Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Árni Sæberg skrifar 20. janúar 2025 11:02 Brian Deck, forstjóri JBT Marel, Árni Sigurðsson, aðstoðarforstjóri JBT Marel og Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, þegar bjöllunni var hringt á fyrsta degi viðskipta með bréf í JBT Marel. nasdaq iceland Yfirtaka JBT á Marel hafði talsverð áhrif á gengi krónunnar árið 2024, sem hækkaði um fjögur prósent á árinu. Krónan hefur ekki verið stöðugri frá árinu 2015. Í yfirliti sem Seðlabankinn hefur birt segir að heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri hafi dregist saman á milli ára og minni sveiflur verið á gengi krónunnar en undanfarin ár. Stöðugleiki hafi einkennt gjaldeyrismarkaðinn lengst af eða þar til í ágúst, þegar gengið lækkaði, en í september hafi krónan tekið að styrkjast. Sú þróun hafi haldið áfram fram undir lok árs. Greip einu sinni inn í Seðlabankinn hafi einu sinni gripið inn í gjaldeyrismarkaðinn þegar hann keypti gjaldeyri fyrir um 9,2 milljarða króna í febrúar, til að bregðast við innflæði erlends fjármagns í ríkisskuldabréf. Vaxtamunur við útlönd hafi áfram verið nokkur og erlendir aðilar hafi keypt meira af innlendum ríkisskuldabréfum en árið á undan. Lífeyrissjóðir hafi áfram verið umfangsmiklir kaupendur gjaldeyris og kaup þeirra hafi aukist lítillega milli ára. Hrein staða framvirkra gjaldmiðlasamninga viðskiptabanka hafi lækkað yfir árið í heild. Stór yfirtaka hafði áhrif Viðskipti í tengslum við yfirtökutilboð John Bean Technologies, JBT, á Marel hafi haft áhrif á gjaldeyrismarkaðinn á árinu, en yfirtakan hafi verið stór á íslenskan mælikvarða. Ríkissjóður hafi tvívegis gefið út skuldabréf í evrum á árinu, samtals að fjárhæð 800 milljónir evra og vaxtaálag á erlendar skuldabréfaútgáfur ríkissjóðs og viðskiptabankanna hafi lækkað. Gjaldeyrisforði Seðlabankans hafi numið 886 milljörðum króna í árslok eða 20 prósent af vergri landsframleiðslu. Íslenska krónan JBT Marel Kaup og sala fyrirtækja Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Forstjóri Marels fagnar því að yfirgnæfandi meirihluti hluthafa Marels hafi samþykkt yfirtökutilboð John Bean Technologies Corporation (JBT) í Marel. JBT Marel muni búa yfir miklum sóknarfærum. 20. desember 2024 14:23 JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni JBT Marel Corporation , nýlega sameinað fyrirtæki JBT Corporation og Marel hf., var í formlega tekið til viðskipta á aðalmarkað Nasdaq Íslands þann 3. janúar síðastliðinn. 7. janúar 2025 18:33 Tilboð JBT kom hlutabréfamarkaðnum á flug Hlutabréfamarkaðurinn, sem er góðri siglingu, þurfti afgerandi jákvæð skilaboð til að komast úr hjólförum sem hann var fastur í en umtalsverðar lækkanir höfðu einkennt gengisþróunina lengst af á árinu sem var að líða. Þau fékk hann með yfirtökutilboði frá JBT í Marel fyrir skemmstu og jákvæðum tóni í kjaraviðræðum. Frá þeim tíma hefur mikil stemning ríkt á markaðnum. 5. janúar 2024 17:49 Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frjálsi lífeyrissjóðurinn sameinast LTFÍ Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Í yfirliti sem Seðlabankinn hefur birt segir að heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri hafi dregist saman á milli ára og minni sveiflur verið á gengi krónunnar en undanfarin ár. Stöðugleiki hafi einkennt gjaldeyrismarkaðinn lengst af eða þar til í ágúst, þegar gengið lækkaði, en í september hafi krónan tekið að styrkjast. Sú þróun hafi haldið áfram fram undir lok árs. Greip einu sinni inn í Seðlabankinn hafi einu sinni gripið inn í gjaldeyrismarkaðinn þegar hann keypti gjaldeyri fyrir um 9,2 milljarða króna í febrúar, til að bregðast við innflæði erlends fjármagns í ríkisskuldabréf. Vaxtamunur við útlönd hafi áfram verið nokkur og erlendir aðilar hafi keypt meira af innlendum ríkisskuldabréfum en árið á undan. Lífeyrissjóðir hafi áfram verið umfangsmiklir kaupendur gjaldeyris og kaup þeirra hafi aukist lítillega milli ára. Hrein staða framvirkra gjaldmiðlasamninga viðskiptabanka hafi lækkað yfir árið í heild. Stór yfirtaka hafði áhrif Viðskipti í tengslum við yfirtökutilboð John Bean Technologies, JBT, á Marel hafi haft áhrif á gjaldeyrismarkaðinn á árinu, en yfirtakan hafi verið stór á íslenskan mælikvarða. Ríkissjóður hafi tvívegis gefið út skuldabréf í evrum á árinu, samtals að fjárhæð 800 milljónir evra og vaxtaálag á erlendar skuldabréfaútgáfur ríkissjóðs og viðskiptabankanna hafi lækkað. Gjaldeyrisforði Seðlabankans hafi numið 886 milljörðum króna í árslok eða 20 prósent af vergri landsframleiðslu.
Íslenska krónan JBT Marel Kaup og sala fyrirtækja Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Forstjóri Marels fagnar því að yfirgnæfandi meirihluti hluthafa Marels hafi samþykkt yfirtökutilboð John Bean Technologies Corporation (JBT) í Marel. JBT Marel muni búa yfir miklum sóknarfærum. 20. desember 2024 14:23 JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni JBT Marel Corporation , nýlega sameinað fyrirtæki JBT Corporation og Marel hf., var í formlega tekið til viðskipta á aðalmarkað Nasdaq Íslands þann 3. janúar síðastliðinn. 7. janúar 2025 18:33 Tilboð JBT kom hlutabréfamarkaðnum á flug Hlutabréfamarkaðurinn, sem er góðri siglingu, þurfti afgerandi jákvæð skilaboð til að komast úr hjólförum sem hann var fastur í en umtalsverðar lækkanir höfðu einkennt gengisþróunina lengst af á árinu sem var að líða. Þau fékk hann með yfirtökutilboði frá JBT í Marel fyrir skemmstu og jákvæðum tóni í kjaraviðræðum. Frá þeim tíma hefur mikil stemning ríkt á markaðnum. 5. janúar 2024 17:49 Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frjálsi lífeyrissjóðurinn sameinast LTFÍ Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Forstjóri Marels fagnar því að yfirgnæfandi meirihluti hluthafa Marels hafi samþykkt yfirtökutilboð John Bean Technologies Corporation (JBT) í Marel. JBT Marel muni búa yfir miklum sóknarfærum. 20. desember 2024 14:23
JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni JBT Marel Corporation , nýlega sameinað fyrirtæki JBT Corporation og Marel hf., var í formlega tekið til viðskipta á aðalmarkað Nasdaq Íslands þann 3. janúar síðastliðinn. 7. janúar 2025 18:33
Tilboð JBT kom hlutabréfamarkaðnum á flug Hlutabréfamarkaðurinn, sem er góðri siglingu, þurfti afgerandi jákvæð skilaboð til að komast úr hjólförum sem hann var fastur í en umtalsverðar lækkanir höfðu einkennt gengisþróunina lengst af á árinu sem var að líða. Þau fékk hann með yfirtökutilboði frá JBT í Marel fyrir skemmstu og jákvæðum tóni í kjaraviðræðum. Frá þeim tíma hefur mikil stemning ríkt á markaðnum. 5. janúar 2024 17:49