Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. janúar 2025 18:05 Önnur flugbrautin er lokuð fyrir flugumferð. Vísir/Vilhelm Lokun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli er mikið áhyggjuefni fulltrúa Mistöðvar sjúkraflugs á Íslandi. Líkurnar á því að sjúkraflugvélar geti ekki lent í Reykjavík stóraukast. Fyrr í mánuðinum tilkynnti Samgöngustofa ISAVIA að loki ætti annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar þar sem að Reykjavíkurborg hafi ekki fellt um 1400 tré í Öskjuhlíð. Sjúkraflugvélar mega nú ekki lenda á flugbrautinni í myrkri. „Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þessara takmarkana, enda er óheft aðgengi sjúkraflugvéla að Reykjavíkurflugvelli í mörgum tilfellum lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins,“ segir í yfirlýsingu Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi sem birt var í morgun. Þá segir einnig í tilkynningunni að lokunin sé á skjön við lög um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu. Aðilar að Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi eru Slökkvilið Akureyrar, Sjúkrahúsið á Akureyri og Norlandair. „Staðan er alvarleg að okkar mati. Þetta eru gríðarlega mörg flug sem við erum að fara í á ári, við erum að fara hátt í þúsund sjúkraflug og 650 flug sem fara til Reykjavíkur,“ segir Gunnar Rúnar Ólafsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. Með lokuninni stóraukist líkurnar á að sjúkraflugvélar geti ekki lent í Reykjavík. „45 prósent tilfella hjá okkur eru bráðatilvik sem þurfa að komast mjög hratt á Landspítala. Möguleikinn er mikill að eitthvað gæti gerst. Í versta falli þyrfti að fara til Keflavíkur með sjúklinginn og það er mjög mikil lenging á flutningnum á sjúklingnum til þess að komast,“ segir Gunnar. Tíminn sem fer í að flytja sjúklinga á Landspítala gæti lengst um allt að eina og hálfa klukkustund. „Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir landsbyggðina að þessir hlutir séu í lagi. Það þarf að vera hægt að flytja á Landspítala, það er hvernig heilbrigðiskerfið okkar er byggt upp,“ segir Gunnar. Ástandið skapi mikla óvissu meðal heilbrigðisstarfsfólks á landsbyggðinni. „Þetta er gríðarlega slæmt, ekki bara fyrir okkur heldur líka fyrir lækna og heilbrigðisstarfsfólk úti á landsbyggðinni sem er með fólk í höndunum og er með þessa óvissu yfir sér hvort að sjúklingurinn komist til Reykjavíkur eða ekki.“ Gunnar segir að ljúka þurfi málinu með skjótum og farsælum hætti. „Það er verið að rífast um einhver tré en ég held að þetta sé mikilvægara að hafa þetta í huga þegar er verið að tala um þessi mál.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður stóð að báðar flugbrautir Reykjavíkurflugvallar væru lokaðar í myrkri en það er einungis önnur. Reykjavíkurflugvöllur Sjúkraflutningar Reykjavík síðdegis Tré Reykjavík Tengdar fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. 10. janúar 2025 19:09 Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Samgöngustofa segir að krafa um að Reykjavíkurborg láti fella þúsundir trjáa í Öskjuhlíð vegna starfsemi Reykjavíkurflugvallar eigi ekki að koma borgarstjóra á óvart. Skipun um að flugbrautum verði lokað byggist á mati ISAVIA. 14. janúar 2025 08:56 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira
Fyrr í mánuðinum tilkynnti Samgöngustofa ISAVIA að loki ætti annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar þar sem að Reykjavíkurborg hafi ekki fellt um 1400 tré í Öskjuhlíð. Sjúkraflugvélar mega nú ekki lenda á flugbrautinni í myrkri. „Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þessara takmarkana, enda er óheft aðgengi sjúkraflugvéla að Reykjavíkurflugvelli í mörgum tilfellum lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins,“ segir í yfirlýsingu Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi sem birt var í morgun. Þá segir einnig í tilkynningunni að lokunin sé á skjön við lög um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu. Aðilar að Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi eru Slökkvilið Akureyrar, Sjúkrahúsið á Akureyri og Norlandair. „Staðan er alvarleg að okkar mati. Þetta eru gríðarlega mörg flug sem við erum að fara í á ári, við erum að fara hátt í þúsund sjúkraflug og 650 flug sem fara til Reykjavíkur,“ segir Gunnar Rúnar Ólafsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. Með lokuninni stóraukist líkurnar á að sjúkraflugvélar geti ekki lent í Reykjavík. „45 prósent tilfella hjá okkur eru bráðatilvik sem þurfa að komast mjög hratt á Landspítala. Möguleikinn er mikill að eitthvað gæti gerst. Í versta falli þyrfti að fara til Keflavíkur með sjúklinginn og það er mjög mikil lenging á flutningnum á sjúklingnum til þess að komast,“ segir Gunnar. Tíminn sem fer í að flytja sjúklinga á Landspítala gæti lengst um allt að eina og hálfa klukkustund. „Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir landsbyggðina að þessir hlutir séu í lagi. Það þarf að vera hægt að flytja á Landspítala, það er hvernig heilbrigðiskerfið okkar er byggt upp,“ segir Gunnar. Ástandið skapi mikla óvissu meðal heilbrigðisstarfsfólks á landsbyggðinni. „Þetta er gríðarlega slæmt, ekki bara fyrir okkur heldur líka fyrir lækna og heilbrigðisstarfsfólk úti á landsbyggðinni sem er með fólk í höndunum og er með þessa óvissu yfir sér hvort að sjúklingurinn komist til Reykjavíkur eða ekki.“ Gunnar segir að ljúka þurfi málinu með skjótum og farsælum hætti. „Það er verið að rífast um einhver tré en ég held að þetta sé mikilvægara að hafa þetta í huga þegar er verið að tala um þessi mál.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður stóð að báðar flugbrautir Reykjavíkurflugvallar væru lokaðar í myrkri en það er einungis önnur.
Reykjavíkurflugvöllur Sjúkraflutningar Reykjavík síðdegis Tré Reykjavík Tengdar fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. 10. janúar 2025 19:09 Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Samgöngustofa segir að krafa um að Reykjavíkurborg láti fella þúsundir trjáa í Öskjuhlíð vegna starfsemi Reykjavíkurflugvallar eigi ekki að koma borgarstjóra á óvart. Skipun um að flugbrautum verði lokað byggist á mati ISAVIA. 14. janúar 2025 08:56 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira
Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. 10. janúar 2025 19:09
Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Samgöngustofa segir að krafa um að Reykjavíkurborg láti fella þúsundir trjáa í Öskjuhlíð vegna starfsemi Reykjavíkurflugvallar eigi ekki að koma borgarstjóra á óvart. Skipun um að flugbrautum verði lokað byggist á mati ISAVIA. 14. janúar 2025 08:56