Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. janúar 2025 13:32 Karl Kristjánsson endurhæfingarlæknir á Reykjalundi og lektor í endurhæfingarlækningum segir rannsóknir sýna að með því að bæta aðeins þúsund skrefum við sig daglega sé hægt að lækka dánartíðni um 15 prósent. Vísir/Hjalti Þúsund skref aukalega á dag lækka dánartíðni fólks um fimmtán prósent. Þetta kemur fram í rannsókn þar sem tvö hundruð og tuttugu þúsund manns var fylgt eftir um árabil. Endurhæfingarlæknir segir að öll viðbótarhreyfing bæti lífslíkur fólks, sérstaklega eldri hópa. Rannsóknin sem um ræðir fór fram í sex löndum yfir sjö ára tímabil. Þar var kannað tengsl hreyfingar við sjúkdóma og dánartíðni. Hún birtist í Europian Journal of Preventive Cardiology. „Ef ganga væri lyf myndum við mæla með því að allir tækju það“ Karl Kristjánsson endurhæfingarlæknir á Reykjalundi og lektor í endurhæfingarlækningum kynnti niðurstöður rannsóknarinnar á Læknadögum sem nú standa yfir. Hann segir hana staðfesta enn frekar hvað dagleg hreyfing er verndandi gegn sjúkdómum. „Niðurstöður rannsóknarinnar er að ef fólk bætir aðeins við sig þúsund skrefum á dag þ.e. ofan á það sem það gengur venjulega þá lækkar dánartíðni um fimmtán prósent. Þá hafi komið í ljós að dánartíðni í hópi þeirra sem þjást af hjartasjúkdómum lækkaði um sjö prósent þegar fólk bætti við sig aðeins fimm hundruð skrefum á dag. Ef ganga væri lyf myndum við mæla með því að allir tækju það. Fimm þúsund skref á dag í minnsta lagi Hann segir að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin ráðleggi fólki að ganga að minnsta kosti fimm þúsund skref á dag. Flestir nái því en þó sé stór hluti í meiri kyrrsetu. „Það er um þriðjungur fólks í ríkari löndum sem nær ekki fimm þúsund skrefum og meiri hreyfing felur mesta ávinning í för með sér fyrir þann hóp,“ segir Karl. Hann segir að niðurstöðurnar gilda líka um þá sem þegar hafa náð fimm þúsund skrefum. Meiri hreyfing en það hafi enn betri áhrif. „Þessar rannsóknir sýna ávinning með meiri hreyfingu upp að allt að tuttugu þúsundum skrefa á dag,“ segir hann. Aðspurður um hvort álag í göngu skipti máli svarar Karl: „Það þarf ekki að sprengja sig til að ná þessum jákvæðu heilsuáhrifum. En þeir sem ráða við að skokka eða hlaupa ná betri heilsu á styttri tíma.“ Önnur þjálfun líka mikilvæg Karl segir einnig mikilvægt fyrir heilsuna að vera í styrktarþjálfun. Það er mælt með ,sérstaklega fyrir þá sem eru aðeins eldri, að stunda styrktarþjálfun og einhverja leikfimi með göngunum,“ segir hann. Hann segir afar mikilvægt að fólk með áhættu á að fá hjartasjúkdóma vegna t.d, sykursýki eða hás blóðþrýstings eða eru með slíka sjúkdóma fari að þessum ráðum. Þá sé mikilvægt að fylgja þeim með hækkandi aldri. „Þetta er sérlega mikilvægt fyrir fólk í þeirri stöðu,“ segir Karl. Ferðamennska á Íslandi Heilsa Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Erlent Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Innlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Fleiri fréttir Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Sjá meira
Rannsóknin sem um ræðir fór fram í sex löndum yfir sjö ára tímabil. Þar var kannað tengsl hreyfingar við sjúkdóma og dánartíðni. Hún birtist í Europian Journal of Preventive Cardiology. „Ef ganga væri lyf myndum við mæla með því að allir tækju það“ Karl Kristjánsson endurhæfingarlæknir á Reykjalundi og lektor í endurhæfingarlækningum kynnti niðurstöður rannsóknarinnar á Læknadögum sem nú standa yfir. Hann segir hana staðfesta enn frekar hvað dagleg hreyfing er verndandi gegn sjúkdómum. „Niðurstöður rannsóknarinnar er að ef fólk bætir aðeins við sig þúsund skrefum á dag þ.e. ofan á það sem það gengur venjulega þá lækkar dánartíðni um fimmtán prósent. Þá hafi komið í ljós að dánartíðni í hópi þeirra sem þjást af hjartasjúkdómum lækkaði um sjö prósent þegar fólk bætti við sig aðeins fimm hundruð skrefum á dag. Ef ganga væri lyf myndum við mæla með því að allir tækju það. Fimm þúsund skref á dag í minnsta lagi Hann segir að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin ráðleggi fólki að ganga að minnsta kosti fimm þúsund skref á dag. Flestir nái því en þó sé stór hluti í meiri kyrrsetu. „Það er um þriðjungur fólks í ríkari löndum sem nær ekki fimm þúsund skrefum og meiri hreyfing felur mesta ávinning í för með sér fyrir þann hóp,“ segir Karl. Hann segir að niðurstöðurnar gilda líka um þá sem þegar hafa náð fimm þúsund skrefum. Meiri hreyfing en það hafi enn betri áhrif. „Þessar rannsóknir sýna ávinning með meiri hreyfingu upp að allt að tuttugu þúsundum skrefa á dag,“ segir hann. Aðspurður um hvort álag í göngu skipti máli svarar Karl: „Það þarf ekki að sprengja sig til að ná þessum jákvæðu heilsuáhrifum. En þeir sem ráða við að skokka eða hlaupa ná betri heilsu á styttri tíma.“ Önnur þjálfun líka mikilvæg Karl segir einnig mikilvægt fyrir heilsuna að vera í styrktarþjálfun. Það er mælt með ,sérstaklega fyrir þá sem eru aðeins eldri, að stunda styrktarþjálfun og einhverja leikfimi með göngunum,“ segir hann. Hann segir afar mikilvægt að fólk með áhættu á að fá hjartasjúkdóma vegna t.d, sykursýki eða hás blóðþrýstings eða eru með slíka sjúkdóma fari að þessum ráðum. Þá sé mikilvægt að fylgja þeim með hækkandi aldri. „Þetta er sérlega mikilvægt fyrir fólk í þeirri stöðu,“ segir Karl.
Ferðamennska á Íslandi Heilsa Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Erlent Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Innlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Fleiri fréttir Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Sjá meira