Innlent

Vopna­hlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvö­faldar greiðslur

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Samkomulag hefur náðst um vopnahlé á Gaza og lausn gísla. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og förum einnig á Vesturland þar sem nýleg brú hrundi í vatnavöxtum í dag. Íbúi á svæðinu lýsir málinu sem algjöru klúðri.

Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi virkjunarleyfi Landsvirkjunar vegna Hvammsvirkjunar. Dómurinn setur allar áætlanir í uppnám og við ræðum við forstjóra Landsvirkjunar í beinni.

Þá verður fjallað um þá kjörnu fulltrúa sem þiggja bæði laun frá ríki og borg. Við heyrum í Degi B. Eggertssyni og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks. Auk þess mæta konur sem standa að baki undirskriftasöfnun gegn sjókvíaeldi á Seyðisfirði í myndver, við sjáum flutning handrita í lögreglufylgd og verðum í beinni frá styrktartónleikum í Borgarnesi fyrir unga konu með krabbamein.

Í Sportpakkanum verðum við í Króatíu þar sem handboltaveislan er að hefjast og í Íslandi í dag fer Kristín Ólafsdóttir í skoðunarferð um gjörbreyttan Vatnsstíg.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×