Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 10. janúar 2025 11:01 Hvað er betra en góður kaffibolli á köldum janúar morgni? Góður kaffibolli í góðum félagsskap! Ég þori næstum að fullyrða að flestar stórar ákvarðanir, ný verkefni, samstarf eða annarskonar snilld hafi byrjað við kaffivél einhversstaðar. Framundan eru nokkrir ef ekki tugir kaffibolla sem bíða eftir að verða sötraðir yfir hverjum ferðaþjónustu viðburðinum á fætur öðrum. Ferðaþjónustuvikan hefur markað sér mikilvægan sess meðal fjölbreyttra þjónustufyrirtækja um allt land sem nýta sér tækifærið til að efla sig í leik og starfi með þátttöku í málstofum, vinnustofum, ráðstefnum og raunverulegum mannamótum. Dagskráin er fjölbreytt og hefst með Nýársmálstofu ferðaþjónustunnar, Markaðssamtali um ferðaþjónustu framtíðarinnar, Dagur ábyrgrar ferðaþjónustu, stefnumót við ferðatækni, markaðstorg ráðstefnu haldara og mikilvægt samtal um öryggi og slys í ferðaþjónustu. Allt þetta endar svo á risastóru stefnumóti landsbyggðar ferðaþjónustufyrirtækja og höfuðborgar í Kórnum í Kópavogi þegar Mannamót binda slaufu á þessa mögnuðu viku. Ferðaþjónustuvikan er mikilvægur vettvangur fyrir atvinnurekendur og starfsmenn í ferðaþjónustu en hún er líka hugsuð fyrir alla sem hafa áhuga á því að kynna sér þessa mögnuðu atvinnugrein sem skapaði 600 milljarða í útflutningstekjur fyrir Ísland á síðasta ári, gerir okkur kleift að auka lífsgæði svo um munar með fjölda veitingastaða og fjölbreyttrar afþreyingar, veitir tæplega 40.000 manns atvinnu í fjölbreyttum störfum, gefur byggðalögum víða um land súrefni til að halda úti grunnþjónustu við íbúa og veitir fólki tækifæri til að stunda skapandi störf í sinni heimabyggð. Fáar atvinnugreinar hafa verið jafn mikilvægt byggðaþróunar verkfæri síðustu ár. Það er mesta mýta að störf í ferðaþjónustu séu að meirihluta láglaunastörf. Fjöldi starfa krefjast sérfræðimenntunar og er aukin tækni og sjálfvirknivæðing eitt af stóru tækifærum greinarinnar til að leysa af hendi mannaflsfrek störf og auka hagræðingu í rekstri. Þá er framtíðarsýn greinarnar byggð á því að vera leiðandi í sjálfbærri þróun sem krefst bæði seiglu og aga atvinnurekenda. Störf tengd menntun og reynslu í markaðsmálum, nýsköpun, rekstri, umhverfis og loftslagsmálum er m.a það sem fyrirtæki leita eftir sérfræðingum í. Ímynd Íslands er að stórum hluta í höndum útflutningsfyrirtækja og þar ber ferðaþjónusta gríðarlega ábyrgð. Til þess að vel takist til og vörumerkið Ísland, sem við eigum öll saman, bíði ekki hnekki, þurfum við að sameinast í því að skilaboðin okkar komist á framfæri, að áfangastaðurinn Ísland verði áfram ekki bara góður staður til að búa á heldur líka fyrirmyndar staður til að heimsækja og njóta, jafnvel yfir góðum kaffibolla. ☕️ Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans sem er einn af framkvæmdaaðilum Ferðaþjónustuvikunnar ásamt Ferðamálastofu, Samtökum ferðaþjónustunnar, Markaðsstofum landshlutanna og Íslandsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Hvað er betra en góður kaffibolli á köldum janúar morgni? Góður kaffibolli í góðum félagsskap! Ég þori næstum að fullyrða að flestar stórar ákvarðanir, ný verkefni, samstarf eða annarskonar snilld hafi byrjað við kaffivél einhversstaðar. Framundan eru nokkrir ef ekki tugir kaffibolla sem bíða eftir að verða sötraðir yfir hverjum ferðaþjónustu viðburðinum á fætur öðrum. Ferðaþjónustuvikan hefur markað sér mikilvægan sess meðal fjölbreyttra þjónustufyrirtækja um allt land sem nýta sér tækifærið til að efla sig í leik og starfi með þátttöku í málstofum, vinnustofum, ráðstefnum og raunverulegum mannamótum. Dagskráin er fjölbreytt og hefst með Nýársmálstofu ferðaþjónustunnar, Markaðssamtali um ferðaþjónustu framtíðarinnar, Dagur ábyrgrar ferðaþjónustu, stefnumót við ferðatækni, markaðstorg ráðstefnu haldara og mikilvægt samtal um öryggi og slys í ferðaþjónustu. Allt þetta endar svo á risastóru stefnumóti landsbyggðar ferðaþjónustufyrirtækja og höfuðborgar í Kórnum í Kópavogi þegar Mannamót binda slaufu á þessa mögnuðu viku. Ferðaþjónustuvikan er mikilvægur vettvangur fyrir atvinnurekendur og starfsmenn í ferðaþjónustu en hún er líka hugsuð fyrir alla sem hafa áhuga á því að kynna sér þessa mögnuðu atvinnugrein sem skapaði 600 milljarða í útflutningstekjur fyrir Ísland á síðasta ári, gerir okkur kleift að auka lífsgæði svo um munar með fjölda veitingastaða og fjölbreyttrar afþreyingar, veitir tæplega 40.000 manns atvinnu í fjölbreyttum störfum, gefur byggðalögum víða um land súrefni til að halda úti grunnþjónustu við íbúa og veitir fólki tækifæri til að stunda skapandi störf í sinni heimabyggð. Fáar atvinnugreinar hafa verið jafn mikilvægt byggðaþróunar verkfæri síðustu ár. Það er mesta mýta að störf í ferðaþjónustu séu að meirihluta láglaunastörf. Fjöldi starfa krefjast sérfræðimenntunar og er aukin tækni og sjálfvirknivæðing eitt af stóru tækifærum greinarinnar til að leysa af hendi mannaflsfrek störf og auka hagræðingu í rekstri. Þá er framtíðarsýn greinarnar byggð á því að vera leiðandi í sjálfbærri þróun sem krefst bæði seiglu og aga atvinnurekenda. Störf tengd menntun og reynslu í markaðsmálum, nýsköpun, rekstri, umhverfis og loftslagsmálum er m.a það sem fyrirtæki leita eftir sérfræðingum í. Ímynd Íslands er að stórum hluta í höndum útflutningsfyrirtækja og þar ber ferðaþjónusta gríðarlega ábyrgð. Til þess að vel takist til og vörumerkið Ísland, sem við eigum öll saman, bíði ekki hnekki, þurfum við að sameinast í því að skilaboðin okkar komist á framfæri, að áfangastaðurinn Ísland verði áfram ekki bara góður staður til að búa á heldur líka fyrirmyndar staður til að heimsækja og njóta, jafnvel yfir góðum kaffibolla. ☕️ Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans sem er einn af framkvæmdaaðilum Ferðaþjónustuvikunnar ásamt Ferðamálastofu, Samtökum ferðaþjónustunnar, Markaðsstofum landshlutanna og Íslandsstofu.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun