Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 27. desember 2024 12:02 Í nýlegri grein (visir.is 13 desember) sakaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Alþýðusambandið um upplýsingaóreiðu. Tilefnið er umræða á nýlegu þingi ASÍ þar sem 300 þingfulltrúar mótuðu stefnu um nýtingu sameiginlegra auðlinda þjóðarinnar. Hver var krafa þings ASÍ? Í meginatriðum sú að auðlindir séu sameign þjóðarinnar og skuli vera nýttar í hennar þágu. Það felur í sér að koma á heildstæðri gjaldtöku vegna nýtingar auðlinda svo sem sjávarauðlinda, orkuauðlinda, lands, vatns og ósnortinnar náttúru. Ljóst er að þetta er ekki bara skoðun Alþýðusambandsins. Í þjóðmálakönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir ASÍ töldu einungis 25% þjóðarinnar að hlutdeild almennings í þeim arði sem verður til við nýtingu auðlinda sé réttlát, m.ö.o. yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar telur skiptinguna rangláta. Í greininni er fyrst og fremst að finna tæknilegan útúrsnúning þar sem skautað er framhjá aðalatriðum málsins. Íslenskur sjávarútvegur er nefnilega vel rekinn og býr til gríðarleg verðmæti með nýtingu á sameiginlegri auðlind. Það þarf að tryggja áframhaldandi verðmætasköpun en jafnframt að tryggja hlutdeild almennings í þeim verðmætum. Nokkra furðu vekur að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi kjósi að gera lítið úr þessum birtingarmyndum almannaviljans með því að jafna þeim við upplýsingaóreiðu. Í greininni er ASÍ sakað um að “fara vísvitandi með ósannindi”. Þetta er alvarleg ásökun sem um leið vekur upp spurningar um afstöðu samtakanna til samfélagsins almennt og hreyfingar launafólks sérstaklega. Mikilvægar áherslur nýrrar ríkisstjórnar Því ber að fagna að nú situr ríkisstjórn sem ætlar sér að móta auðlindastefnu sem felur í sér réttlát auðlindagjöld sem að hluta munu renna til nærsamfélags og jafnframt tryggja að ákvæði verði í stjórnarskrá um að auðlindir séu í þjóðareigu. Ísland er ríkt af sameiginlegum auðlindum og stjórnmálamenn verða að bera gæfu til þess að setja almannahagsmuni í forgang við nýtingu slíkra auðlinda. Skynsöm nýting auðlinda miðar nefnilega að því að hámarka verðmætasköpun og tryggja eigandanum réttláta hlutdeild í arðinum. Auðurinn og firringin Gríðarlegur auður sjávarútvegsins hefur tryggt honum mikinn skriðþunga í samfélaginu sem öflugir aðilar fá fúlgur fjár fyrir að verja með kjafti og klóm. Málflutning SFS má hafa til marks um þá rótföstu valdastöðu sem auðurinn hefur skapað sérhagsmunaöflunum. Hann er jafnframt enn ein sönnun þess að séraðstaða af þessum toga getur á endanum leitt til eins konar firringar gagnvart umhverfi og samtíma. Alþýðusamband Íslands stundar þá pólitík eina að standa vörð um almannahagsmuni. Þing ASÍ er lýðræðisleg samkoma jafningja. Þjóðmálakönnun ASÍ, nýjung sem vakið hefur verðskuldaða athygli, birtir ekki afstöðu Alþýðusambandsins eða forystufólks stéttarfélaga. Niðurstöður þingsins og könnunarinnar eru sterkar vísbendingar um afstöðu fólksins í landinu og að sérhagsmunavarsla SFS sé næstum því ábyggilega miklum meirihluta þjóðarinnar ekki að skapi. Af því má ef til vill leiða þá niðurstöðu að almennt telji Íslendingar sjávarútveginn ekki einkamál þeirra sem honum stjórna. Og þá kann ályktunin að verða sú að málflutningur sem leiðir hjá sér augljósar staðreyndir um samfélag og nútíma sé til marks um firringu af einhverju tagi. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Sjávarútvegur Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein (visir.is 13 desember) sakaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Alþýðusambandið um upplýsingaóreiðu. Tilefnið er umræða á nýlegu þingi ASÍ þar sem 300 þingfulltrúar mótuðu stefnu um nýtingu sameiginlegra auðlinda þjóðarinnar. Hver var krafa þings ASÍ? Í meginatriðum sú að auðlindir séu sameign þjóðarinnar og skuli vera nýttar í hennar þágu. Það felur í sér að koma á heildstæðri gjaldtöku vegna nýtingar auðlinda svo sem sjávarauðlinda, orkuauðlinda, lands, vatns og ósnortinnar náttúru. Ljóst er að þetta er ekki bara skoðun Alþýðusambandsins. Í þjóðmálakönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir ASÍ töldu einungis 25% þjóðarinnar að hlutdeild almennings í þeim arði sem verður til við nýtingu auðlinda sé réttlát, m.ö.o. yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar telur skiptinguna rangláta. Í greininni er fyrst og fremst að finna tæknilegan útúrsnúning þar sem skautað er framhjá aðalatriðum málsins. Íslenskur sjávarútvegur er nefnilega vel rekinn og býr til gríðarleg verðmæti með nýtingu á sameiginlegri auðlind. Það þarf að tryggja áframhaldandi verðmætasköpun en jafnframt að tryggja hlutdeild almennings í þeim verðmætum. Nokkra furðu vekur að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi kjósi að gera lítið úr þessum birtingarmyndum almannaviljans með því að jafna þeim við upplýsingaóreiðu. Í greininni er ASÍ sakað um að “fara vísvitandi með ósannindi”. Þetta er alvarleg ásökun sem um leið vekur upp spurningar um afstöðu samtakanna til samfélagsins almennt og hreyfingar launafólks sérstaklega. Mikilvægar áherslur nýrrar ríkisstjórnar Því ber að fagna að nú situr ríkisstjórn sem ætlar sér að móta auðlindastefnu sem felur í sér réttlát auðlindagjöld sem að hluta munu renna til nærsamfélags og jafnframt tryggja að ákvæði verði í stjórnarskrá um að auðlindir séu í þjóðareigu. Ísland er ríkt af sameiginlegum auðlindum og stjórnmálamenn verða að bera gæfu til þess að setja almannahagsmuni í forgang við nýtingu slíkra auðlinda. Skynsöm nýting auðlinda miðar nefnilega að því að hámarka verðmætasköpun og tryggja eigandanum réttláta hlutdeild í arðinum. Auðurinn og firringin Gríðarlegur auður sjávarútvegsins hefur tryggt honum mikinn skriðþunga í samfélaginu sem öflugir aðilar fá fúlgur fjár fyrir að verja með kjafti og klóm. Málflutning SFS má hafa til marks um þá rótföstu valdastöðu sem auðurinn hefur skapað sérhagsmunaöflunum. Hann er jafnframt enn ein sönnun þess að séraðstaða af þessum toga getur á endanum leitt til eins konar firringar gagnvart umhverfi og samtíma. Alþýðusamband Íslands stundar þá pólitík eina að standa vörð um almannahagsmuni. Þing ASÍ er lýðræðisleg samkoma jafningja. Þjóðmálakönnun ASÍ, nýjung sem vakið hefur verðskuldaða athygli, birtir ekki afstöðu Alþýðusambandsins eða forystufólks stéttarfélaga. Niðurstöður þingsins og könnunarinnar eru sterkar vísbendingar um afstöðu fólksins í landinu og að sérhagsmunavarsla SFS sé næstum því ábyggilega miklum meirihluta þjóðarinnar ekki að skapi. Af því má ef til vill leiða þá niðurstöðu að almennt telji Íslendingar sjávarútveginn ekki einkamál þeirra sem honum stjórna. Og þá kann ályktunin að verða sú að málflutningur sem leiðir hjá sér augljósar staðreyndir um samfélag og nútíma sé til marks um firringu af einhverju tagi. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar