Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Lillý Valgerður Pétursdóttir og Jón Ísak Ragnarsson skrifa 27. desember 2024 20:07 Þorgerður Katrín segir ljóst að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að gera betur þegar kemur að varnarmálum. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir mikilvægt fyrir Íslendinga að efla varnir þegar kemur að neðansjávarstrengjum. Atlantshafsbandalagið ætlar að auka varnarbúnað sinn á Eystrasaltinu eftir að sæstrengur skemmdist á jóladag. Eftir að bilun varð í sæstrengnum sem flytur rafmagn á milli Finnlands og Eistlands vaknaði grunur um að flutingaskip sem sem var á leið frá Pétursborg í Rússlandi hafi unnið skemmdarverk á honum en olíuflutningaskipið Eagel S hefur verið kyrrsett vegna atviksins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem grunur er um að Rússar hafi unnið skemmdaverk á svæðinu því tveir aðrir sæstrengir skemmdust fyrir rúmum mánuði. Þorgerður Katrín segir Íslendinga fylgjast vel með gangi mála á svæðinu. „Við þurfum að sjálfsögðu að fylgjast vel með þessum málum í Eystrasaltshafinu og erum í sambandi við bæði Finna og Eista sem eru að skoða þessi tilvik. Við erum að sjá það að kannski frekar illa útbúin skip er að fara frá Rússlandi með olíu og aðrar vörur og það er að gerast of oft að það er verið að skemma sæstrengi.“ „Oft er talað um að þetta sé ákveðinn skuggafloti frá Rússum og það er sérstaklega verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir meðal annars af hálfu Evrópusambandsins hvað þetta viðkemur. Allavega fyrir okkur skiptir máli, sem að reiðum okkur mjög mikið á fjarskiptainnviði neðansjávarstrengi, að við förum í það að efla enn frekar upplýsingaskipti og viðbrögð og varnir þegar að þessu kemur.“ Hún segir varnarmálin hafa verið rædd í stjórnarmyndunarviðræðum ríkisstjórnarflokkanna. „Við ræddum það að efla meðal annars öryggi og varnir landsins hér innan utanríkisráðuneytisins, varnarmálaskrifstofuna, og samþætta þetta enn betur. Það er mikið í húfi fyrir okkur Íslendinga, en við reiðum okkur mikið á fjarskiptainnviði, strengina í sjónum. Við þurfum við að tryggja þessi samskipti við aðrar þjóðir, sérstaklega nágrannaþjóðir okkar mun betur.“ „En ég vil líka undirstrika það að samskiptin hafa verið aukin, sérstaklega við þau nágrannaríki okkar sem tengjast neðansjávarstrengjunum. Skipaeftirlit hefur verið aukið, en það er alveg ljóst á þessum tilvikum núna í Eystrasaltinu að allt Atlantshafsbandalagið verður að gera mun betur og Evrópusambandið líka þegar kemur að þvingunaraðgerðum,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sæstrengir NATO Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Eftir að bilun varð í sæstrengnum sem flytur rafmagn á milli Finnlands og Eistlands vaknaði grunur um að flutingaskip sem sem var á leið frá Pétursborg í Rússlandi hafi unnið skemmdarverk á honum en olíuflutningaskipið Eagel S hefur verið kyrrsett vegna atviksins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem grunur er um að Rússar hafi unnið skemmdaverk á svæðinu því tveir aðrir sæstrengir skemmdust fyrir rúmum mánuði. Þorgerður Katrín segir Íslendinga fylgjast vel með gangi mála á svæðinu. „Við þurfum að sjálfsögðu að fylgjast vel með þessum málum í Eystrasaltshafinu og erum í sambandi við bæði Finna og Eista sem eru að skoða þessi tilvik. Við erum að sjá það að kannski frekar illa útbúin skip er að fara frá Rússlandi með olíu og aðrar vörur og það er að gerast of oft að það er verið að skemma sæstrengi.“ „Oft er talað um að þetta sé ákveðinn skuggafloti frá Rússum og það er sérstaklega verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir meðal annars af hálfu Evrópusambandsins hvað þetta viðkemur. Allavega fyrir okkur skiptir máli, sem að reiðum okkur mjög mikið á fjarskiptainnviði neðansjávarstrengi, að við förum í það að efla enn frekar upplýsingaskipti og viðbrögð og varnir þegar að þessu kemur.“ Hún segir varnarmálin hafa verið rædd í stjórnarmyndunarviðræðum ríkisstjórnarflokkanna. „Við ræddum það að efla meðal annars öryggi og varnir landsins hér innan utanríkisráðuneytisins, varnarmálaskrifstofuna, og samþætta þetta enn betur. Það er mikið í húfi fyrir okkur Íslendinga, en við reiðum okkur mikið á fjarskiptainnviði, strengina í sjónum. Við þurfum við að tryggja þessi samskipti við aðrar þjóðir, sérstaklega nágrannaþjóðir okkar mun betur.“ „En ég vil líka undirstrika það að samskiptin hafa verið aukin, sérstaklega við þau nágrannaríki okkar sem tengjast neðansjávarstrengjunum. Skipaeftirlit hefur verið aukið, en það er alveg ljóst á þessum tilvikum núna í Eystrasaltinu að allt Atlantshafsbandalagið verður að gera mun betur og Evrópusambandið líka þegar kemur að þvingunaraðgerðum,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sæstrengir NATO Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira