Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 15. janúar 2025 07:00 Þróun efnahagsmála hefur verið nokkuð jákvæð síðustu mánuði, þrátt fyrir að ég hefði viljað sjá okkur vera komin lengra þegar kemur að lækkun vaxta. Verðbólga hefur lækkað verulega, vextir eru á niðurleið og ég ætla að leyfa mér að hafa væntingar um að þeir muni lækka tiltölulega hratt á næstu mánuðum. Lækkun vaxta er einhver mesta kjarabót sem heimili og fyrirtæki hér á landi geta fengið og það er því til mikils að vinna að nýrri ríkisstjórn takist vel til við stjórn efnahagsmála í landinu. Áskoranir á húsnæðismarkaði Uppbygging húsnæðis verður áfram lykilmál í íslensku samfélagi, en húsnæðismál eru í raun mjög stórt efnahagsmál. Okkur hefur fjölgað meira en áætlanir gerðu ráð fyrir og við þurfum að byggja meira af húsnæði fyrir fólk. Samhliða því að okkur er að fjölga meira er hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast og fer hratt lækkandi líkt og meðfylgjandi mynd sýnir. Við erum að eldast, fráskildum fjölgar og við erum að eignast börn síðar á lífsleiðinni. Sú þróun staðfestir að ekki er bara nóg að byggja meira, heldur er einnig mikil þörf á því að byggja rétt. Um 15% íbúða sem eru í byggingu eru undir 70 fermetrum, en það hlutfall þyrfti líklega að vera um 40%. Minni íbúðir eru ekki einungis fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref inn á markaðinn, heldur einnig það fólk sem er að minnka við sig. Með þeim hætti myndast ákveðin hringrás og gluggi opnast í stærri eignir á markaði fyrir þá sem stækka þurfa við sig. Sýna þarf sameiginlegan vilja til frekari uppbyggingar Þrátt fyrir mikla uppbyggingu á síðustu árum þurfum við að byggja meira líkt og m.a. breytt íbúasamsetning sýnir. Það kann að hljóma sérkennilega þegar við sjáum eignir til sölu sem ættu að vera fyrir löngu orðnar að griðastað venjulegs fólks. Þar hafa hins vegar hert lánþegaskilyrði Seðlabankans reynst kaupendum og seljendum mjög illa. Það og takmarkað framboð lóða á nýju landi hafa í raun hamlað kraftmeiri uppbyggingu. Það er alveg ljóst að ef ekki verður breyting á mun það hafa mikil áhrif á þróun verðbólgu og vexti inn í framtíðina. Skortur leiðir af sér hátt verð, sem hefur áhrif til hækkunar á verðbólgu sem hefur þau áhrif að vextir hækka. Nú reynir því á kjörna fulltrúa á þingi, í borgarstjórn og sveitarstjórnum um land allt. Takið höndum saman og tryggið nauðsynlega uppbyggingu húsnæðis til framtíðar. Höfundur er frv. þingmaður og eigandi af Vissa ráðgjöf ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Þróun efnahagsmála hefur verið nokkuð jákvæð síðustu mánuði, þrátt fyrir að ég hefði viljað sjá okkur vera komin lengra þegar kemur að lækkun vaxta. Verðbólga hefur lækkað verulega, vextir eru á niðurleið og ég ætla að leyfa mér að hafa væntingar um að þeir muni lækka tiltölulega hratt á næstu mánuðum. Lækkun vaxta er einhver mesta kjarabót sem heimili og fyrirtæki hér á landi geta fengið og það er því til mikils að vinna að nýrri ríkisstjórn takist vel til við stjórn efnahagsmála í landinu. Áskoranir á húsnæðismarkaði Uppbygging húsnæðis verður áfram lykilmál í íslensku samfélagi, en húsnæðismál eru í raun mjög stórt efnahagsmál. Okkur hefur fjölgað meira en áætlanir gerðu ráð fyrir og við þurfum að byggja meira af húsnæði fyrir fólk. Samhliða því að okkur er að fjölga meira er hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast og fer hratt lækkandi líkt og meðfylgjandi mynd sýnir. Við erum að eldast, fráskildum fjölgar og við erum að eignast börn síðar á lífsleiðinni. Sú þróun staðfestir að ekki er bara nóg að byggja meira, heldur er einnig mikil þörf á því að byggja rétt. Um 15% íbúða sem eru í byggingu eru undir 70 fermetrum, en það hlutfall þyrfti líklega að vera um 40%. Minni íbúðir eru ekki einungis fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref inn á markaðinn, heldur einnig það fólk sem er að minnka við sig. Með þeim hætti myndast ákveðin hringrás og gluggi opnast í stærri eignir á markaði fyrir þá sem stækka þurfa við sig. Sýna þarf sameiginlegan vilja til frekari uppbyggingar Þrátt fyrir mikla uppbyggingu á síðustu árum þurfum við að byggja meira líkt og m.a. breytt íbúasamsetning sýnir. Það kann að hljóma sérkennilega þegar við sjáum eignir til sölu sem ættu að vera fyrir löngu orðnar að griðastað venjulegs fólks. Þar hafa hins vegar hert lánþegaskilyrði Seðlabankans reynst kaupendum og seljendum mjög illa. Það og takmarkað framboð lóða á nýju landi hafa í raun hamlað kraftmeiri uppbyggingu. Það er alveg ljóst að ef ekki verður breyting á mun það hafa mikil áhrif á þróun verðbólgu og vexti inn í framtíðina. Skortur leiðir af sér hátt verð, sem hefur áhrif til hækkunar á verðbólgu sem hefur þau áhrif að vextir hækka. Nú reynir því á kjörna fulltrúa á þingi, í borgarstjórn og sveitarstjórnum um land allt. Takið höndum saman og tryggið nauðsynlega uppbyggingu húsnæðis til framtíðar. Höfundur er frv. þingmaður og eigandi af Vissa ráðgjöf ehf.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar