Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2025 13:41 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Alexander Kazakov Ráðgjafar Joes Biden, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, lögðu í sumar mikið kapp á að koma viðvörun til Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Var það eftir að eldur kviknaði í pökkum í vöruhúsum DHL í Englandi og Þýskalandi en það voru sprengjur sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) komu fyrir í flugvélum. Sprengjur hafa einnig fundist í Póllandi. Samkvæmt frétt New York Times fengu bandarískir embættismenn veður af því að Rússar hefðu sett sér það markmið að koma eldsprengjum gegnum skoðanir og í flugvélar til Bandaríkjanna. Innan veggja Hvíta hússins voru Bandaríkjamenn með samtöl milli leiðtoga GRU um sprengjurnar og þessar tilraunasendingar. Þeir munu hafa talað um að útbúa þær þannig að eldar áttu að kvikna þegar pakkarnir voru komnir til Bandaríkjanna og Kanada. Pakkar sem þessir eru yfirleitt fluttir með fragtflugvélum en geta verið fluttir um borð í hefðbundnum farþegaflugvélum með tilheyrandi hættu fyrir fólk. Hringdu til Rússlands Í viðtali við NYT staðfesti Alejandro Mayorkas, fráfarandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, að markmið Rússa hafi verið að koma eldsprengjum til Bandaríkjanna og að reglur varðandi könnun pakka sem sendir eru þangað hafi verið hertar í kjölfarið. Biden skipaði þjóðaröryggisráðgjafa sínum og yfirmanni CIA að senda aðstoðarmönnum Pútíns viðvörun. Að ef skemmdarverk af þessu tagi myndu valda mannfalli í háloftunum eða á jörðu niðri yrðu Rússar dregnir til ábyrgðar. Ekki fylgdi viðvöruninni hvernig það yrði gert en skilaboðun munu hafa verið skýr. Skuggastríð Bandaríkjanna og Rússlands myndi ná nýjum hæðum. Óljóst er hvort að viðvaranirnar náðu til Pútíns og ef svo er, hvað hann hafi ákveðið að gera. Eldsprengjur hafa þó ekki fundist frá því í sumar. Biden hefur ekki rætt við Pútín frá því í byrjun árs 2022. Donald Trump, sem tekur embætti 20. janúar, hefur lýst því yfir að hann ætli sér að ræða við Pútín og mögulega funda með honum mjög fljótlega. Embættismenn segjast þó hafa áhyggjur af því að Rússar séu einfaldlega að þróa betri eldsprengjur sem erfiðara er að finna. Blandaður hernaður í Evrópu Undanfarna mánuði og jafnvel ár hafa rússneskir útsendarar verið sakaðir um fjölda skemmdarverka, íkveikja og morða, svo eitthvað sé nefnt, í Evrópu. Í einu tilfelli ætluðu rússneskir útsendarar sé að ráða forstjóra Rheinmetall, eins stærsta hergagnaframleiðanda Evrópu, af dögum. Bruno Kahl, yfirmaður einnar af leyniþjónustum Þýskalands, varaði í fyrra við því að árásum og skemmdarverkum Rússa myndi fjölga á næstunni. „Umfangsmikil notkun Rússa á blönduðum hernaði eykur líkurnar á því að NATO muni á endanum íhuga að virkja fimmtu greinina um sameiginlegar varnir.“ Kahl sagði einnig líklegt að Rússar myndu áfram reyna að kanna þær rauðu línur sem lagðar hafa verið og grafa undan samstöðu Vesturlanda og NATO. Frá því Kahl gaf út þessa viðvörun hafa margir sæstrengir í Evrópu verið skemmdir. Talið er að það hafi verið gert af Rússum og hafa nokkrir strengir verið skemmdir á Eystrasalti. Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins tilkynntu á fundi aðildarríkja við Eystrasalt í Helsinki í Finnlandi í dag að auka ætti viðveru bandalagsins á svæðinu. Markmiðið væri að verja sæstrengi betur og verður notast við freigátur og eftirlitsflugvélar. Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, sagði þar að auki, samkvæmt AP fréttaveitunni, að notast yrði við smáan flota dróna til að bæta eftirlit og varnir á Eystrasalti. Rutte sagði einnig að ríki NATO myndu ekki sætta sig við árásir á svo mikilvæga innviði og að þær myndu hafa afleiðingar, eins og það að leggja hald á skip sem notuð yrðu til skemmdarverka. Bandaríkin Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Bretland Pólland Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Úkraínumenn gerðu umfangsmiklar dróna og eldflaugaárásir á skotmörk í nokkrum héruðum Rússlands í nótt. Í sumum tilfellum voru skotmörk Úkraínumanna hundruð kílómetra frá Úkraínu og loga miklir eldar eftir árásirnar. 14. janúar 2025 12:01 Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Svíþjóð er hvorki í stríði né býr það við frið, segir forsætisráðherrann Ulf Kristersson. Hann greindi frá því um helgina að Svíar myndu taka þátt í hertu eftirliti Atlantshafsbandalagsins á Eystrasalti. 13. janúar 2025 08:14 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Sjá meira
Sprengjur hafa einnig fundist í Póllandi. Samkvæmt frétt New York Times fengu bandarískir embættismenn veður af því að Rússar hefðu sett sér það markmið að koma eldsprengjum gegnum skoðanir og í flugvélar til Bandaríkjanna. Innan veggja Hvíta hússins voru Bandaríkjamenn með samtöl milli leiðtoga GRU um sprengjurnar og þessar tilraunasendingar. Þeir munu hafa talað um að útbúa þær þannig að eldar áttu að kvikna þegar pakkarnir voru komnir til Bandaríkjanna og Kanada. Pakkar sem þessir eru yfirleitt fluttir með fragtflugvélum en geta verið fluttir um borð í hefðbundnum farþegaflugvélum með tilheyrandi hættu fyrir fólk. Hringdu til Rússlands Í viðtali við NYT staðfesti Alejandro Mayorkas, fráfarandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, að markmið Rússa hafi verið að koma eldsprengjum til Bandaríkjanna og að reglur varðandi könnun pakka sem sendir eru þangað hafi verið hertar í kjölfarið. Biden skipaði þjóðaröryggisráðgjafa sínum og yfirmanni CIA að senda aðstoðarmönnum Pútíns viðvörun. Að ef skemmdarverk af þessu tagi myndu valda mannfalli í háloftunum eða á jörðu niðri yrðu Rússar dregnir til ábyrgðar. Ekki fylgdi viðvöruninni hvernig það yrði gert en skilaboðun munu hafa verið skýr. Skuggastríð Bandaríkjanna og Rússlands myndi ná nýjum hæðum. Óljóst er hvort að viðvaranirnar náðu til Pútíns og ef svo er, hvað hann hafi ákveðið að gera. Eldsprengjur hafa þó ekki fundist frá því í sumar. Biden hefur ekki rætt við Pútín frá því í byrjun árs 2022. Donald Trump, sem tekur embætti 20. janúar, hefur lýst því yfir að hann ætli sér að ræða við Pútín og mögulega funda með honum mjög fljótlega. Embættismenn segjast þó hafa áhyggjur af því að Rússar séu einfaldlega að þróa betri eldsprengjur sem erfiðara er að finna. Blandaður hernaður í Evrópu Undanfarna mánuði og jafnvel ár hafa rússneskir útsendarar verið sakaðir um fjölda skemmdarverka, íkveikja og morða, svo eitthvað sé nefnt, í Evrópu. Í einu tilfelli ætluðu rússneskir útsendarar sé að ráða forstjóra Rheinmetall, eins stærsta hergagnaframleiðanda Evrópu, af dögum. Bruno Kahl, yfirmaður einnar af leyniþjónustum Þýskalands, varaði í fyrra við því að árásum og skemmdarverkum Rússa myndi fjölga á næstunni. „Umfangsmikil notkun Rússa á blönduðum hernaði eykur líkurnar á því að NATO muni á endanum íhuga að virkja fimmtu greinina um sameiginlegar varnir.“ Kahl sagði einnig líklegt að Rússar myndu áfram reyna að kanna þær rauðu línur sem lagðar hafa verið og grafa undan samstöðu Vesturlanda og NATO. Frá því Kahl gaf út þessa viðvörun hafa margir sæstrengir í Evrópu verið skemmdir. Talið er að það hafi verið gert af Rússum og hafa nokkrir strengir verið skemmdir á Eystrasalti. Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins tilkynntu á fundi aðildarríkja við Eystrasalt í Helsinki í Finnlandi í dag að auka ætti viðveru bandalagsins á svæðinu. Markmiðið væri að verja sæstrengi betur og verður notast við freigátur og eftirlitsflugvélar. Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, sagði þar að auki, samkvæmt AP fréttaveitunni, að notast yrði við smáan flota dróna til að bæta eftirlit og varnir á Eystrasalti. Rutte sagði einnig að ríki NATO myndu ekki sætta sig við árásir á svo mikilvæga innviði og að þær myndu hafa afleiðingar, eins og það að leggja hald á skip sem notuð yrðu til skemmdarverka.
Bandaríkin Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Bretland Pólland Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Úkraínumenn gerðu umfangsmiklar dróna og eldflaugaárásir á skotmörk í nokkrum héruðum Rússlands í nótt. Í sumum tilfellum voru skotmörk Úkraínumanna hundruð kílómetra frá Úkraínu og loga miklir eldar eftir árásirnar. 14. janúar 2025 12:01 Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Svíþjóð er hvorki í stríði né býr það við frið, segir forsætisráðherrann Ulf Kristersson. Hann greindi frá því um helgina að Svíar myndu taka þátt í hertu eftirliti Atlantshafsbandalagsins á Eystrasalti. 13. janúar 2025 08:14 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Sjá meira
Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Úkraínumenn gerðu umfangsmiklar dróna og eldflaugaárásir á skotmörk í nokkrum héruðum Rússlands í nótt. Í sumum tilfellum voru skotmörk Úkraínumanna hundruð kílómetra frá Úkraínu og loga miklir eldar eftir árásirnar. 14. janúar 2025 12:01
Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Svíþjóð er hvorki í stríði né býr það við frið, segir forsætisráðherrann Ulf Kristersson. Hann greindi frá því um helgina að Svíar myndu taka þátt í hertu eftirliti Atlantshafsbandalagsins á Eystrasalti. 13. janúar 2025 08:14
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31