Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Lovísa Arnardóttir skrifar 30. desember 2024 10:11 Gottlieb segir minni snjó núna en áður. Hann hefur unnið við snjómokstur frá því að hann fékk bílpróf. Fyrst fyrir norðan og svo sunnan. Vísir/Vilhelm Gottlieb Konráðsson segir snjómokstur hafa gengið vel á Hellisheiði í vetur. Það hafi verið lítill snjór. Meiri skafrenningur og hálka. Hann segir umferðarmenninguna rosalega á Hellisheiðinni og ökumenn oft skapa hættulegar aðstæður með því að flýta sér of mikið. Hann segir fólk oft flýta sér svo mikið en það græði lítið á því. Hann segir flesta keyra mjög vel og vera þolinmóða en það séu allt of margir sem séu það ekki. Gottlieb ræddi umferðarmenninguna á Hellisheiðinni í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gottlieb hefur mokað á Hellisheiði í tvö ár. Áður fyrr mokaði hann fyrir norðan. Þar er hann vanur meiri snjór en hann segir magnið miklu minna fyrir norðan og sunnan en var áður. „Hún er rosaleg á köflum,“ segir Gottlieb um umferðarmenninguna á Hellisheiðinni. Það séu margir góðir í umferðinni en inn á milli sé fólk sem sé „alveg úti á túni“. Hann segir frá því að um daginn hafi vinur hans verið að moka og verið með hliðarvænginn úti. Einhver hafi ætlað fram úr en hann hafi í staðinn hreinsað hliðina af bílnum. Þá keyri fólk venjulega út af þegar það er að taka fram úr. Lenda í skaflinum „Þeir flýta sér svo mikið að þeir fara langt út af, út í skaflinn,“ segir hann. Hann segir með ólíkindum hvernig sumir haga sér í umferðinni. Það séu stundum tvö eða þrjú snjómoksturstæki að moka í einu svo allar akreinar séu í lagi. Ökumenn reyni stundum að troða sér fram úr á milli þeirra en komist yfirleitt ekkert lengra en á milli þeirra. Hann segir þetta gilda um bæði ferðamenn og Íslendinga en yfirleitt sé hægt að þekkja ferðamennina á því að þeir setja neyðarljósin á í byljum. Gottlieb segir fólk í mesta lagi spara sér fimm til tíu mínútur með því að taka fram úr og keyra of hratt. Veður Færð á vegum Snjómokstur Bítið Tengdar fréttir Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Töluverð snjókoma blasti við íbúum höfuðborgarsvæðisins í morgun en viðbúið er að þar hætti að snjóa þegar líða tekur á morguninn. Veðurstofa hvetur vegfarendur til að kynna sér fréttir af færð og veðri áður en lagt er af stað í ferðalög en nýfallin snjór og hvassviðri gæti til að mynda valdið skafrenningi og lélegu skyggni, einkum í kvöld og í fyrramálið. Hætt er við að vegir teppist, einkum á Snæfellsnesi og í Dölum og víðar á Vesturlandi. 30. desember 2024 07:50 Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt Eiður Fannar Erlendsson yfirmaður vetrarþjónustu í Reykjavíkurborg segir snjómokstur hafa gengið vel í morgun. Færðin sé tiltölulega góð í borginni. 30. desember 2024 08:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Víða vindasamt á landinu Töluvert bjartviðri í dag en sums staðar þokuloft Skýjað og dálítil él Skýjað og útkomulítið vestantil og þurrt fyrir austan Dálítil rigning eða slydda en lengst af þurrt sunnantil Víðast bjart veður en hvasst austast á landinu Gul viðvörun á Austfjörðum Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Sjá meira
Hann segir fólk oft flýta sér svo mikið en það græði lítið á því. Hann segir flesta keyra mjög vel og vera þolinmóða en það séu allt of margir sem séu það ekki. Gottlieb ræddi umferðarmenninguna á Hellisheiðinni í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gottlieb hefur mokað á Hellisheiði í tvö ár. Áður fyrr mokaði hann fyrir norðan. Þar er hann vanur meiri snjór en hann segir magnið miklu minna fyrir norðan og sunnan en var áður. „Hún er rosaleg á köflum,“ segir Gottlieb um umferðarmenninguna á Hellisheiðinni. Það séu margir góðir í umferðinni en inn á milli sé fólk sem sé „alveg úti á túni“. Hann segir frá því að um daginn hafi vinur hans verið að moka og verið með hliðarvænginn úti. Einhver hafi ætlað fram úr en hann hafi í staðinn hreinsað hliðina af bílnum. Þá keyri fólk venjulega út af þegar það er að taka fram úr. Lenda í skaflinum „Þeir flýta sér svo mikið að þeir fara langt út af, út í skaflinn,“ segir hann. Hann segir með ólíkindum hvernig sumir haga sér í umferðinni. Það séu stundum tvö eða þrjú snjómoksturstæki að moka í einu svo allar akreinar séu í lagi. Ökumenn reyni stundum að troða sér fram úr á milli þeirra en komist yfirleitt ekkert lengra en á milli þeirra. Hann segir þetta gilda um bæði ferðamenn og Íslendinga en yfirleitt sé hægt að þekkja ferðamennina á því að þeir setja neyðarljósin á í byljum. Gottlieb segir fólk í mesta lagi spara sér fimm til tíu mínútur með því að taka fram úr og keyra of hratt.
Veður Færð á vegum Snjómokstur Bítið Tengdar fréttir Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Töluverð snjókoma blasti við íbúum höfuðborgarsvæðisins í morgun en viðbúið er að þar hætti að snjóa þegar líða tekur á morguninn. Veðurstofa hvetur vegfarendur til að kynna sér fréttir af færð og veðri áður en lagt er af stað í ferðalög en nýfallin snjór og hvassviðri gæti til að mynda valdið skafrenningi og lélegu skyggni, einkum í kvöld og í fyrramálið. Hætt er við að vegir teppist, einkum á Snæfellsnesi og í Dölum og víðar á Vesturlandi. 30. desember 2024 07:50 Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt Eiður Fannar Erlendsson yfirmaður vetrarþjónustu í Reykjavíkurborg segir snjómokstur hafa gengið vel í morgun. Færðin sé tiltölulega góð í borginni. 30. desember 2024 08:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Víða vindasamt á landinu Töluvert bjartviðri í dag en sums staðar þokuloft Skýjað og dálítil él Skýjað og útkomulítið vestantil og þurrt fyrir austan Dálítil rigning eða slydda en lengst af þurrt sunnantil Víðast bjart veður en hvasst austast á landinu Gul viðvörun á Austfjörðum Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Sjá meira
Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Töluverð snjókoma blasti við íbúum höfuðborgarsvæðisins í morgun en viðbúið er að þar hætti að snjóa þegar líða tekur á morguninn. Veðurstofa hvetur vegfarendur til að kynna sér fréttir af færð og veðri áður en lagt er af stað í ferðalög en nýfallin snjór og hvassviðri gæti til að mynda valdið skafrenningi og lélegu skyggni, einkum í kvöld og í fyrramálið. Hætt er við að vegir teppist, einkum á Snæfellsnesi og í Dölum og víðar á Vesturlandi. 30. desember 2024 07:50
Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt Eiður Fannar Erlendsson yfirmaður vetrarþjónustu í Reykjavíkurborg segir snjómokstur hafa gengið vel í morgun. Færðin sé tiltölulega góð í borginni. 30. desember 2024 08:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent