Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. janúar 2025 18:05 Önnur flugbrautin er lokuð fyrir flugumferð. Vísir/Vilhelm Lokun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli er mikið áhyggjuefni fulltrúa Mistöðvar sjúkraflugs á Íslandi. Líkurnar á því að sjúkraflugvélar geti ekki lent í Reykjavík stóraukast. Fyrr í mánuðinum tilkynnti Samgöngustofa ISAVIA að loki ætti annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar þar sem að Reykjavíkurborg hafi ekki fellt um 1400 tré í Öskjuhlíð. Sjúkraflugvélar mega nú ekki lenda á flugbrautinni í myrkri. „Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þessara takmarkana, enda er óheft aðgengi sjúkraflugvéla að Reykjavíkurflugvelli í mörgum tilfellum lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins,“ segir í yfirlýsingu Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi sem birt var í morgun. Þá segir einnig í tilkynningunni að lokunin sé á skjön við lög um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu. Aðilar að Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi eru Slökkvilið Akureyrar, Sjúkrahúsið á Akureyri og Norlandair. „Staðan er alvarleg að okkar mati. Þetta eru gríðarlega mörg flug sem við erum að fara í á ári, við erum að fara hátt í þúsund sjúkraflug og 650 flug sem fara til Reykjavíkur,“ segir Gunnar Rúnar Ólafsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. Með lokuninni stóraukist líkurnar á að sjúkraflugvélar geti ekki lent í Reykjavík. „45 prósent tilfella hjá okkur eru bráðatilvik sem þurfa að komast mjög hratt á Landspítala. Möguleikinn er mikill að eitthvað gæti gerst. Í versta falli þyrfti að fara til Keflavíkur með sjúklinginn og það er mjög mikil lenging á flutningnum á sjúklingnum til þess að komast,“ segir Gunnar. Tíminn sem fer í að flytja sjúklinga á Landspítala gæti lengst um allt að eina og hálfa klukkustund. „Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir landsbyggðina að þessir hlutir séu í lagi. Það þarf að vera hægt að flytja á Landspítala, það er hvernig heilbrigðiskerfið okkar er byggt upp,“ segir Gunnar. Ástandið skapi mikla óvissu meðal heilbrigðisstarfsfólks á landsbyggðinni. „Þetta er gríðarlega slæmt, ekki bara fyrir okkur heldur líka fyrir lækna og heilbrigðisstarfsfólk úti á landsbyggðinni sem er með fólk í höndunum og er með þessa óvissu yfir sér hvort að sjúklingurinn komist til Reykjavíkur eða ekki.“ Gunnar segir að ljúka þurfi málinu með skjótum og farsælum hætti. „Það er verið að rífast um einhver tré en ég held að þetta sé mikilvægara að hafa þetta í huga þegar er verið að tala um þessi mál.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður stóð að báðar flugbrautir Reykjavíkurflugvallar væru lokaðar í myrkri en það er einungis önnur. Reykjavíkurflugvöllur Sjúkraflutningar Reykjavík síðdegis Tré Reykjavík Tengdar fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. 10. janúar 2025 19:09 Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Samgöngustofa segir að krafa um að Reykjavíkurborg láti fella þúsundir trjáa í Öskjuhlíð vegna starfsemi Reykjavíkurflugvallar eigi ekki að koma borgarstjóra á óvart. Skipun um að flugbrautum verði lokað byggist á mati ISAVIA. 14. janúar 2025 08:56 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leita sundmanns við Örfirisey Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“ Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leita sundmanns við Örfirisey „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Sjá meira
Fyrr í mánuðinum tilkynnti Samgöngustofa ISAVIA að loki ætti annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar þar sem að Reykjavíkurborg hafi ekki fellt um 1400 tré í Öskjuhlíð. Sjúkraflugvélar mega nú ekki lenda á flugbrautinni í myrkri. „Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þessara takmarkana, enda er óheft aðgengi sjúkraflugvéla að Reykjavíkurflugvelli í mörgum tilfellum lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins,“ segir í yfirlýsingu Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi sem birt var í morgun. Þá segir einnig í tilkynningunni að lokunin sé á skjön við lög um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu. Aðilar að Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi eru Slökkvilið Akureyrar, Sjúkrahúsið á Akureyri og Norlandair. „Staðan er alvarleg að okkar mati. Þetta eru gríðarlega mörg flug sem við erum að fara í á ári, við erum að fara hátt í þúsund sjúkraflug og 650 flug sem fara til Reykjavíkur,“ segir Gunnar Rúnar Ólafsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. Með lokuninni stóraukist líkurnar á að sjúkraflugvélar geti ekki lent í Reykjavík. „45 prósent tilfella hjá okkur eru bráðatilvik sem þurfa að komast mjög hratt á Landspítala. Möguleikinn er mikill að eitthvað gæti gerst. Í versta falli þyrfti að fara til Keflavíkur með sjúklinginn og það er mjög mikil lenging á flutningnum á sjúklingnum til þess að komast,“ segir Gunnar. Tíminn sem fer í að flytja sjúklinga á Landspítala gæti lengst um allt að eina og hálfa klukkustund. „Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir landsbyggðina að þessir hlutir séu í lagi. Það þarf að vera hægt að flytja á Landspítala, það er hvernig heilbrigðiskerfið okkar er byggt upp,“ segir Gunnar. Ástandið skapi mikla óvissu meðal heilbrigðisstarfsfólks á landsbyggðinni. „Þetta er gríðarlega slæmt, ekki bara fyrir okkur heldur líka fyrir lækna og heilbrigðisstarfsfólk úti á landsbyggðinni sem er með fólk í höndunum og er með þessa óvissu yfir sér hvort að sjúklingurinn komist til Reykjavíkur eða ekki.“ Gunnar segir að ljúka þurfi málinu með skjótum og farsælum hætti. „Það er verið að rífast um einhver tré en ég held að þetta sé mikilvægara að hafa þetta í huga þegar er verið að tala um þessi mál.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður stóð að báðar flugbrautir Reykjavíkurflugvallar væru lokaðar í myrkri en það er einungis önnur.
Reykjavíkurflugvöllur Sjúkraflutningar Reykjavík síðdegis Tré Reykjavík Tengdar fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. 10. janúar 2025 19:09 Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Samgöngustofa segir að krafa um að Reykjavíkurborg láti fella þúsundir trjáa í Öskjuhlíð vegna starfsemi Reykjavíkurflugvallar eigi ekki að koma borgarstjóra á óvart. Skipun um að flugbrautum verði lokað byggist á mati ISAVIA. 14. janúar 2025 08:56 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leita sundmanns við Örfirisey Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“ Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leita sundmanns við Örfirisey „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Sjá meira
Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. 10. janúar 2025 19:09
Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Samgöngustofa segir að krafa um að Reykjavíkurborg láti fella þúsundir trjáa í Öskjuhlíð vegna starfsemi Reykjavíkurflugvallar eigi ekki að koma borgarstjóra á óvart. Skipun um að flugbrautum verði lokað byggist á mati ISAVIA. 14. janúar 2025 08:56
Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“