Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar 13. janúar 2025 15:31 Íslenskt lýðræði byggir á grunnstoðum sem fela í sér að stjórnmálaflokkar virki sem lýðræðislegur vettvangur þar sem félagsmenn hafa tækifæri til að taka þátt í ákvörðunum og móta stefnu. Við búum við kerfi þar sem vænst er að flokkar haldi landsfundi, þar sem forysta er kjörin á lýðræðislegan hátt, og kjördæmaráð sjá um að tryggja uppstillingu frambjóðenda í prófkjörum eða á annan lýðræðislegan hátt. Ég hef sjálfur tekið þátt í því að fjárframlög til stjórnmálaflokka væru nægileg til að viðhalda almennu félagsstarfi, halda flokkum gangandi og skapa vettvang fyrir félagsmenn til að móta samþykktir og stefnumál. Slík uppbygging er nauðsynleg fyrir virkt lýðræði og eflingu samfélagsins. Hins vegar stöndum við nú frammi fyrir alvarlegu vandamáli. Einn flokkur sem situr í ríkisstjórn fer þvert gegn þessum lýðræðislegu grunngildum. Sá flokkur heldur hvorki landsfundi né kjördæmaráðsfundi og heldur engan fjölmennan félagsfund þar sem málefnaskrá er mótuð. Þrátt fyrir þetta fær flokkurinn rífleg opinber framlög úr ríkissjóði, sem eru ætluð til að styðja flokkstarf og styrkja lýðræðislega þátttöku, en engu slíku er til að dreifa í þessu tilfelli. Þessi staða er óviðunandi. Hún vekur áleitnar spurningar: Er ásættanlegt að stjórnmálaflokkar, sem hafa enga lýðræðislega uppbyggingu og virkja ekki félagsstarf, fái opinber framlög? Eru samstarfsflokkar í ríkisstjórn tilbúnir að líta framhjá þessu og veita slíku skipulagi lögmæti með samstarfi sínu? Við verðum að spyrja okkur hvers konar lýðræði við viljum byggja upp. Ef stjórnmálaflokkar virka ekki á lýðræðislegan hátt, hvernig getum við vænst þess að þeir stuðli að lýðræðislegum vinnubrögðum í stjórnsýslu? Það er ekki bara á ábyrgð stjórnmálaflokka sjálfra heldur okkar allra, kjósenda og þegna, að halda vöku okkar og krefjast þess að flokkar sem þiggja fjárframlög úr sameiginlegum sjóðum starfi í anda lýðræðis. Því ef lýðræðið rofnar innan flokkanna, þá mun það á endanum rofna í samfélaginu sjálfu. Hvað finnst þér? Er þetta í lagi? Eða þurfum við að krefjast breytinga? Lýðræði er ekki sjálfgefið – við þurfum að standa vörð um það. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Svanur Guðmundsson Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt lýðræði byggir á grunnstoðum sem fela í sér að stjórnmálaflokkar virki sem lýðræðislegur vettvangur þar sem félagsmenn hafa tækifæri til að taka þátt í ákvörðunum og móta stefnu. Við búum við kerfi þar sem vænst er að flokkar haldi landsfundi, þar sem forysta er kjörin á lýðræðislegan hátt, og kjördæmaráð sjá um að tryggja uppstillingu frambjóðenda í prófkjörum eða á annan lýðræðislegan hátt. Ég hef sjálfur tekið þátt í því að fjárframlög til stjórnmálaflokka væru nægileg til að viðhalda almennu félagsstarfi, halda flokkum gangandi og skapa vettvang fyrir félagsmenn til að móta samþykktir og stefnumál. Slík uppbygging er nauðsynleg fyrir virkt lýðræði og eflingu samfélagsins. Hins vegar stöndum við nú frammi fyrir alvarlegu vandamáli. Einn flokkur sem situr í ríkisstjórn fer þvert gegn þessum lýðræðislegu grunngildum. Sá flokkur heldur hvorki landsfundi né kjördæmaráðsfundi og heldur engan fjölmennan félagsfund þar sem málefnaskrá er mótuð. Þrátt fyrir þetta fær flokkurinn rífleg opinber framlög úr ríkissjóði, sem eru ætluð til að styðja flokkstarf og styrkja lýðræðislega þátttöku, en engu slíku er til að dreifa í þessu tilfelli. Þessi staða er óviðunandi. Hún vekur áleitnar spurningar: Er ásættanlegt að stjórnmálaflokkar, sem hafa enga lýðræðislega uppbyggingu og virkja ekki félagsstarf, fái opinber framlög? Eru samstarfsflokkar í ríkisstjórn tilbúnir að líta framhjá þessu og veita slíku skipulagi lögmæti með samstarfi sínu? Við verðum að spyrja okkur hvers konar lýðræði við viljum byggja upp. Ef stjórnmálaflokkar virka ekki á lýðræðislegan hátt, hvernig getum við vænst þess að þeir stuðli að lýðræðislegum vinnubrögðum í stjórnsýslu? Það er ekki bara á ábyrgð stjórnmálaflokka sjálfra heldur okkar allra, kjósenda og þegna, að halda vöku okkar og krefjast þess að flokkar sem þiggja fjárframlög úr sameiginlegum sjóðum starfi í anda lýðræðis. Því ef lýðræðið rofnar innan flokkanna, þá mun það á endanum rofna í samfélaginu sjálfu. Hvað finnst þér? Er þetta í lagi? Eða þurfum við að krefjast breytinga? Lýðræði er ekki sjálfgefið – við þurfum að standa vörð um það. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun