Úkraínski herinn hóf í dag skyndilega gagnsókn inn í Kúrskhérað í Rússlandi, enn lengra en áður. Úkraínumenn segja áhlaupið hafa komið rússneskum yfirvöldum í opna skjöldu. Við förfum yfir stöðuna á víglínunni í Úkraínu.
Þá fjöllum við um þunga stöðu á heilsugæslustöðvum vegna inflúensufaraldurs, sem hefur sótt í sig veðrið á síðustu vikum. Við tökum einnig púlsinn á áramótaheitum landsmanna, kíkjum á svokallaða „grautarmessu“ í Hrunamannahreppi og hitum upp fyrir tónleika helgaða gullöld sveiflunnar í beinni útsendingu.
Við ræðum einnig við Glódísi Perlu Viggósdóttur nýkrýndan íþróttamann ársins og fylgjumst með því þegar ungir aðdáendur hennar hittu átrúnaðargoðið í dag.