Innlent

Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lög­reglu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Í kvöldfréttum ræðum við, við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur nýjan utanríkisráðherra um ákvörðun NATO að auka viðveru á Eystrasaltinu vegna bilunar á sæstreng milli Eistlands og Finnlands. Olíuflutningaskipt, sem sagt er vera hluti af rússneskum skuggaflota, er talið hafa unnið skemmdarverk á strengnum.

Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á því sem hann kallar „gjörning“ lögreglu, eftir að lögreglumenn mættu í Skeifuna í gær til að stöðva þar netverslun með áfengi.

Við lítum á veðrið sem er í kortunum en von er á miklu kuldakasti og janúarmánuður á að vera sérstaklega kaldur. Vel getur verið að sundlaugar þurfi að loka á allra næstu dögum vegna þessa.

Sá þriðji er tekinn við forsetaembætti Suður-Kóreu á innan við mánuði eftir að þingið þar í landi samþykkti ákæru til embættismissis á hendur starfandi forsætisráðherra.

Og við ræðum við neytendur sem voru mættir í Kringluna til að skipta út jólagjöfum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×