Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Árni Sæberg skrifar 16. janúar 2025 13:39 Frændurnir komu til Íslands árið 2022. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur hlotið fjögurra mánaða fangelsisdóm fyrir að brot á lögum um útlendinga með því að hafa flutt barnungan frænda sinn hingað til lands. Þeir njóta nú báðir alþjóðlegrar verndar hér á landi. Faðir drengsins var sömuleiðis ákærður fyrir að vanrækja drenginn með því að senda hann til Grikklands, þaðan til Svíþjóðar og loks til Íslands. Í skýrslutökum lýsti drengurinn illri meðferð á ferðalaginu, sem tók nokkur ár. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp þann 2. janúar en birtur í dag, segir að faðir drengsins hafi verið ákærður fyrir barnaverndarlagabrot, með því að hafa frá árinu 2019 allt til 28. apríl 2022, sem forsjár-og umsjáraðili sonar síns, vanrækt hann andlega og líkamlega svo heilsu hans var hætta búin, sýnt honum vanvirðandi háttsemi og sært hann. Fór aldrei í leik- eða grunnskóla Hann hafi sent son sinn frá ótilgreindu landi árið 2019 og vitað að hann dvaldi í kjölfarið með skyldmennum við bágbornar aðstæður í Grikklandi og Svíþjóð allt til 28. apríl 2022. Þrátt fyrir að sonurinn hafi á þessu tímabili ekki fengið viðhlítandi læknisþjónustu eða aðstoð við sjúkdómi sínum og öðrum kvillum, hann hafi aldrei fengið að fara í leikskóla eða grunnskóla og hann hafi búið við vanrækslu og ofbeldi af hálfu skyldmenna, hafi hann ekki komið syninum til aðstoðar, heldur látið sér velferð og aðbúnað hans í léttu rúmi liggja, þó svo að hann hafi vitað hvar sonurinn væri og haft möguleika á að vera í samskiptum við hann og þá aðila sem hann dvaldi hjá. Í dóminum er haft eftir drengnum að hann hafi meðal annars orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu ættingja sinna í Svíþjóð. Sönnuðu ekki að brotin væru ólögleg í hinum löndunum Í niðurstöðu dómsins um hlut föðurins í málinu segir að hann hafi gert frávísunarkröfu á grundvelli ákvæðis almennra hegningarlaga um að íslenskum ríkisborgurum og mönnum búsettum á Íslandi skuli refsa eftir íslenskum hegningarlögum fyrir verknað framinn erlendis ef brotið er framið á stað sem refsivald annars ríkis nær til að þjóðarétti og var þá jafnframt refsivert eftir lögum þess ríkis. Maðurinn hafi bent á að ákæruvaldið hefði hvorki lagt fram gögn um að meint brot væru refsiverð þar sem þau áttu sér stað né hvort brotið hafi verið refsivert samkvæmt lögum heimaríkis hans. Ákæruvaldið hafi enda ekki rannsakað málið að þessu leyti áður en ákæra var gefin út. Í dóminum segir að ekki liggi fyrir gögn á þar til bærum yfirvöldum þar sem staðfest er að háttsemin sem í ákæru greinir sé refsiverð eftir grískum eða sænskum lögum, eða eftir atvikum lögum heimalands föðurins. „Hefði ákæruvaldinu verið í lófa lagið að afla slíkra gagna til að sýna fram á að skilyrði ákvæðisins hafi verið uppfyllt. Þar sem engin slík gögn liggja fyrir í málinu er það mat dómsins að taka beri aðalkröfu ákærða til greina og vísa ákærulið I frá dómi.“ Sótti drenginn til Svíþjóðar, fór með til Kaupmannahafnar og þaðan hingað Í niðurstöðukafla dómsins um hlut frændans segir að honum hafi verið gefið að sök brot gegn lögum um útlendinga, með því að hafa skipulagt, flutt og aðstoðað ólögráða frænda sinn við að koma ólöglega til Íslands. Hann hafi sótt frænda sinn að dvalarstað hans í Svíþjóð, farið með hann til Kaupmannahafnar og þaðan með hann til Íslands þann 28. apríl 2022, en eini tilgangur hans með ferðinni hafi verið að sækja um alþjóðlega vernd fyrir frændann og sjálfan sig hér á landi. Við afskipti lögreglu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hafi hann vísvitandi ekki framvísað vegabréfum sínum eða frændans eða öðrum lögmætum skilríkjum, en þau hafi reynst falin í ferðatösku hans. Sagðist hafa verið á ferðalagi með frændanum í þrjú ár Maðurinn hafi fyrir dómi hvorki kannast við að hafa sagt hjá lögreglu við komuna til landsins að hann hefði ferðast með drenginn í þrjú ár né að hafa sagt að frændi hans í Svíþjóð hefði sagt að hann yrði að segja að hann hefði verið með drenginn frá því hann fór frá heimalandinu og að hann mætti ekki framvísa neinum pappírum. Fyrir dómi hafi hann sagst ekki vita hvað hann hefði sagt í lögregluskýrslu 9. maí 2022 um að reynt hefði verið að spara bæði í lestarkostnaði og flugmiðum og keyptir flugmiðar til Íslands þann 28. apríl 2022 frá Danmörku því það hefði verið ódýrara. Hann hafi ekki kannast við að hafa verið með í ráðum við bókun flugmiða og kveðist hafa fengið allt sent í síma. Hann hafi ekki kannast við að hafa sagt hjá lögreglu að þeir hefðu verið heppnir að ekkert hefði verið athugað með þá í Danmörku en ekki getað gefið neina sannfærandi skýringu á því fyrir dómi hvað hann héldi að hefði gerst við þær aðstæður. Í dóminum eru skýrslutökur hjá lögreglu raktar og með vísan til þeirra og framburðar lögreglumanna segir að ósamræmis hafi gætt í framburði mannsins. Ótvírætt að hann hafi skipulagt ferðina Gögn málsins bendi ótvírætt til þess að maðurinn hafi komið að undirbúningi og skipulagningu ferðarinnar til Íslands. Hann hafi vísvitandi ekki framvísað vegabréfum sínum eða drengsins eða öðrum lögmætum skilríkjum við komuna til landsins, sem hafi reynst falin í ferðatösku hans. Þá væri framburður ákærða hjá lögreglu í ýmsum atriðum ótrúverðugur, misvísandi og í ósamræmi við framburð ákærða fyrir dómi sem og annarra vitna. Hafið væri yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru greinir og hún sé þar réttilega heimfærð til refsiákvæða. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum í málinu hafi maðurinn áður gerst sekur um brot gegn lögum um útlendinga í Þýskalandi en engra gagna njóti við um refsiverða háttsemi hér á landi. Refsing hans þyki hæfilega ákveðin fangelsi í fjóra mánuði, en eftir atvikum þyki mega fresta fullnustu þriggja mánaða af refsingunni. Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Dómsmál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp þann 2. janúar en birtur í dag, segir að faðir drengsins hafi verið ákærður fyrir barnaverndarlagabrot, með því að hafa frá árinu 2019 allt til 28. apríl 2022, sem forsjár-og umsjáraðili sonar síns, vanrækt hann andlega og líkamlega svo heilsu hans var hætta búin, sýnt honum vanvirðandi háttsemi og sært hann. Fór aldrei í leik- eða grunnskóla Hann hafi sent son sinn frá ótilgreindu landi árið 2019 og vitað að hann dvaldi í kjölfarið með skyldmennum við bágbornar aðstæður í Grikklandi og Svíþjóð allt til 28. apríl 2022. Þrátt fyrir að sonurinn hafi á þessu tímabili ekki fengið viðhlítandi læknisþjónustu eða aðstoð við sjúkdómi sínum og öðrum kvillum, hann hafi aldrei fengið að fara í leikskóla eða grunnskóla og hann hafi búið við vanrækslu og ofbeldi af hálfu skyldmenna, hafi hann ekki komið syninum til aðstoðar, heldur látið sér velferð og aðbúnað hans í léttu rúmi liggja, þó svo að hann hafi vitað hvar sonurinn væri og haft möguleika á að vera í samskiptum við hann og þá aðila sem hann dvaldi hjá. Í dóminum er haft eftir drengnum að hann hafi meðal annars orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu ættingja sinna í Svíþjóð. Sönnuðu ekki að brotin væru ólögleg í hinum löndunum Í niðurstöðu dómsins um hlut föðurins í málinu segir að hann hafi gert frávísunarkröfu á grundvelli ákvæðis almennra hegningarlaga um að íslenskum ríkisborgurum og mönnum búsettum á Íslandi skuli refsa eftir íslenskum hegningarlögum fyrir verknað framinn erlendis ef brotið er framið á stað sem refsivald annars ríkis nær til að þjóðarétti og var þá jafnframt refsivert eftir lögum þess ríkis. Maðurinn hafi bent á að ákæruvaldið hefði hvorki lagt fram gögn um að meint brot væru refsiverð þar sem þau áttu sér stað né hvort brotið hafi verið refsivert samkvæmt lögum heimaríkis hans. Ákæruvaldið hafi enda ekki rannsakað málið að þessu leyti áður en ákæra var gefin út. Í dóminum segir að ekki liggi fyrir gögn á þar til bærum yfirvöldum þar sem staðfest er að háttsemin sem í ákæru greinir sé refsiverð eftir grískum eða sænskum lögum, eða eftir atvikum lögum heimalands föðurins. „Hefði ákæruvaldinu verið í lófa lagið að afla slíkra gagna til að sýna fram á að skilyrði ákvæðisins hafi verið uppfyllt. Þar sem engin slík gögn liggja fyrir í málinu er það mat dómsins að taka beri aðalkröfu ákærða til greina og vísa ákærulið I frá dómi.“ Sótti drenginn til Svíþjóðar, fór með til Kaupmannahafnar og þaðan hingað Í niðurstöðukafla dómsins um hlut frændans segir að honum hafi verið gefið að sök brot gegn lögum um útlendinga, með því að hafa skipulagt, flutt og aðstoðað ólögráða frænda sinn við að koma ólöglega til Íslands. Hann hafi sótt frænda sinn að dvalarstað hans í Svíþjóð, farið með hann til Kaupmannahafnar og þaðan með hann til Íslands þann 28. apríl 2022, en eini tilgangur hans með ferðinni hafi verið að sækja um alþjóðlega vernd fyrir frændann og sjálfan sig hér á landi. Við afskipti lögreglu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hafi hann vísvitandi ekki framvísað vegabréfum sínum eða frændans eða öðrum lögmætum skilríkjum, en þau hafi reynst falin í ferðatösku hans. Sagðist hafa verið á ferðalagi með frændanum í þrjú ár Maðurinn hafi fyrir dómi hvorki kannast við að hafa sagt hjá lögreglu við komuna til landsins að hann hefði ferðast með drenginn í þrjú ár né að hafa sagt að frændi hans í Svíþjóð hefði sagt að hann yrði að segja að hann hefði verið með drenginn frá því hann fór frá heimalandinu og að hann mætti ekki framvísa neinum pappírum. Fyrir dómi hafi hann sagst ekki vita hvað hann hefði sagt í lögregluskýrslu 9. maí 2022 um að reynt hefði verið að spara bæði í lestarkostnaði og flugmiðum og keyptir flugmiðar til Íslands þann 28. apríl 2022 frá Danmörku því það hefði verið ódýrara. Hann hafi ekki kannast við að hafa verið með í ráðum við bókun flugmiða og kveðist hafa fengið allt sent í síma. Hann hafi ekki kannast við að hafa sagt hjá lögreglu að þeir hefðu verið heppnir að ekkert hefði verið athugað með þá í Danmörku en ekki getað gefið neina sannfærandi skýringu á því fyrir dómi hvað hann héldi að hefði gerst við þær aðstæður. Í dóminum eru skýrslutökur hjá lögreglu raktar og með vísan til þeirra og framburðar lögreglumanna segir að ósamræmis hafi gætt í framburði mannsins. Ótvírætt að hann hafi skipulagt ferðina Gögn málsins bendi ótvírætt til þess að maðurinn hafi komið að undirbúningi og skipulagningu ferðarinnar til Íslands. Hann hafi vísvitandi ekki framvísað vegabréfum sínum eða drengsins eða öðrum lögmætum skilríkjum við komuna til landsins, sem hafi reynst falin í ferðatösku hans. Þá væri framburður ákærða hjá lögreglu í ýmsum atriðum ótrúverðugur, misvísandi og í ósamræmi við framburð ákærða fyrir dómi sem og annarra vitna. Hafið væri yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru greinir og hún sé þar réttilega heimfærð til refsiákvæða. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum í málinu hafi maðurinn áður gerst sekur um brot gegn lögum um útlendinga í Þýskalandi en engra gagna njóti við um refsiverða háttsemi hér á landi. Refsing hans þyki hæfilega ákveðin fangelsi í fjóra mánuði, en eftir atvikum þyki mega fresta fullnustu þriggja mánaða af refsingunni.
Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Dómsmál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira