Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. desember 2024 21:29 Fjöldi fólks hefur komið og lagt blóm við Johannis kirkju í Magdeburg til minningar um fórnarlömb árasar á jólamarkaði í borginni í gærkvöldi. AP/Michael Probst Olaf Scholz Þýskalandskanslari heimsótti Magdeburg í dag til að minnast þeirra sem féllu í mannskæðri árás þar í borg í gær og votta hinum særðu virðingu sína. Hann hefur heitið því að málið verði rannsakað til hlítar. Á meðan fjöldi fólks, meðal annars fjölskyldur fórnarlamba árásarinnar og viðbragðsaðilar, sóttu minningarathöfn í dómkirkjunni, létu mótmælendur eftir sér taka á götum borgarinnar. Minnst fimm eru látnir og rúmlega tvö hundruð særðir eftir að bíl var ekið á miklum hraða inn í þvögu fólks á jólamarkaði í Magdeburg í gærkvöld. Árásarmaðurinn er talinn hafa verið einn að verki. Þýski miðillinn Deutsche Welle segir frá minningarathöfn við dómkirkjuna í Magdeburg í kvöld þar sem fjöldi fólks kom saman til að minnast hinna látnu. Fram hefur komið í fréttum að hinn grunaði árásarmaður sé læknir frá Sádi-Arabíu sem hefur búið í Þýskalandi í allmörg ár. Þá er honum lýst sem stuðningsmanni stjórnmálaflokknum AfD, fjar-hægri stjórnmálaafls sem sumir segja halda uppi öfgafullum málflutningi. Á meðan syrgjendur komu saman í dómkirkjunni gekk hópur mótmælenda, fólk sem tilheyrir hinu svokallaða fjar-hægri, um götur borgarinnar og kyrjaði meðal annars „Við erum fólkið,“ og báru borða með skilaboðunum „heimaland“ og „heimflutningur“ að því er fram kemur í umfjöllun DW. Lögreglan áætlar að um þúsund mótmælendur hafi tekið þátt í göngunni. Hópur fjar-hægrimanna gekk um með borða í Magdeburg í kvöld. AP Auk Schols kanslara voru fleiri ráðamenn viðstaddir minningarathöfnina, meðal annars Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands. „Fólskuleg árás gærkvöldsins skilur okkur eftir sorgmædd og reið, hjálparlaus og óttaslegin, í óvissu og örvæntingarfull, orðlaus… við erum í áfalli og finnum fyrir afleiðingunum. Við erum hér í kirkjunni í kvöld með tilfinningar sem erfitt er að ná utan um,“ sagði Gerhard Feige biskup sem stýrði athöfninni. Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Minnst fimm eru látnir og rúmlega tvö hundruð særðir eftir að bíl var ekið á miklum hraða inn í þvögu fólks á jólamarkaði í Magdeburg í gærkvöld. Árásarmaðurinn er talinn hafa verið einn að verki. Þýski miðillinn Deutsche Welle segir frá minningarathöfn við dómkirkjuna í Magdeburg í kvöld þar sem fjöldi fólks kom saman til að minnast hinna látnu. Fram hefur komið í fréttum að hinn grunaði árásarmaður sé læknir frá Sádi-Arabíu sem hefur búið í Þýskalandi í allmörg ár. Þá er honum lýst sem stuðningsmanni stjórnmálaflokknum AfD, fjar-hægri stjórnmálaafls sem sumir segja halda uppi öfgafullum málflutningi. Á meðan syrgjendur komu saman í dómkirkjunni gekk hópur mótmælenda, fólk sem tilheyrir hinu svokallaða fjar-hægri, um götur borgarinnar og kyrjaði meðal annars „Við erum fólkið,“ og báru borða með skilaboðunum „heimaland“ og „heimflutningur“ að því er fram kemur í umfjöllun DW. Lögreglan áætlar að um þúsund mótmælendur hafi tekið þátt í göngunni. Hópur fjar-hægrimanna gekk um með borða í Magdeburg í kvöld. AP Auk Schols kanslara voru fleiri ráðamenn viðstaddir minningarathöfnina, meðal annars Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands. „Fólskuleg árás gærkvöldsins skilur okkur eftir sorgmædd og reið, hjálparlaus og óttaslegin, í óvissu og örvæntingarfull, orðlaus… við erum í áfalli og finnum fyrir afleiðingunum. Við erum hér í kirkjunni í kvöld með tilfinningar sem erfitt er að ná utan um,“ sagði Gerhard Feige biskup sem stýrði athöfninni.
Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira