Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. janúar 2025 17:34 RAX ljósmyndari flaug yfir Bárðarbungu í dag og myndaði. RAX Vegna aukinnar jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu hefur lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, í samráði við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, virkjað viðbragðsáætlun vegna eldgoss í Bárðarbungu eða norðan Vatnajökuls. Í tilkynningu frá embættinu segir að áætlunin sé virkjuð á óvissustigi. Viðbragðsaðilar hafi fengið boðun í gegnum neyðarlínuna í samræmi við viðbragðsáætlunina þar sem segir: Óvissustig – líkur á eldgosi undir Vatnajökli. Þá segir að virkjunin sé fyrst og fremst gerð í þeim tilgangi að viðbragðsaðilar og þeir sem hafi hlutverkum að gegna samkvæmt áætluninni hafi tækifæri til að undirbúa sig og rifja upp áætlunina. Aðgerðastjórn verði opin á Húsavík milli klukkan átta og tólf næstu daga. Öflug skjálftahrina hófst á sjöunda tímanum í morgun en eftir klukkan níu dróst verulega úr ákafa hennar, að því er kemur fram í frétt á vef Veðurstofunnar. Síðan þá hafa fáir jarðskjálftar mælst og sérfræðingar Veðurstofunnar munu fylgjast með áframhaldandi þróun. Óljóst með framhaldið Þá segir að fluglitakóði sé áfram gulur á svæðinu, sem gefi til kynna aukna virkni miðað við venjulegt ástand og óvissu um þróunina. Loks kemur fram að þrátt fyrir að jarðskjálftavirkni mælist minni sé ekki hægt að segja til um hvort hrinan sé að fjara út. Margar sviðsmyndir komi til greina um þróun jarðhræringa á svæðinu. Náið verði fylgst með þróun skjálftavirkninnar í Bárðarbungu og mögulegum eldsumbrotum. Bárðarbunga Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna aukinna skjálftavirkni í Bárðarbungu. Öflug jarðskjálftahrina hófst þar klukkan morgun og hafa um 130 skjálftar mælst. Sá stærsti var 5,1 að stærð. 14. janúar 2025 12:10 Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Áköf jarðskjálftahrina varð í Bráðabungu í Vatnajökli morgun. Jarðeðlisfræðingur segir hrinuna óvanalega og atburðarásina minna á undanfara eldgossins í Holuhrauni. 14. janúar 2025 12:39 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Gervigreind er líka fyrir heimilið“, segir Óli tölva Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman Sjá meira
Í tilkynningu frá embættinu segir að áætlunin sé virkjuð á óvissustigi. Viðbragðsaðilar hafi fengið boðun í gegnum neyðarlínuna í samræmi við viðbragðsáætlunina þar sem segir: Óvissustig – líkur á eldgosi undir Vatnajökli. Þá segir að virkjunin sé fyrst og fremst gerð í þeim tilgangi að viðbragðsaðilar og þeir sem hafi hlutverkum að gegna samkvæmt áætluninni hafi tækifæri til að undirbúa sig og rifja upp áætlunina. Aðgerðastjórn verði opin á Húsavík milli klukkan átta og tólf næstu daga. Öflug skjálftahrina hófst á sjöunda tímanum í morgun en eftir klukkan níu dróst verulega úr ákafa hennar, að því er kemur fram í frétt á vef Veðurstofunnar. Síðan þá hafa fáir jarðskjálftar mælst og sérfræðingar Veðurstofunnar munu fylgjast með áframhaldandi þróun. Óljóst með framhaldið Þá segir að fluglitakóði sé áfram gulur á svæðinu, sem gefi til kynna aukna virkni miðað við venjulegt ástand og óvissu um þróunina. Loks kemur fram að þrátt fyrir að jarðskjálftavirkni mælist minni sé ekki hægt að segja til um hvort hrinan sé að fjara út. Margar sviðsmyndir komi til greina um þróun jarðhræringa á svæðinu. Náið verði fylgst með þróun skjálftavirkninnar í Bárðarbungu og mögulegum eldsumbrotum.
Bárðarbunga Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna aukinna skjálftavirkni í Bárðarbungu. Öflug jarðskjálftahrina hófst þar klukkan morgun og hafa um 130 skjálftar mælst. Sá stærsti var 5,1 að stærð. 14. janúar 2025 12:10 Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Áköf jarðskjálftahrina varð í Bráðabungu í Vatnajökli morgun. Jarðeðlisfræðingur segir hrinuna óvanalega og atburðarásina minna á undanfara eldgossins í Holuhrauni. 14. janúar 2025 12:39 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Gervigreind er líka fyrir heimilið“, segir Óli tölva Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman Sjá meira
Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna aukinna skjálftavirkni í Bárðarbungu. Öflug jarðskjálftahrina hófst þar klukkan morgun og hafa um 130 skjálftar mælst. Sá stærsti var 5,1 að stærð. 14. janúar 2025 12:10
Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Áköf jarðskjálftahrina varð í Bráðabungu í Vatnajökli morgun. Jarðeðlisfræðingur segir hrinuna óvanalega og atburðarásina minna á undanfara eldgossins í Holuhrauni. 14. janúar 2025 12:39