Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Árni Sæberg skrifar 22. janúar 2025 14:22 Maðurinn réðst að drengnum á ótilgreindum veitingastað í Mosfellsbæ. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur hlotið skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir líkamsárás og barnaverndarlagabrot fyrir að veitast að barni á veitingastað í Mosfellsbæ. Hann hélt því fram fyrir dómi að milda ætti refsingu hans vegna þess að barnið hafi átt upptök að átökunum. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp á mánudag, segir að maðurinn hafi tekið í hnakka drengs, ýtt honum áfram og gengið nokkur skref með hann í því taki og í kjölfarið eftir að drengurinn náði að losa sig tekið hann hálstaki, hrist hann til og öskrað á hann. Af þessu hafi drengurinn hlotið yfirborðsáverka á hálsi og maðurinn hafi sýnt honum vanvirðandi hegðun, yfirgang og ruddalegt athæfi. Játaði skýlaust Í dóminum segir að maðurinn hafi játað brot sín skýlaust samkvæmt ákæru og krafist þess að honum yrði ekki gerð refsins, til vara að hann yrði einungis dæmdur til greiðslu sektar en til þrautavara að hann yrði dæmdur til vægustu refsingar er lög leyfa. Þá hafi hann játað bótaskyldu en krafist þess að bótakrafa sem móðir drengsins lagði fram fyrir hans hönd, upp á eina milljón króna, yrði lækkuð. Drengurinn var með læti Við ákvörðun refsingar hafi dómurinn litið til þess að maðurinn hefði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Þrátt fyrir að af málsgögnum yrði ráðið að drengurinn hafi verið með læti áður en maðurinn veittist að honum, væru ekki skilyrði til að líta til ákvæðis almennra hegningarlaga, sem maðurinn vísaði til, við ákvörðun refsingar. Ákvæðið mælir fyrir um að refsingu megi færa niður úr lágmarki þegar maður hefur framið brot í mikilli reiði eða geðæsingu, sem sá, er fyrir brotinu verður, hefur vakið hjá honum með ólögmætri árás eða stórfelldri móðgun. Refsing mannsins væri því hæfilega ákveðin þrjátíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Þá skyldi hann greiða móður drengins 250 þúsund krónur og 150 þúsund krónur í málskostnað. Þá greiði maðurinn allan sakarkostnað, rétt tæplega hálfa milljón króna. Mosfellsbær Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp á mánudag, segir að maðurinn hafi tekið í hnakka drengs, ýtt honum áfram og gengið nokkur skref með hann í því taki og í kjölfarið eftir að drengurinn náði að losa sig tekið hann hálstaki, hrist hann til og öskrað á hann. Af þessu hafi drengurinn hlotið yfirborðsáverka á hálsi og maðurinn hafi sýnt honum vanvirðandi hegðun, yfirgang og ruddalegt athæfi. Játaði skýlaust Í dóminum segir að maðurinn hafi játað brot sín skýlaust samkvæmt ákæru og krafist þess að honum yrði ekki gerð refsins, til vara að hann yrði einungis dæmdur til greiðslu sektar en til þrautavara að hann yrði dæmdur til vægustu refsingar er lög leyfa. Þá hafi hann játað bótaskyldu en krafist þess að bótakrafa sem móðir drengsins lagði fram fyrir hans hönd, upp á eina milljón króna, yrði lækkuð. Drengurinn var með læti Við ákvörðun refsingar hafi dómurinn litið til þess að maðurinn hefði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Þrátt fyrir að af málsgögnum yrði ráðið að drengurinn hafi verið með læti áður en maðurinn veittist að honum, væru ekki skilyrði til að líta til ákvæðis almennra hegningarlaga, sem maðurinn vísaði til, við ákvörðun refsingar. Ákvæðið mælir fyrir um að refsingu megi færa niður úr lágmarki þegar maður hefur framið brot í mikilli reiði eða geðæsingu, sem sá, er fyrir brotinu verður, hefur vakið hjá honum með ólögmætri árás eða stórfelldri móðgun. Refsing mannsins væri því hæfilega ákveðin þrjátíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Þá skyldi hann greiða móður drengins 250 þúsund krónur og 150 þúsund krónur í málskostnað. Þá greiði maðurinn allan sakarkostnað, rétt tæplega hálfa milljón króna.
Mosfellsbær Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira