Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. janúar 2025 11:15 JL húsið sem hýst hefur fjöldann allan af fyrirtækjum og stofnunum í gegnum tíðina. Vísir/Vilhelm Íbúar í fjölbýlishúsi við Grandaveg sem deilir lóð með JL-húsinu hafa kært leyfi Reykjavíkurborgar um að hýsa hælisleitendur í húsinu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kæran var lögð fram þann 20. desember síðastliðinn. Áhyggjur nágrannanna eru ekki nýjar af nálinni og hafa kvartað yfir skorti á samráði vegna plana borgarinnar um úrræðið sem á að þjóna allt að fjögur hundruð umsækjendum um alþjóðlega vernd. Fyrirtækið HB121 keypti húsið árið 2023 og urðu þau tímamót að í fyrravor að Myndlistarskólinn flutti starfsemi sína úr húsinu þar sem hann hafði starfað í aldarfjórðung. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, sagði í fréttum Stöðvar 2 í október að ekki hefði verið nauðsynlegt að boða til grenndarkynningar því áformin væru í takti við deiliskipulag borgarinnar. „Ég held það sé alltaf gott að upplýsa fólk og íbúa. En auðvitað, þetta er húsnæði og þarna hefur verið rekin gististarfsemi. Mér sýnist að það verði áfram, það verður þjónusturými á fyrstu hæðinni þannig þetta er allt saman samkvæmt skipulagi,“ sagði Heiða Björg. Þetta er það sem íbúar við Grandaveg 42 fallast ekki á. Í kæru sinni finna þeir að því að Yrki arkitektar hafi fengið breytingu á deiliskipulagi í gegn með umsókn sinni í nóvember vegna heimildar að að vera með sérstakt búsetuúrræði fyrir flóttafólk á Hringbraut 121. Í kæru lögfræðistofunnar Landslaga fyrir hönd íbúa í fjölbýlishúsinu er vísað til þess að fara eigi með breytinguna eins og að um nýtt deiliskipulag sé að ræða vegna breyttrar landnotkunar. Ella hafi borginni borið að setja breytinguna í grenndarkynningu. Því sé málsmeðferð skipulagsfulltrúa ólögmót. Ekki sé rétt að hagsmunir nágranna skerðist í engu varðandi landnotkun. Það geri hún víst enda ekki sé að finna heimild fyrir sértækt búsetuúrræði á lóðinni. Því hafi borið að kynna breytinguna fyrir nágrönnum. Þannig hafi þeir verið sviptir möguleika á að gæta hagsmuna sinna og koma sjónarmiðum á framfæri. Vísa Landslög til fordæma þar sem minniháttarbreyting á frístundarhúsnæði í fimmtíu metra fjarlægð var að mati úrskurðarnefndarinnar talin kunna að hafa áhrif á útsýni úr fasteign nágranna. Þá breytingu hefði því þurft að grenndarkynna og fór svo að heimildin var felld úr gildi. Ekki sé hægt að bera saman búsetuúrræði fyrir allt að 400 manns við áhrif fyrrum nýtingar fasteignarinnar sem myndlistaskóla, gistiheimili og kaffihús við varanlega búsetu flóttafólks. Þessa eðlisbreytingu hafi borið að grenndarkynna. Fyrir liggi að eigandi JL-hússins hafi þegar framkvæmt eða standi í framkvæmdum á grundvelli heimildar skipulagsfulltrúa. Þá sé nýting búsetuúrræðsins þegar hafin en fram kom hjá RÚV á dögunum að þangað væru sextíu konur fluttar inn. Óska íbúarnir eftir því að úrskurðarnefndin afli staðfestingar á því hvort Reykjavíkurborg hafi veitt önnur leyti, til dæmis starfsleyfi vegna hinnar fyrirhuguðu starfsemi þannig að íbúarnir eigi þess kost að gæta hagsmuna sinna. Tengd skjöl KæraPDF339KBSækja skjal Skipulag Reykjavík Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Kæran var lögð fram þann 20. desember síðastliðinn. Áhyggjur nágrannanna eru ekki nýjar af nálinni og hafa kvartað yfir skorti á samráði vegna plana borgarinnar um úrræðið sem á að þjóna allt að fjögur hundruð umsækjendum um alþjóðlega vernd. Fyrirtækið HB121 keypti húsið árið 2023 og urðu þau tímamót að í fyrravor að Myndlistarskólinn flutti starfsemi sína úr húsinu þar sem hann hafði starfað í aldarfjórðung. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, sagði í fréttum Stöðvar 2 í október að ekki hefði verið nauðsynlegt að boða til grenndarkynningar því áformin væru í takti við deiliskipulag borgarinnar. „Ég held það sé alltaf gott að upplýsa fólk og íbúa. En auðvitað, þetta er húsnæði og þarna hefur verið rekin gististarfsemi. Mér sýnist að það verði áfram, það verður þjónusturými á fyrstu hæðinni þannig þetta er allt saman samkvæmt skipulagi,“ sagði Heiða Björg. Þetta er það sem íbúar við Grandaveg 42 fallast ekki á. Í kæru sinni finna þeir að því að Yrki arkitektar hafi fengið breytingu á deiliskipulagi í gegn með umsókn sinni í nóvember vegna heimildar að að vera með sérstakt búsetuúrræði fyrir flóttafólk á Hringbraut 121. Í kæru lögfræðistofunnar Landslaga fyrir hönd íbúa í fjölbýlishúsinu er vísað til þess að fara eigi með breytinguna eins og að um nýtt deiliskipulag sé að ræða vegna breyttrar landnotkunar. Ella hafi borginni borið að setja breytinguna í grenndarkynningu. Því sé málsmeðferð skipulagsfulltrúa ólögmót. Ekki sé rétt að hagsmunir nágranna skerðist í engu varðandi landnotkun. Það geri hún víst enda ekki sé að finna heimild fyrir sértækt búsetuúrræði á lóðinni. Því hafi borið að kynna breytinguna fyrir nágrönnum. Þannig hafi þeir verið sviptir möguleika á að gæta hagsmuna sinna og koma sjónarmiðum á framfæri. Vísa Landslög til fordæma þar sem minniháttarbreyting á frístundarhúsnæði í fimmtíu metra fjarlægð var að mati úrskurðarnefndarinnar talin kunna að hafa áhrif á útsýni úr fasteign nágranna. Þá breytingu hefði því þurft að grenndarkynna og fór svo að heimildin var felld úr gildi. Ekki sé hægt að bera saman búsetuúrræði fyrir allt að 400 manns við áhrif fyrrum nýtingar fasteignarinnar sem myndlistaskóla, gistiheimili og kaffihús við varanlega búsetu flóttafólks. Þessa eðlisbreytingu hafi borið að grenndarkynna. Fyrir liggi að eigandi JL-hússins hafi þegar framkvæmt eða standi í framkvæmdum á grundvelli heimildar skipulagsfulltrúa. Þá sé nýting búsetuúrræðsins þegar hafin en fram kom hjá RÚV á dögunum að þangað væru sextíu konur fluttar inn. Óska íbúarnir eftir því að úrskurðarnefndin afli staðfestingar á því hvort Reykjavíkurborg hafi veitt önnur leyti, til dæmis starfsleyfi vegna hinnar fyrirhuguðu starfsemi þannig að íbúarnir eigi þess kost að gæta hagsmuna sinna. Tengd skjöl KæraPDF339KBSækja skjal
Skipulag Reykjavík Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira