Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar 9. janúar 2025 12:30 Það er enginn vafi á því að með aðild að Evrópusambandinu yrði Ísland betra. Þá skiptir mestu að gæði lífs fólks á Íslandi mundu aukast til muna frá því sem er í dag. Lífsgæði eru flókið fyrirbæri og þýða margt fyrir fullt af fólki. Það sem ég álít vera lífsgæði eru ekki endilega lífsgæði í augum annara. Það sem mundi breytast við aðild Íslands að Evrópusambandinu má setja í þessa flokka. Þetta er ekki tæmandi og ýmislegt getur breyst í framtíðinni frá þeim tíma sem þessi grein er skrifuð í Janúar 2025. Það verður að lesa þennan lista sem mögulegan, þar sem það er engin leið til þess að spá fyrir um framtíðina og ýmislegt getur breytst á skömmum tíma og án fyrirvara. Sjávarútvegur Það yrðu ekki neinar breytingar á sjávarútvegi á Íslandi við aðild að Evrópusambandinu. Aðild Íslands að Evrópusambandinu breytir engu fyrir stóru sjávarútvegsfyrirtækin á Íslandi, sem eru í dag vernduð með undanþágu í EES samningum á þann hátt að erlent eignarhald má ekki fara yfir 49%. Það er nefnilega staðreynd að stóru íslensku sjávarútvegsfyrirtækin hafa starfað innan Evrópusambandsins í marga áratugi. Það að Ísland yrði aðildarríki að Evrópusambandinu mundi þýða ekki neina breytingu fyrir þessi fyrirtæki. Áhrifin þar yrðu engin. Samt berjast þessi fyrirtæki á Íslandi gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Stærsta breytingin hérna yrði hjá litlum fyrirtækjum og sjómönnum. Þar sem þessi fyrirtæki og þessir sjómenn á Íslandi mundu losna við allt vesenið sem fylgir tollareglum á útflutningi til annara ríkja innan Evrópusambandsins. Það þýðir að fiskur veiddur á strandveiði tímabilinu gæti verið kominn á markaðinn í Frakklandi eða Þýskalandi daginn eftir og sölulaun færu beint til þess sem veiddu fiskinn. Í staðinn fyrir að þurfa að fara í gegnum íslenska milliliði, sem eru í eigu stóru fiskveiði fyrirtækjanna á Íslandi. Þetta mundi einnig einfalda íslenskum sjómönnum að eiga viðskipti við fyrirtæki í Evrópu og þannig sniðganga íslensku sjávarútvegsfyrirtækin ef það hentar þeim. Landbúnaður Í íslenskum landbúnaði yrðu einhverjar breytingar. Þær yrðu ekki stórar. Það sem mundi helst breytast er að staða íslenskra bænda mundi batna. Útflutningur á vörum þeirra yrði einfaldari. Ef hann yrði einhver frá því sem er í dag. Kostnaður mundi lækka, þar sem það yrðu engir tollar á þeim vörum sem bændur þurfa að flytja inn til Íslands í sinn rekstur ef þær koma frá öðru ríki innan Evrópusambandsins og flestar landbúnaðarvörur sem eru seldar til Íslands koma þaðan. Það mundi þýða að bara yrði greiddur virðisauki eins og það væri verið að kaupa vöruna á Íslandi. Samgöngumál Evrópusambandið er með mikla áætlun í gangi varðandi samgöngur og gæði vegakerfisins. Þar sem Ísland er ekki með neinar lestir, þá mundi sá hluti falla niður. Hinsvegar mundu íslendingar eiga þess kost að fá styrki til þess að uppfæra vegakerfið Íslandi upp í staðla Evrópusambandsins og bæta vegi í dreifðari byggðum Íslands. Bændur mundu þá loksins losna við þær holur sem Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn skyldu eftir sig síðustu kjörtímabil á vegum sem þeir nota og höfðu engan áhuga á að laga, það sást á því að viðgerð og viðhald á sumum vegum var sett á dagskrá árið 2030, kannski. Gjaldmiðlar, vextir og verðbólga Við upptöku evrunnar á Íslandi. Þá losna íslendingar við þá þörf og þau fjárútlát að þurfa að eiga gjaldeyrisvarasjóð. Þar sem evran er annar stærsti gjaldmiðill í heiminum. Aðeins bandaríkjadollar er stærri. Það þýðir að viðskipti við umheiminn verða einfaldari, ódýrari og stöðugri. Þar sem gengi evrunnar gagnvart gjaldmiðlum heimsins er miklu stöðugra en íslensku krónunnar. Til þess að taka upp evruna mundi Ísland þurfa að uppfylla fullt af skilyrðum, sem mundi lækka kostnað íslendinga. Þá sérstaklega vaxtakostnað og síðan yrði að koma á fastgengi gagnvart evrunni í tvö ár áður en evran yrði tekin upp sem gjaldmiðill á Íslandi. Þetta er ferli en mundi strax bæta efnahagslega stöðu íslendinga. Ýmis málefni Önnur málefni snúa aðallega að gæðum íslenskrar stjórnsýslu, réttindum íslendinga innan Evrópusambandsins og slíkir hlutir. Ef fólk er að velta því fyrir sér af hverju þetta sé ekki lengra. Þá er það vegna þess að í gegnum EES samninginn. Það þýðir að síðan 1. Janúar 1994 hafa íslendingar lifað með lögum frá Evrópusambandinu. Það eru 31 ár með lögum Evrópusambandsins á Íslandi. Þetta er auðvitað í gegnum EES samninginn sem er EFTA samningur, þannig að það vantar ýmislegt í þetta. Sem dæmi vantar atkvæðisrétt í stofnunum Evrópusambandsins sem er eingöngu fyrir aðildarríkin. Við aðild að Evrópusambandinu. Þá mundi Ísland fá þennan atkvæðisrétt, auk réttinda til þess að koma fram sínum skoðunum í því ferli sem er hjá Evrópusambandinu við lagasetningar. Svo að það sé nefnt á ný, vegna stöðugra blekkinga andstæðinga Evrópusambandsins. Þá starfar Evrópuþingið eftir flokkum, ekki eftir löndum. Eins og þeir gefa í skyn. Síðan eru embættismenn skipaðir af aðildarríkjum og eru síðan samþykktir af Evrópuþinginu eða hafnað ef þeir þykja ekki nógu góðir. Ráðherraráðið starfar eftir málaflokkum ráðherra og þeir eru kosnir eftir reglum viðkomandi aðildarríkis. Ég hef skrifað um það í fyrri greinum sem er hægt að finna hérna á vísir.is. Einnig sem hægt er að kynna sér Evrópusambandið á vefsíðu Evrópusambandsins, auk annara heimilda (Wikipedia). Síðan má benda á það að við aðild að Evrópusambandinu. Þá yrði Íslenska opinbert tungumál Evrópusambandsins og öll lög, vefsíður og slíkt á Íslensku. Það tæki auðvitað talsverðan tíma að þýða öll þessi skjöl, vefsíður og slíkt yfir á Íslensku en það mundi gerast. Höfundur er rithöfundur, búsettur í Evrópusambandinu, Danmörku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Það er enginn vafi á því að með aðild að Evrópusambandinu yrði Ísland betra. Þá skiptir mestu að gæði lífs fólks á Íslandi mundu aukast til muna frá því sem er í dag. Lífsgæði eru flókið fyrirbæri og þýða margt fyrir fullt af fólki. Það sem ég álít vera lífsgæði eru ekki endilega lífsgæði í augum annara. Það sem mundi breytast við aðild Íslands að Evrópusambandinu má setja í þessa flokka. Þetta er ekki tæmandi og ýmislegt getur breyst í framtíðinni frá þeim tíma sem þessi grein er skrifuð í Janúar 2025. Það verður að lesa þennan lista sem mögulegan, þar sem það er engin leið til þess að spá fyrir um framtíðina og ýmislegt getur breytst á skömmum tíma og án fyrirvara. Sjávarútvegur Það yrðu ekki neinar breytingar á sjávarútvegi á Íslandi við aðild að Evrópusambandinu. Aðild Íslands að Evrópusambandinu breytir engu fyrir stóru sjávarútvegsfyrirtækin á Íslandi, sem eru í dag vernduð með undanþágu í EES samningum á þann hátt að erlent eignarhald má ekki fara yfir 49%. Það er nefnilega staðreynd að stóru íslensku sjávarútvegsfyrirtækin hafa starfað innan Evrópusambandsins í marga áratugi. Það að Ísland yrði aðildarríki að Evrópusambandinu mundi þýða ekki neina breytingu fyrir þessi fyrirtæki. Áhrifin þar yrðu engin. Samt berjast þessi fyrirtæki á Íslandi gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Stærsta breytingin hérna yrði hjá litlum fyrirtækjum og sjómönnum. Þar sem þessi fyrirtæki og þessir sjómenn á Íslandi mundu losna við allt vesenið sem fylgir tollareglum á útflutningi til annara ríkja innan Evrópusambandsins. Það þýðir að fiskur veiddur á strandveiði tímabilinu gæti verið kominn á markaðinn í Frakklandi eða Þýskalandi daginn eftir og sölulaun færu beint til þess sem veiddu fiskinn. Í staðinn fyrir að þurfa að fara í gegnum íslenska milliliði, sem eru í eigu stóru fiskveiði fyrirtækjanna á Íslandi. Þetta mundi einnig einfalda íslenskum sjómönnum að eiga viðskipti við fyrirtæki í Evrópu og þannig sniðganga íslensku sjávarútvegsfyrirtækin ef það hentar þeim. Landbúnaður Í íslenskum landbúnaði yrðu einhverjar breytingar. Þær yrðu ekki stórar. Það sem mundi helst breytast er að staða íslenskra bænda mundi batna. Útflutningur á vörum þeirra yrði einfaldari. Ef hann yrði einhver frá því sem er í dag. Kostnaður mundi lækka, þar sem það yrðu engir tollar á þeim vörum sem bændur þurfa að flytja inn til Íslands í sinn rekstur ef þær koma frá öðru ríki innan Evrópusambandsins og flestar landbúnaðarvörur sem eru seldar til Íslands koma þaðan. Það mundi þýða að bara yrði greiddur virðisauki eins og það væri verið að kaupa vöruna á Íslandi. Samgöngumál Evrópusambandið er með mikla áætlun í gangi varðandi samgöngur og gæði vegakerfisins. Þar sem Ísland er ekki með neinar lestir, þá mundi sá hluti falla niður. Hinsvegar mundu íslendingar eiga þess kost að fá styrki til þess að uppfæra vegakerfið Íslandi upp í staðla Evrópusambandsins og bæta vegi í dreifðari byggðum Íslands. Bændur mundu þá loksins losna við þær holur sem Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn skyldu eftir sig síðustu kjörtímabil á vegum sem þeir nota og höfðu engan áhuga á að laga, það sást á því að viðgerð og viðhald á sumum vegum var sett á dagskrá árið 2030, kannski. Gjaldmiðlar, vextir og verðbólga Við upptöku evrunnar á Íslandi. Þá losna íslendingar við þá þörf og þau fjárútlát að þurfa að eiga gjaldeyrisvarasjóð. Þar sem evran er annar stærsti gjaldmiðill í heiminum. Aðeins bandaríkjadollar er stærri. Það þýðir að viðskipti við umheiminn verða einfaldari, ódýrari og stöðugri. Þar sem gengi evrunnar gagnvart gjaldmiðlum heimsins er miklu stöðugra en íslensku krónunnar. Til þess að taka upp evruna mundi Ísland þurfa að uppfylla fullt af skilyrðum, sem mundi lækka kostnað íslendinga. Þá sérstaklega vaxtakostnað og síðan yrði að koma á fastgengi gagnvart evrunni í tvö ár áður en evran yrði tekin upp sem gjaldmiðill á Íslandi. Þetta er ferli en mundi strax bæta efnahagslega stöðu íslendinga. Ýmis málefni Önnur málefni snúa aðallega að gæðum íslenskrar stjórnsýslu, réttindum íslendinga innan Evrópusambandsins og slíkir hlutir. Ef fólk er að velta því fyrir sér af hverju þetta sé ekki lengra. Þá er það vegna þess að í gegnum EES samninginn. Það þýðir að síðan 1. Janúar 1994 hafa íslendingar lifað með lögum frá Evrópusambandinu. Það eru 31 ár með lögum Evrópusambandsins á Íslandi. Þetta er auðvitað í gegnum EES samninginn sem er EFTA samningur, þannig að það vantar ýmislegt í þetta. Sem dæmi vantar atkvæðisrétt í stofnunum Evrópusambandsins sem er eingöngu fyrir aðildarríkin. Við aðild að Evrópusambandinu. Þá mundi Ísland fá þennan atkvæðisrétt, auk réttinda til þess að koma fram sínum skoðunum í því ferli sem er hjá Evrópusambandinu við lagasetningar. Svo að það sé nefnt á ný, vegna stöðugra blekkinga andstæðinga Evrópusambandsins. Þá starfar Evrópuþingið eftir flokkum, ekki eftir löndum. Eins og þeir gefa í skyn. Síðan eru embættismenn skipaðir af aðildarríkjum og eru síðan samþykktir af Evrópuþinginu eða hafnað ef þeir þykja ekki nógu góðir. Ráðherraráðið starfar eftir málaflokkum ráðherra og þeir eru kosnir eftir reglum viðkomandi aðildarríkis. Ég hef skrifað um það í fyrri greinum sem er hægt að finna hérna á vísir.is. Einnig sem hægt er að kynna sér Evrópusambandið á vefsíðu Evrópusambandsins, auk annara heimilda (Wikipedia). Síðan má benda á það að við aðild að Evrópusambandinu. Þá yrði Íslenska opinbert tungumál Evrópusambandsins og öll lög, vefsíður og slíkt á Íslensku. Það tæki auðvitað talsverðan tíma að þýða öll þessi skjöl, vefsíður og slíkt yfir á Íslensku en það mundi gerast. Höfundur er rithöfundur, búsettur í Evrópusambandinu, Danmörku.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar