Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 2. janúar 2025 10:48 Hægt sé að spara milljónir með að skipta yfir í LED götulýsingu. Vísir/Vilhelm Ráðgjafi sveitarfélaga og Vegagerðarinnar segir sveitarfélög geti sparað milljónir með því að nota LED ljós í götulýsingu. Mörg sveitarfélög vinna að því að skipta út götulýsingunni. „Það sem gerist eins og með götulýsinguna að ef þú skiptir yfir í LED þá spara þú orku, að meðaltali 70%,“ segir Guðjón L. Sigurðsson, stofnandi Liska ehf. og ráðgjafi sveitarfélaga og Vegagerðarinnar, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir það margborga sig fyrir sveitarfélög að skipta yfir í LED ljósgjafa í götulýsingu. Ljósgæðin og birtan sé sú sama og jafnvel betri. „Eins og ef við tökum til dæmis Reykjavík sem ég hef unnið mest fyrir,“ segir Guðjón. „Þeir eiga eftir að endurnýja um einn þriðja af gatnalýsingunni og ef þeir gerðu það gætu þeir sparað hundrað milljónir á ári.“ Guðjón telur að ef að öll sveitarfélög á landinu myndu skipta yfir í LED gatnalýsingu væri hægt að spara um 700 milljónir á ári. Með hækkandi raforkuverði gæti sparnaðurinn verið enn meiri. „Það margborgar sig. Þegar við vorum að byrja á þessu fyrir sex, sjö árum þá var endurgreiðslutíminn í kringum fimm til sjö ár. Núna með hækkandi raforkuverði og svona stöðnun í verði á lömpum þá er þessi tími kominn í kringum tvö til fjögur ár,“ segir Guðjón. „Svona lampar eiga að endast í tuttugu til 25 ár.“ Sveitarfélögin klára mishratt Sveitarfélögin leggi mismikla áherslu á að klára skiptin. Reykjavíkurborg hefur skipt út um þriðjung ljósgjafanna. Þá stefna Akranesbær, Kópavogsbær og Seltjarnarnesbær að klára breytingarnar á þessu ári. Garðabær stefnir á að klára á næstu þremur árum. Mosfellsbær er á svipuðu róli og Reykjavíkurborg, hefur klárað að skipta út um þriðjung. Áherslan núna sé hins vegar að taka alla hvítasilfurslampa og skipta þeim út. Það séu þrjú til fjögur ár að verkefnið klárast. Búið sé að skipta út gatnalýsingunni á Reykjanesbrautinni en breytingin hefur ekki átt sér stað á stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu. „Það eru flestir á fullu,“ segir Guðjón. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar segir að LED ljósgjafar séu ekki perur heldur glóandi rafrás eða hálfleiðari. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bítið Reykjavík Seltjarnarnes Garðabær Mosfellsbær Akranes Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Sprungin dekk og ónýtar felgur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Fleiri fréttir Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Sjá meira
„Það sem gerist eins og með götulýsinguna að ef þú skiptir yfir í LED þá spara þú orku, að meðaltali 70%,“ segir Guðjón L. Sigurðsson, stofnandi Liska ehf. og ráðgjafi sveitarfélaga og Vegagerðarinnar, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir það margborga sig fyrir sveitarfélög að skipta yfir í LED ljósgjafa í götulýsingu. Ljósgæðin og birtan sé sú sama og jafnvel betri. „Eins og ef við tökum til dæmis Reykjavík sem ég hef unnið mest fyrir,“ segir Guðjón. „Þeir eiga eftir að endurnýja um einn þriðja af gatnalýsingunni og ef þeir gerðu það gætu þeir sparað hundrað milljónir á ári.“ Guðjón telur að ef að öll sveitarfélög á landinu myndu skipta yfir í LED gatnalýsingu væri hægt að spara um 700 milljónir á ári. Með hækkandi raforkuverði gæti sparnaðurinn verið enn meiri. „Það margborgar sig. Þegar við vorum að byrja á þessu fyrir sex, sjö árum þá var endurgreiðslutíminn í kringum fimm til sjö ár. Núna með hækkandi raforkuverði og svona stöðnun í verði á lömpum þá er þessi tími kominn í kringum tvö til fjögur ár,“ segir Guðjón. „Svona lampar eiga að endast í tuttugu til 25 ár.“ Sveitarfélögin klára mishratt Sveitarfélögin leggi mismikla áherslu á að klára skiptin. Reykjavíkurborg hefur skipt út um þriðjung ljósgjafanna. Þá stefna Akranesbær, Kópavogsbær og Seltjarnarnesbær að klára breytingarnar á þessu ári. Garðabær stefnir á að klára á næstu þremur árum. Mosfellsbær er á svipuðu róli og Reykjavíkurborg, hefur klárað að skipta út um þriðjung. Áherslan núna sé hins vegar að taka alla hvítasilfurslampa og skipta þeim út. Það séu þrjú til fjögur ár að verkefnið klárast. Búið sé að skipta út gatnalýsingunni á Reykjanesbrautinni en breytingin hefur ekki átt sér stað á stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu. „Það eru flestir á fullu,“ segir Guðjón. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar segir að LED ljósgjafar séu ekki perur heldur glóandi rafrás eða hálfleiðari. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bítið Reykjavík Seltjarnarnes Garðabær Mosfellsbær Akranes Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Sprungin dekk og ónýtar felgur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Fleiri fréttir Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Sjá meira