Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. janúar 2025 08:19 Það var óvenjurólegt hjá lögreglunni í gærkvöldi og í nótt miðað við oft áður. Kannski var það færðin. Vísir/Vilhelm Lögreglunni bárust nokkrar tilkynningar um ólæti og slagsmál í nótt. Í miðbænum var manni hent út af skemmtistað vegna „óláta“ en sá flúði svo af vettvangi þegar lögregluna bar að garði. Viðkomandi var eltur uppi og handtekinn. Kvöldið var óvenjurólegt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu miðað við oft áður ef marka má hina svokölluð dagbók lögreglu yfir mál kvöldsins og næturinnar. Mest var að gera hjá lögregluþjónum á Lögreglustöð 1 sem nær yfir Austurbæ, Miðbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnes. Lögreglan var kölluð til vegna líkamsárásar en þá var gerandi farinn af vettvangi. Málið er þó enn til rannsóknar samkvæmt lögreglu. Þá barst lögreglunni einnig tilkynning um slagsmál fyrir utan skemmtistað þar sem einstaklingi hafði verið hent út vegna „óláta“. Viðkomandi reyndi að flýja þegar lögreglan kom á vettvang en maðurinn var eltur uppi og handsamaður að lokum. Þá var annar handtekinn sem hafði verið með ógnandi tilburði við samborgara sína í miðbænum. Hann var fluttur niður á lögreglustöð þar sem tekin var af honum skýrsla. Loks var ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum örvandi efna en hann reyndist þar að auki ekki vera með gild ökuréttindi. Rúða brotin og búðarhnupl Utan miðborgarinnar og nágrannahverfa var harla rólegt að gera. Á lögreglustöð 4 sem nær yfir Mosfellsbæ, Grafarvog og Árbæ var til að mynda ekkert fréttnæmt. Hins vegar voru lögregluþjónar af lögreglustöð 2, sem nær yfir Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes, kallaðir til vegna eignaspjalla. Rúða hafði þar verið brotin í heimahúsi og er málið nú í rannókn. Á lögreglustöð 3, sem nær yfir Kópavog og Breiðholt, var sömuleiðis bara eitt mál sett í skýrslu en þar var lögregla kölluð til vegna þjófnaðar í verslun. Málið var leyst með skýrslutöku á vettvangi. Ekki kemur fram í hvoru sveitarfélaginu hnuplið átti sér stað. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Sjá meira
Kvöldið var óvenjurólegt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu miðað við oft áður ef marka má hina svokölluð dagbók lögreglu yfir mál kvöldsins og næturinnar. Mest var að gera hjá lögregluþjónum á Lögreglustöð 1 sem nær yfir Austurbæ, Miðbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnes. Lögreglan var kölluð til vegna líkamsárásar en þá var gerandi farinn af vettvangi. Málið er þó enn til rannsóknar samkvæmt lögreglu. Þá barst lögreglunni einnig tilkynning um slagsmál fyrir utan skemmtistað þar sem einstaklingi hafði verið hent út vegna „óláta“. Viðkomandi reyndi að flýja þegar lögreglan kom á vettvang en maðurinn var eltur uppi og handsamaður að lokum. Þá var annar handtekinn sem hafði verið með ógnandi tilburði við samborgara sína í miðbænum. Hann var fluttur niður á lögreglustöð þar sem tekin var af honum skýrsla. Loks var ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum örvandi efna en hann reyndist þar að auki ekki vera með gild ökuréttindi. Rúða brotin og búðarhnupl Utan miðborgarinnar og nágrannahverfa var harla rólegt að gera. Á lögreglustöð 4 sem nær yfir Mosfellsbæ, Grafarvog og Árbæ var til að mynda ekkert fréttnæmt. Hins vegar voru lögregluþjónar af lögreglustöð 2, sem nær yfir Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes, kallaðir til vegna eignaspjalla. Rúða hafði þar verið brotin í heimahúsi og er málið nú í rannókn. Á lögreglustöð 3, sem nær yfir Kópavog og Breiðholt, var sömuleiðis bara eitt mál sett í skýrslu en þar var lögregla kölluð til vegna þjófnaðar í verslun. Málið var leyst með skýrslutöku á vettvangi. Ekki kemur fram í hvoru sveitarfélaginu hnuplið átti sér stað.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Sjá meira