„Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. janúar 2025 14:41 Donald Trump hefur boðað það að aðeins karl- og kvenkyn sé viðurkennt af alríkinu og fólk skuli vera skráð það líffræðilega kyn sem það var við getnað. Getty/Roberto Machado Noa Formaður Samtakanna 78 skorar á íslensk stjórnvöld að fordæma tilskipanir Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sem skerða réttindi trans fólks. Hún segir stöðuna í Bandaríkjunum hræðilega og öryggi hinsegin fólks sé beinlínis ógnað. Allir starfsmenn alríkisins, sem hafa unnið að málum er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi fara í leyfi fyrir lok dagsins í dag og fólkinu verður sagt upp um mánaðamót. Stofnunum hefur einnig verið gert að fara yfir vefsíður sínar og taka niður alla umfjöllun um aðgerðir eða úrræði í þágu þessara þátta. „Ég held að það sé engin leið til að ímynda sér hvernig næstu fjögur ár verða. Svo virðist sem allt það sem við töldum ómögulegt sé að raungerast. Ég held að það sé full ástæða til að óttast. Við verðum að vera á varðbergi og því held ég að sé mjög mikilvægt að íslensk stjórnvöld fordæmi þessa tilskipun Trumps,“ segir Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður Samtakanna 78. Fjölmörg af fyrstu embættisverkum Trumps snúa að því að vinda ofan af því sem hann og hans stuðningsmenn kalla woke-væðingu. Nú viðurkennir alríkið til að mynda aðeins tvö líffræðileg kyn, karlkyn og kvenkyn, sem ákveðin eru við getnað og ýmsar reglur sem vernda trans fólk verið afturkallaðar - nú þarf trans kona til að mynda að fara í karlafangelsi. Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður Samtakanna ´78 segist uggandi yfir söðu hinsegin fólks í Bandaríkjunum eftir að Donald Trump settist aftur í forsetastól.Samtökin ´78 „Við erum uggandi yfir stöðunni í Bandaríkjunum. Við erum uggandi fyrir hinsegin systkini okkar sem eru þar, fyrir trans fólki sem þar er. Það er lítið annað hægt að segja en þetta er hræðilegt,“ segir Bjarndís. Þetta hefur jafnframt áhrif á útgefin skilríki. Búið er að uppfæra heimasíðu innanríkisráðuneytisins og er nú aðeins hægt að velja um karl- og kvenkyn, ekki annað eða óskilgreint kyn. „Trans fólk hættir ekki að vera til þó það komi tilskipun eins og þessi frá Trump. Þau áhrif sem þetta hefur hins vegar er að trans fólk er beinlínis í hættu.“ Hinsegin Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Ný stjórnvöld vestanhafs hafa fyrirskipað öllum yfirmönnum ráðuneyta og stofnana að setja alla starfsmenn sem hafa starfað að málum er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi (DEI eða DEIA) í leyfi, fyrir lok dagsins í dag. 22. janúar 2025 07:47 Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Ríkissaksóknarar í 22 ríkjum í Bandaríkjunum hafa lagt fram kæru til að koma í veg fyrir tilskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem afnemur ríkisborgararétt barna innflytjenda. 21. janúar 2025 22:06 Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði í gærkvöldi alla sem hafa verið dæmdir eða felldi niður mál gegn þeim sem hafa verið ákærðir vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Þar á meðal eru menn sem dæmdir voru fyrir að ráðast á lögregluþjóna og meðlimir Proud boys og Oath keepers hópanna svokölluðu, sem voru meðal annars dæmdir fyrir uppreisnaráróður. 21. janúar 2025 13:59 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Allir starfsmenn alríkisins, sem hafa unnið að málum er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi fara í leyfi fyrir lok dagsins í dag og fólkinu verður sagt upp um mánaðamót. Stofnunum hefur einnig verið gert að fara yfir vefsíður sínar og taka niður alla umfjöllun um aðgerðir eða úrræði í þágu þessara þátta. „Ég held að það sé engin leið til að ímynda sér hvernig næstu fjögur ár verða. Svo virðist sem allt það sem við töldum ómögulegt sé að raungerast. Ég held að það sé full ástæða til að óttast. Við verðum að vera á varðbergi og því held ég að sé mjög mikilvægt að íslensk stjórnvöld fordæmi þessa tilskipun Trumps,“ segir Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður Samtakanna 78. Fjölmörg af fyrstu embættisverkum Trumps snúa að því að vinda ofan af því sem hann og hans stuðningsmenn kalla woke-væðingu. Nú viðurkennir alríkið til að mynda aðeins tvö líffræðileg kyn, karlkyn og kvenkyn, sem ákveðin eru við getnað og ýmsar reglur sem vernda trans fólk verið afturkallaðar - nú þarf trans kona til að mynda að fara í karlafangelsi. Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður Samtakanna ´78 segist uggandi yfir söðu hinsegin fólks í Bandaríkjunum eftir að Donald Trump settist aftur í forsetastól.Samtökin ´78 „Við erum uggandi yfir stöðunni í Bandaríkjunum. Við erum uggandi fyrir hinsegin systkini okkar sem eru þar, fyrir trans fólki sem þar er. Það er lítið annað hægt að segja en þetta er hræðilegt,“ segir Bjarndís. Þetta hefur jafnframt áhrif á útgefin skilríki. Búið er að uppfæra heimasíðu innanríkisráðuneytisins og er nú aðeins hægt að velja um karl- og kvenkyn, ekki annað eða óskilgreint kyn. „Trans fólk hættir ekki að vera til þó það komi tilskipun eins og þessi frá Trump. Þau áhrif sem þetta hefur hins vegar er að trans fólk er beinlínis í hættu.“
Hinsegin Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Ný stjórnvöld vestanhafs hafa fyrirskipað öllum yfirmönnum ráðuneyta og stofnana að setja alla starfsmenn sem hafa starfað að málum er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi (DEI eða DEIA) í leyfi, fyrir lok dagsins í dag. 22. janúar 2025 07:47 Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Ríkissaksóknarar í 22 ríkjum í Bandaríkjunum hafa lagt fram kæru til að koma í veg fyrir tilskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem afnemur ríkisborgararétt barna innflytjenda. 21. janúar 2025 22:06 Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði í gærkvöldi alla sem hafa verið dæmdir eða felldi niður mál gegn þeim sem hafa verið ákærðir vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Þar á meðal eru menn sem dæmdir voru fyrir að ráðast á lögregluþjóna og meðlimir Proud boys og Oath keepers hópanna svokölluðu, sem voru meðal annars dæmdir fyrir uppreisnaráróður. 21. janúar 2025 13:59 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Ný stjórnvöld vestanhafs hafa fyrirskipað öllum yfirmönnum ráðuneyta og stofnana að setja alla starfsmenn sem hafa starfað að málum er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi (DEI eða DEIA) í leyfi, fyrir lok dagsins í dag. 22. janúar 2025 07:47
Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Ríkissaksóknarar í 22 ríkjum í Bandaríkjunum hafa lagt fram kæru til að koma í veg fyrir tilskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem afnemur ríkisborgararétt barna innflytjenda. 21. janúar 2025 22:06
Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði í gærkvöldi alla sem hafa verið dæmdir eða felldi niður mál gegn þeim sem hafa verið ákærðir vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Þar á meðal eru menn sem dæmdir voru fyrir að ráðast á lögregluþjóna og meðlimir Proud boys og Oath keepers hópanna svokölluðu, sem voru meðal annars dæmdir fyrir uppreisnaráróður. 21. janúar 2025 13:59