna. Tóbaksgjald á vindlinga hækkar um 15,10 krónur á stykki og á neftóbak um 0,85 krónur á gramm. Áfengisgjald á brennt vín hækkar um rúmlega fjóra og hálfa krónu á sentílítra vínanda í hverjum lítra 1. janúar 2025.Vísir/Vilhelm Dýrari nikótínvörur Gjald verður nú í fyrsta skipti tekið af svonefndum nikótínvörum: rafrettum og nikótínpúðum. Neysla á þeim hefur aukist verulega, sérstaklega á meðal yngra fólks. Gjaldið nemur átta til tuttugu krónum á hvert gramm eftir styrkleika nikótíns í vörunum. Á rafrettuvökva verður lagt gjald frá fjörutíu og upp í sextíu krónur á hvern millilítra eftir styrk. Virðisaukaskattur aftur á hefðbundin reiðhjól Búast má við því að almenn reiðhjól hækki umtalsvert í verði á næsta ári. Undanfarin fimm ár hefur verið heimilt að fella niður virðisaukaskatt af ýmsum gerðum hjóla, þar á meðal hefðbundnum reiðhjólum. Sú heimild rennur út um áramótin og þá mun 24 prósent virðisaukaskattur aftur leggjast á reiðhjól. Kaupendur rafhjóla eiga að geta sótt um styrki í gegnum Orkusjóð en enn er unnið að útfærslu þeirra styrkja. Eftir fimm ára hlé leggst 24 prósent virðisaukaskattur aftur á sölu almennra reiðhjóla um áramótin.Vísir/Vilhelm Þriðjungshækkun gistináttaskatts Töluverðar breytingar verða fyrir ferðaþjónustuna þegar nýtt ár rennur upp en þá hækkar gistináttaskattur fyrir hverja selda gistinótt um þriðjung, hvort sem er í íbúð, hótelherbergi, svefnpokaplássi eða stæði á tjaldsvæði. Á tjaldstæðum fer skatturinn úr 300 krónum í 400 en annars staðar hækkar hann úr 600 krónum í 800 krónur á hvern farþega. Þá verður tekið upp nýtt innviðagjald sem skemmtiferðaskip í millilandasiglingum þurfa að greiða í staðinn fyrir gistináttaskattinn. Það verður 2.500 krónur á hvern farþega fyir hvern byrjaðan sólarhring sem skip dvelur innan lögsögunnar. Skattar og tollar Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Áfengi Vistvænir bílar Bílar Bensín og olía Ferðaþjónusta Hjólreiðar Rekstur hins opinbera Tóbak Tengdar fréttir Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Nýtt gjald á nikótínpúða sem lagt er til að taki gildi á næsta ári gæti hækkað verð á hverri dós um þrjú hundruð krónur. Takmarkanir á aðgengi að nikótínvörunum eru sagðar hafa skilað litlum árangri í að draga úr neyslu barna og ungmenna á þeim. 24. október 2024 11:08 Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Nýtt innviðagjald sem heimta á af erlendum skemmtiferðaskipum á að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna umfram þær tekjur sem hann hefði annars fengið. Tilgangurinn er sagður að jafna samkeppnisstöðu innlendra og erlendra ferðaþjónustufyrirtækja. 24. október 2024 10:45 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Engar breytingar verða á tekjuskattsprósentu eða hámarksútsvari sveitarfélaga á milli ára. Viðmiðunarfjárhæðir þrepamarka tekjuskatts einstaklinga hækkar um 5,8 prósent. Tekjuskattur lögaðila lækkar um eitt prósentustig en álagningarprósentan var hækkuð tímabundið fyrir þetta tekjuár. Skatthlutfallið verður tuttugu prósent á næsta tekjuári fyrir hluta- og einkahlutafélög. Barnabætur hækka á milli ára með hækkun grunnfjárhæða og skerðingarmarka til samræmis við þróun verðlags og launa. Þá verða barnabætur fyrirframgreiddar á fæðingarári barns frá og með næsta ári, að því er kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins um breytingarnar. 2,25 prósentustigum minna en hækkun verðlags Krónutölugjöld á eldsneyti, áfengi og tóbak hækka um 2,5 prósent um áramótin en verðbólga síðasta árið var 4,75 prósent. Kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti hækkar aftur á móti um 59 prósent. Engar breytingar eru gerðar á kílómetragjaldi sem er lagt á hreinorku- og tengiltvinnbíla. Ekkert varð úr kílómetragjaldi á jarðefnaeldsneytisknúnar bifreiðar sem til umræðu var á þingi. Almennt vörugjald á bensíni hækkar þannig um innan við eina krónu á lítra en olíugjald um tæpar tvær krónur. Áfengisgjald á bjór hækkar um 3,70 krónur og verður 150,85 krónur á hvern sentílítra af vínanda í lítra eftir áramót. Á léttvíni hækkar gjaldið um 3,35 krónur og verður 137,4 krónur á sentílítra. Sterkt vín hækkar um 4,55 krónur á sentílítra og verður áfengisgjaldið á það 185,95 krónur eftir breytinguna. Tóbaksgjald á vindlinga hækkar um 15,10 krónur á stykki og á neftóbak um 0,85 krónur á gramm. Áfengisgjald á brennt vín hækkar um rúmlega fjóra og hálfa krónu á sentílítra vínanda í hverjum lítra 1. janúar 2025.Vísir/Vilhelm Dýrari nikótínvörur Gjald verður nú í fyrsta skipti tekið af svonefndum nikótínvörum: rafrettum og nikótínpúðum. Neysla á þeim hefur aukist verulega, sérstaklega á meðal yngra fólks. Gjaldið nemur átta til tuttugu krónum á hvert gramm eftir styrkleika nikótíns í vörunum. Á rafrettuvökva verður lagt gjald frá fjörutíu og upp í sextíu krónur á hvern millilítra eftir styrk. Virðisaukaskattur aftur á hefðbundin reiðhjól Búast má við því að almenn reiðhjól hækki umtalsvert í verði á næsta ári. Undanfarin fimm ár hefur verið heimilt að fella niður virðisaukaskatt af ýmsum gerðum hjóla, þar á meðal hefðbundnum reiðhjólum. Sú heimild rennur út um áramótin og þá mun 24 prósent virðisaukaskattur aftur leggjast á reiðhjól. Kaupendur rafhjóla eiga að geta sótt um styrki í gegnum Orkusjóð en enn er unnið að útfærslu þeirra styrkja. Eftir fimm ára hlé leggst 24 prósent virðisaukaskattur aftur á sölu almennra reiðhjóla um áramótin.Vísir/Vilhelm Þriðjungshækkun gistináttaskatts Töluverðar breytingar verða fyrir ferðaþjónustuna þegar nýtt ár rennur upp en þá hækkar gistináttaskattur fyrir hverja selda gistinótt um þriðjung, hvort sem er í íbúð, hótelherbergi, svefnpokaplássi eða stæði á tjaldsvæði. Á tjaldstæðum fer skatturinn úr 300 krónum í 400 en annars staðar hækkar hann úr 600 krónum í 800 krónur á hvern farþega. Þá verður tekið upp nýtt innviðagjald sem skemmtiferðaskip í millilandasiglingum þurfa að greiða í staðinn fyrir gistináttaskattinn. Það verður 2.500 krónur á hvern farþega fyir hvern byrjaðan sólarhring sem skip dvelur innan lögsögunnar.
Skattar og tollar Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Áfengi Vistvænir bílar Bílar Bensín og olía Ferðaþjónusta Hjólreiðar Rekstur hins opinbera Tóbak Tengdar fréttir Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Nýtt gjald á nikótínpúða sem lagt er til að taki gildi á næsta ári gæti hækkað verð á hverri dós um þrjú hundruð krónur. Takmarkanir á aðgengi að nikótínvörunum eru sagðar hafa skilað litlum árangri í að draga úr neyslu barna og ungmenna á þeim. 24. október 2024 11:08 Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Nýtt innviðagjald sem heimta á af erlendum skemmtiferðaskipum á að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna umfram þær tekjur sem hann hefði annars fengið. Tilgangurinn er sagður að jafna samkeppnisstöðu innlendra og erlendra ferðaþjónustufyrirtækja. 24. október 2024 10:45 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Nýtt gjald á nikótínpúða sem lagt er til að taki gildi á næsta ári gæti hækkað verð á hverri dós um þrjú hundruð krónur. Takmarkanir á aðgengi að nikótínvörunum eru sagðar hafa skilað litlum árangri í að draga úr neyslu barna og ungmenna á þeim. 24. október 2024 11:08
Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Nýtt innviðagjald sem heimta á af erlendum skemmtiferðaskipum á að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna umfram þær tekjur sem hann hefði annars fengið. Tilgangurinn er sagður að jafna samkeppnisstöðu innlendra og erlendra ferðaþjónustufyrirtækja. 24. október 2024 10:45